Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 18
18 DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1984 Hvað i ósköpunum eruð þér óánægðir með, maður? Þér eruð sá eini i öllu fyrirtækinu sem er með fri i ellefu mánuði! Efmaður biður alveg fram á siðasta augnablik eru þzu næstum þvi ókeypis! Ég tróð hrisgrjónunum inn í öndina. Þá verður minni uppþvottur. 1 ' Þá getum við öll opnað jólag/afirnar okkar nema pabbi. Heimurinii samkvæmt Bov George Jólaeintakiö af kvennablaðinu Cosmopolitan vekur nokkra athygli fyrir þær sakir aö á forsíðu þess er ekki mynd af glæsilegum kven- manni. A forsíöunni aö þessu sinni blasir viö dulúðugt og vandlega mál- aö andlit poppstjörnunnar Boy George. Hann er eins og fóik þekkir, hvarfafyrirbrigöi milli karlmanns og konu, þannig aö stökkiö er ef til vill ekki svo stórt þegar allt kemur til alls. 1 viötali í blaðinu segir Boy George álit sitt á liinu ýmsu og ur hér stiklað á nokkru af því: Boy George um jólin Eg fer alltaf og heimsæki foreldra mína. Mér finnst jólin vera fyrir börn. Jólin eru fín en mér finnst það fáránlegt aö fólk þurfi aö bíöa í heilt ár til að skemmta sér. Þaö er vandamál. Fólk verður aö velja sér ákveöinn tíma ársins til aö skeinmta sér. Ef þaö skemmti sér oftar væri þaö hamingjusamara og viö hefðum þaö betra. Um útlitiö Heldurðu aö þú kæmir vel út sem karlmaður? Þú ert sannarlega stæöi- legur náungi? Þaö er nú þaö fyndna viö þaö. Þeg- ar ég klæöi mig sem karlmaður lít ég vel út. Málið er að ég get lagað mig aö öllum fjandanum. Ég get gert fivað sem er viö andlit- iö á mér. Ég get litiö út eins og maöur eöa kona. Ég get veriö allt. Um umburöarlyndi Er fólk í Bretlandi umburðarlynd- ara hvað snertir útlit þitt heldur en fúlkannars staöar? Nei, þaö er þaö ekki. Fólk er yfir- Ieitt umburöarlynt ef maöur slær í gegn. Sú saga gengur aö vegna þess aö nokkrir náungar í hljómsveit máli sig þá sé þaö þar með allt í lagi. Þaö erhrein þvæla. Það er ennþá veriö aö ofsækja fólk. Eg held aö mér hafi tekist aö gera ýmislegt mögulegt en hef ég breytt einhverju fyrir hina sem eru eins og ég? Ég var einu sinni bara venjulegur náungi sem var málaöur en nú er ég frægur. Ég er Boy George svo aö ég er ekki lengur skrípi. Þaö er allt í iagi aö vera trúður í sirkus en ekki í kjörbúð. Fólk horfir á mig núna og segir: ,,Tja. Þetta er allt í lagi. Hann er skemmtikraftur.” Ef þaö hugsaöi um hvort mér væri alvara gæti því fundist sér stafa aöeins meiri ógn af mér.” Um penmga Þú hefur farið úr núlli í að verða milljónamæringur á þremur árum. Hvernig ferðu að því? „Þaö er ekki hægt aö ganga í gegnum þaö sem ég hef gengið án þess aö breytast. Ég hef hins vegar breyst til batnaöar. Ef maöur byrjar að hugsa um þaö að maður sé stjarna þá láta vandamálin ekki á sér standa. Ég er smækkuö útgáfa af Liber- ace. Mig langar í stórt hús, sundlaug. Þaö er alltaf eitthvað sjarmerandi viö Liberace. Hann kemur inn á sviðið og sýnir nýja 25.000 dollara hringinn sinn og segir. „Finnst ykkur nýi hringurinn minn ekki lekk- er. Þið gáfuö mér hann.” Það er sjarmerandi. Um vinnuna Heldurðu að þú liættir einhvern tímann að vera vinnusjúklingur. Gætirðu einhvern timann slakað á? Sumir vilja draga sig í hlé eftir vel heppnaðan tónlistarferil og setjast aö í húsi í Marabella og slappa af. Ekki ég. Eg vil vinna áfram. Aö vera atvinnulaus er sálardrepandi. Á meðan ég er svo heppinn að hafa vinnu þá er eins gott aö ég haldi áfram. Ég þekki marga sem líta á poppstjörnuhlutverkið sem erfiöa vinnu. Þaö er mjög erfið vinna. Um blöðin Mér finnst gaman aö blöðum og mér finnst gaman aö vera í þeim. Þaö er kæruleysishliö á blööum sem er skemmtileg og þaö er einnig hættuleg hliö, eins og að prenta myndir af Elizabeth Taylorgrátandi viö gröf Richard Burton. Þaö er sjúkt. Mér finnst aö maöur eigi ekki aö gera öörum þaö sem maöur vill ekkiaöþeirgerisér. Hvernig liöi ritstjóra The Sun ef Boy George og Marilyn myndu láta gera myndaseríu frá jarösetningu einhvers ættingja hans? Blöðin geta viljandi rógboriö mann. Þaö geröi The Sun viö mig og ég tala ekki viö þá. Þaö er fyrir neð- an mína virðingu aö fara í mál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.