Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 6
syngja eigin lög Bergþóra Arnadóttir brá skjótt við og œtlar að hjálpa til þess að gera þann draum að veruleika. „Eg hef í gegnum árin samið nokkuð lög og texta mér og mínum til ánægju. Þetta hefur ekki birst opinberlega en mig langar að koma þessuáframfæri. Draumurinn er að koma nokkrum lögum á framfæri, helst á hljómplötu og jafnvel syngja sjálfur.” Svona hljóðaði bréf frá Steini Kárasyni og draumur hans var einn fjölmargra sem við birtum nýlega í helgarblaði DV. Og viti menn. Okkur barst von bráöar svar. Það var frá Bergþóru Árnadóttur og hljóðaöi svona: Til draumaþáttar DV: „Eg var að lesa um drauma fólks í helgarblaðinu og sá þar einn draum sem ég hugsanlega gæti hjálpað til við að láta rætast. Þetta er draumur manns sem langar aö koma tónlist sinni á framfæri. Að vísu segir í fyrirsögn að viðkomandi langi að spila á plötu en það gæti nú tæplega gerst nema hann komi fyrst fram og sanni hæf ileika sína. I þessu tilviki er ég að hugsa um vísnavini. Á vísnakvöld, sem haldin eru einu sinni í mánuði á Hótel Borg, bjóðum viö alla velkomna sem hafa eitthvaö fram aö færa. Það hafa margir stigiö sín fyrstu spor á glæsilegum tónlistarferli á vísna- kvöldum, sbr. Bubbi Morthens, Hálft í hvoru og fleiri. Því vil ég gjarnan fyrir hönd vísnavina bjóöa þessum tónlistardreymanda að hafa sem skjótast samband og segja okkur hvað hann langar að gera. Ef hann leikur ekki á hljóöfæri sjálfur þá ætti að vera hægur vandi að bæta úr því. Svona til gamans læt ég fylgja með minn eigin draum sem eflaust getur aldrei ræst! Mig dreymir um að syngja bak- Stein Kárason dreymdi um að koma lögum sínum a framfœ • • • raddir meö uppáhaldinu mínu, ELTONJOHN! Ekkisvo lítiö? Svona hljóöaöi bréf Bergþóru Árnadóttur. Fengnir verða „vanir menn" Við höföum strax samband við Stein og honum leist alls ekki svo illa á hugmyndina. Hann hitti Bergþóru að máli og úr varð að hún ásamt fleirum veldi nokkur lög úr safni hans til flutnings. Síðan yrði reynt að æfa þau eins vel og hægt væri og fá „vana menn” til liös. Það verður vonandi glæsilegt prógramm sem Steinn, Bergþóra og fleiri geta boðið upp á í janúar. Við munum fylgjast náið með undirbúningnum. Tækifæri fyrir plötuútgef- endur En hver er þessi Steinn Kárason? Hann svaraði þvi til, þar sem við heimsóttum hann niöur í Sölufélag garðyrkjumanna, aðkalla mætti sig: garðyrkjufræöing, ylræktarfræðing, skrúðgarðafræðing, allt eftir því hvað maöur vildi. En hvenær fór hann að semja lög? „Það var þegar ég var 15—16 ára,” svaraði Steinn. Hann lék á sínum tíma með ýmsum unglingahljóm- sveitum og tók þátt í einhverjum tón- listarlegum uppákomum í Hvera- gerði. Hann sagði að hann væri alls ekki ókunnugur vísnakvöldum, hefði sótt þau fyrir nokkrum árum. Um hve mikið hann spilaöi sagði Steinn aö það kæmi í skorpum. Stundum liði vika, svo gerði hann það daglega á milli. Gerir þú bæöi lög og texta ? „Já, ég bæði sem textana og svo grufla ég í þessum gömlu: Steini og Tómasi. Síðan vorum við að fikra okkur saman, Lárus Sólberg Guðjónsson og ég. Hann hefur gert texta við lög sem ég hef samiö og svo hefur hann komið meö texta sem ég hef samið lög viö. Nei, ég hef ekkert gert aö því að syngja opinberlega undanfariö.” Þig myndi ekki langa til aö vera poppstjarna? „Nei, það held ég ekki. Það væri gaman að gera eitthvað, svona ákveöið. Þaö býr ekki á bak viö þetta löngun að verða toppnúmer. Ég hef haft gaman af aö gera þessi lög og ég vona að aðrir gætu haft gaman af því líka.” Og þá er ekkert annað að gera en halda áfram undirbúningi og benda plötuútgefendum á aö fylgjast vand- lega með þróuninni. -SGV. ckritstoia „ýna iienm oæu er ferö til Atoreyra ’ lega einnig 1 &***'£& langar ti rflptist i ianuar. rætist væntan g íræðmgs, s s Sí”a tónlega etnn« í ***■££** « -sael annars ffiSgír4 ^ Snnt við Vi5 draunnnn «tast

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.