Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 15
DV. LAUGARDAGUR 22. DjíSEMBER 1984 15 Guðmundur Kjœrnested er þekktastur fyrir frœkilega frammistöðu sína í þorskastríðunum við Breta. En eins og meðfylgjandi kafli úr œvisögu hans ber með sér var oftar hœtta á ferðum en þá. máli hvað þá annað. Það var reglulega gaman að vera til sjós með þessum mönnum, vegna þess hve mikið maöur lærði af þeim. Nú, þetta var í fyrsta skipti sem ég var 1. stýrimaður. Hörður Þórhallsson var 2. stýrimaður, en áhöfnin alls sjö manns. Viö vorum við gæslu í Faxa- flóa. Þar var um þessar mundir mikill fjöldi rússneskra síldveiðiskipa þeirra á meðal stórt móðurskip af svonefndri Liberty gerö. Þeir voru yfirleitt við Garðsskaga og alla leið inn í Garðssjó- inn. Mest voru þetta reknetabátar. Þeir voru mjög varkárir að veiöa ekki úinan landhelgislínunnar, en voru þar oft aö vinna eitthvað við aflann, en slíkt er að sjálfsögöu ólöglegt. Slík brot er hins vegar mjög erfitt að sanna. Menn hætta bara að vinna og þá er sökin ekki lengur fyrir hendi. Það var dag einn í blíðskaparveðri aðviö sigldumframá Rússasemvará ferð og mannskapurinn við vinnu á þil- farinu. Við settum upp stöðvunarflagg, sem hann ekki sinnti og hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist. Eg sagði við Þorvald skipstjóra aö hann skyldi sigla aö Rússanum, skipin væru svo til jafnhá á sjónum, og við Hörður hlyp- um þá um borö i hann. Þetta tókst. Þorvaldur sigldi upp að Rússanum á þessum átta eða níu mílum sem hann hafði, skellti sér á miðsíðuna enda þótt þetta væri 250 tonna skip. Um leið og Blátindur skellur meö bóginn á síðuna á dallinum stukkum við um borð og skunduðum beina leið upp í brú. Blá- tindur fór strax frá skipinu, hér mátti enguskeika. Þetta kom mjög flatt upp á skips- höfnina. Karlarnir á þilfarinu voru sýnilega skelkaðir þegar þeir sáu tvo vopnaða menn koma um borð án þess þeir eiginlega yrðu þess varir og þaö sama var meö skipstjórann. Við sögð- um honum að hann væri þarna ólögleg- ur en skipstjórinn sagðist enga ensku kunna og enginn á skipinu. Þetta var bölvað basl. Við sýndum honum á korti hvað um væri aö vera, hann væri þarna fyrir innan þriggja mílna mörkin. eftirsóknarvert að vera þar úti þegar hann gerir noröaustanbyljina. Mannrán undirbúið Áriö 1951 var ég 2. stýrimaður á varðskipinu Maríu Júlíu. Á þessum tíma voru sum varðskipin notuð til fiskirannsókna, útbúin með troll og allt sem því tilheyrir. Við vorum í slíkum leiðangri suður í Meöallandsbug. Jón Otti Jónsson var fiskiskipstjóri í þetta sinn. Hann var annar tveggja fyrrum togaraskipstjóra sem stjórnuðu veið- unum. Við vorum þarna að toga þegar sást til bresks togara í landhelgi. Trolliö var híft upp í snarhasti og farið að tog- aranum sem hét Northern Spur, einn þessara svokölluðu sáputogara. Ég var sendur þarna um borð og fór beint upp í brú. Þarna var þá íslenskur skipstjóri, Þorsteinn Eyvindsson. Eg hafði heyrt hans getið en þekkti hann ekki. Hann var úr Hafnarfirði og þekkti foreldra mína. Þorsteinn tók mér vel en var hálfleiður yfir þessu. Kom með mér um borð í varðskipiö og ræddi við skipherrann, sem var Þórar- inn Björnsson. Eg fór síöan meö honum um borð í Northern Spur og viö tókum stefnuna til Vestmannaeyja. Eg vissi að Þor- steinn hafði ungur flutt til Englands og búið í Hull eöa Grimsby og var nafn- togaður fiskimaöur. í þetta sinn var hann búinn aö fiska talsvert og var vel hálfnaöur með veiöiferðina. Þegar við höfðum siglt um stund seg- ir Þorsteinn hvort við eigum ekki að koma niöur í íbúð hans. Hásetinn sem með mér var, varð eftir uppi. Viö spjölluðum um alla heima og geima og Þorsteinn spurði margs. Systir hans og móöir mín voru aldavinkonur, svo af mörgu var að taka í spjalli. Eg var með marghleypu eins og alltaf þegar við fórum í bresku togarana. Allt í einu segir Þorsteinn. Er byssan þín hlaðin? Já, hún er það, sagði ég og sýndi hon- umíbyssuna. Þorsteinn sagði: Ég var nú eiginlega kominn á fremsta hlunn með að fara meö þig til Englands. Hvað hefðir þú þá gert? Eg hefði notað byssuna. Þú hefðir aldrei fariö með mig til Englands. Já, ég trúi því nú ekki, sagði Þor- steinn, en ég er ýmsu vanur. Hann fletti upp skyrtunni sem hann var í og þá komu í ljós ljót ör á bakinu. Hann hafði lent í sprengingu i stríðinu og særst. Þorsteinn sagöi mér á leiðinni til Eyja aö ástæöan fyrir þessum undir- búningi að því að ræna mér, hefði verið sú, aö stýrimaður og bátsmaður hefðu lagt mjög hart að sér að fara ekki að fyrirmælum varðskipsmanna, heldur sigla til Bretlands. Þeir voru búnir að undirbúa flóttann, og höfðu náð upp fullum gufuþrýstingi. Þegar við Þorsteinn skipstjóri kom- um til baka úr Maríu Júlíu átti að láta til skarar skríða. Kippa Þorsteini upp í brú og annaö hvort aö kasta mér í sjó- inn eða loka mig inni. Hefði ég verið með fullt skip hefði ég sennilega gert þetta, en aflinn var ekki nógu mikill, sagði Þorsteinn. En svo heföi ég auð- vitað ekki getað komist til íslands aft- ur.bættihann viö. Ég held að vopn hafi ekki ráðið þarna úrslitum heldur þaö, að Þor- steinn var ennþá mikill Islendingur í sér. Hér við land voru líka hans fiski- miö og hann hefði að sjálfsögðu ekki getað komiö í höfn eftir mannrán. Þor- steinn var lika kominn á síðari hluta skipstjórnarferils síns hefir sennilega verið 55 ára, átt f jögur til fimm ár eftir sem togaraskipstjóri. Þetta er í eina skiptiö sem ég lenti í slíkum aðstæöum og fór ég þó oft um borö í erlenda togara, bæði sem háseti og stýrimaður. Stukkum um borð í Rússann Blátindur nefndist vélbátur sem var leigður til landhelgisgæslu hér við Suð- vesturlandiö. Blátindur var 35 lesta bátur, gekk sæmilega og á honum var 37 mm fallbyssa. Eini munurinn á varöbáti og venjulegu fiskiskipi var að varöbáturinn var með byssu í stafni og kamar sem var festur á skutinn. Þegar ég var þarna 1. stýrimaður árið 1951 var Þorvaldur Jakobsson skipherra. Hann var kallaður Gilli Jakk meðal kunningjanna. Stór og mikill karl, bráðhress og skemmtilegur og marg- fróður um allt sem laut aö sjó- mennsku, fiskimiöum og mælistöðum. Hann var ekki ósvipaður Guðna Páls- syni skipstjóra, en hann var sérfræð- ingur í öllu sem laut aö trollinu. Kenndi okkur yngri mönnunum allt mögulegt um það og auk þess ensku heitin á veið- arfærum, blótsyröi í ensku sjómanna- Góðar vetnuvönu' ^. EFTIR! Ylq sendinq Qott veri ATH. Vió í BLAZER leggjum áherslu á góö snið lítió magn og góöa þjónustu. Líttu inn vió erum á Hverfisgötu 34 meö þaö nýjasta frá Evrópu. Qallabuxun D ‘Jakkajpt □ Skurdur Buxun Hakkan oqmjd □ □ □ □ TISKUVERSUUN HVERFISGOTU 34 s. 621331

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.