Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 16
16 DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984 Gamli rithöfundurinn fann að dauðinn nálgaðist. Hann bjó í litlu gömlu húsi þar sem allir veggir voru hlaðnir bókum. Húsið hans stóö við rætur f jallshlíöar. Fyrir utan gluggann lá dalurinn. Fyrir innan gluggann var skrifborðið sem var hlaðið bókum, blöðum og skriffærum. Kvöld eitt, skömmu fyrir sólarlag, settist rithöfundurinn við skrifborðið. Hann horfði út eftir friðsömum dalnum og lét hugann reika. Hann hugsaði um hvað hann hafði búið lengi á þessum stað og hversu margar bækur hann hafði skrifað. Kannski yrðu það ekki fleiri bækur. Skyndiíega kom einn álfur til hans. Hann settist á borðið með krosslagða fætur. Það hýrnaði yfir rithöfundinum. „Geturöu ekki sagt mér eina sögu,” spurði hann álfinn. „Ég er orðinn svo gamall og kann ekki lengur neinar sögur.” „Eg kann heldur engar sögur,” sagði álfurinn. „Þú ert búinn að skrifa um allt sem hægt er að skrifa um í þessu landi.” „Gerðu það, segðu mér bara eina sögu. Hendur mínar eru orðnar lúnar og ég get næstum ekki skrifað lengur,” andvarpaöi rithöfundurinn. Hann var þó kominn með blýant í hendur og skrifblokk sér við hlið. „Jæja þá,” sagði álfurinn. Hann sneri sér við og horfði út um gluggann. ,,Sérðu þarna úti við stöðuvatnið þar sem trjá- greinamar hanga niður í vatniö. Ég skal segja þér hvers vegna þær gera það. Fyrir mörgum árum gerðist það að tröllin stálu dóttur eins bónda hér um slóðir. Þeir settu eitt af sínum eigin bömum í staðinn án þess að nokkur yrði þess var. Daginn eftir skildu foreldramir ekki hvers vegna fallega dóttir þeirra var nú með dökka húð og tinnusvört augu. Þau vissu ekki að á meðan sátu tröllin og kættust yfir ljósu augunum, hvítu húðinni og hárinu á stolnu dótturinni. Þau dönsuöu af gleði í kringum hana. Tröllabarnið óx úr grasi og varð með tímanum ógurlegt og óstýrilátt. Það gerði allt mögulegt rangt af sér, þótti ekki vænt um neinn og engum þótti vænt um það. Einn dag hvarf tröllabarnið og sást aldrei aftur. En inni í skóginum braggaðist bónda- dóttirin og varð fallegri og þægari með hverju árinu þó svo að í kringum hana væru ógeðsleg tröll og mikill sóðaskapur. Þegar hún var sautján ára fann sveita- strákur hana. Hann hét Olafur og svaf í sömu hlöðu og ég. Hann var að reka heim beljur sem höfðu týnst þegar hann kom auga á stúlkuna. Hún var að sópa fyrir utan tröllahellinn. Það var komið rökkur og Olafi sýndist stúlkan vera sú fegursta sem hann hefði séð. Hann varð samstundis ástfanginn af henni. Hann reyndi því að nálgast hana en þá gripu tröllin stúlkuna : og drógu hana inn í hellinn. Þegar hann kom heim spurði hann mig hvort ég gæti hjálpað sér við að ná stúlkunni úr höndum tröllanna. Sömu nótt fórum við á staðinn þar sem hann hafði séð stúlkuna. Við Tröllaf jallið sáum við hvar á ein rann. Það er nefnilega svo að það renna alltaf ár í gegnum i tröllahella. Olafur kom mér fyrir í tréskó og lét mig sigla eftir ánni. Þannig komst ég inn í tröllahellinn. Þegar þangað var komið faldi ég mig í einu horni og beið eftir því að tröllin færu á næturbrölt. Aður en þau fóru læstu þau stúlkuna inni í herbergi og þar næst læstu þau útidyrunum. Nú vorum við bara tvö þarna inni í skuggalegum hellinum. Þegar ég var öruggur um að tröllin væru farin hljóp ég til stúlkunnar. „Þú ert ekki tröllastúlka. Fyrir utan bíður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.