Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 14
14 DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984 KAFLI ÚR BÓKINNI: I formála að bókinni um Guðmund skipherra Kjærne- sted segir Sveinn Sæmundsson, höfundur bókarinnar, meðal annars: „Hver er eiginlega þessi eommander Kjærnested? Hver er þessi maður sem berst við ofureflið og gefst aldrei upp? Þessar og þvílíkar spurningar voru daglega bornar upp við undirritaðan um það leyti sem baráttan um rétt íslendinga til 50 og síðar 200 mílna fiskveiðilög- sögu stóð sem hæst. Þeir sem spurðu voru erlendir blaðamenn, sem hingað komu til þess að fylgjast með baráttu landsmanna, varðskipanna og Guðmundar Kjærnested, sem þar stóð fremstur í flokki. Margir þess- ara manna komu reyndar til þess að fylgjast með eld- gosinu á Heimaey í janúar, febrúar og mars 1973. Þeir urðu sumir hverjir vitni að baráttu varðskipanna við ofureflið og að vissu leyti varð eldgosið og allt sem því fylgdi til þess að auka enn þá athygli sem barátta íslendinga við Breta og Þjóðverja vakti erlendis. Það voru fleiri en blaðamenn sem spurðu um Guðmund Kjærnested. Sjóliðarnir á freigátum, sem ekki gátu orða bundist yfir áræðni Guðmundar, þreki hans og staðfestu. Hann gafst aldrei upp við að verja fiskveiðilög- söguna. Þetta var þeim undrunarefni. Mér er nær að halda að Guðmundur hafi á þessum tiina verið átrúnaðargoð æði margra, sem áttu í baráttu við ofureflið, því fregnir um athafnir hans fóru víða. En hver er þá þessi maður, sem vakti virðingu og aðdáun þeirra sem studdu málstað íslendinga og ýmissa þeirra sem háðu baráttu við ofurefli? Á hinn bóginn magnstola reiði þeirra, sem níddust á lítilmagnanum. Saga Guðmundar Kjærnested er baráttusaga barns við hroðalegan, næstum banvænan sjúkdóm. Unglings við rótleysi stríðsáranna og jafnframt við þá óhamingju, sem erfitt fjöiskyldulíf er börnum slíkra heimila. Síðast en ekki síst er saga Guðmundar dæmigerð um þá baráttu, sem ungur maður háir til frægðar og frama og til æðstu metorða á sínu sviði.” Á Sæbjörgu Eg var aldrei hrifinn af smábátaút- gerö Landhelgisgæslunnar sem tíökaöist hér fyrr á árum. Eg var hins vegar á bátunum eftir því sem efni stóðu til, enda voru launin hærri þar en heföi maöur veriö kyrr á stóru skipunum. Til þess aö halda sinni röð varö maður aö fara á minni skip. Af Ægi fór ég 2. stýrimaður á Sæbjörgu, sem upphaflega var björgunarskúta, en haföi nú verið breytt. Þegar viö vorum á Sæbjörgu hér í Faxaflóanum vorum við alltaf á vakt. Þótt viö kæmum í land og ættum frí varö aö láta loftskeytastöðina vita hvar skipstjóri og 1. stýrimaður ættu heima svo hægt væri aö ná til þeirra í síma. Þegar svo kallið kom aöbátarnir ættu í erfiðleikum var hringt í mannskapinn og venjulega vorum viö komnir af staö klukkutima eftir aö hjálparbeiönin barst. Svona gekk þetta allan veturinn. Þaö voru mjög fáar inniverur sem liöu án þess aö beiðni um aöstoö bærist. Alltaf fórum viö aö sjálfsögöu af staö og aðstoöuöum bátana. Þetta var ekki borgaö sérstaklega. Allt innifaliö í ánægj unni og kaupinu. Þú spyrö um björgunarlaun? Þeim var ekki til aö dreifa í þessu tilliti. Samábyrgö Lslands tryggöi þessa báta og þá var ekki um björgunarlaun aö ræöa. Aöeins ef skipin voru tryggö hjá öörum tryggingarfélögum. Oftast uröu vélarbilanir orsökin. Samt kom fyrir aö bátarnir urðu oiíulausir. Þeir gátu siglt, þessir mótorbátar, en svo voru aörir sem voru meö stærri brú og minni seglabúnað. Þeir gátu ekki bjargaö sér á seglum. Það var af og frá. Þaö var einu sinni meðan ég var á Sæbjörgu aö viö björguðum áhöfn af breskum togara sem haföi strandað á skerjunum milli Geirfugladrangs og Eldeyjar. Viö fengum tilkynningu um aö skipinu heföi hlekkst á en staðará- kvöröun var ónákvæm. Þetta var í myrkri og þokusudda Við héldum þarna suðureftir og viti menn, þegar við komum aö skerjunum sáum viö hvar togarinn haföi sokkiö en brú og möstur stóöu upp úr og þar var megniö af áhöfninni. - Veöriö var gott en mikill sjór. Þegar viö sjósettum bátinn slóst hann í skipiö og brotnaöi. Ég var kominn í hann meö fjóra háseta. Við höföum annan bát, en hann var mjög þungur og viö heföum ekki getaö róiö honum aö togaranum vegna mikils straums sem þarna var. Allt í einu sjáum viö lífbát sem maraöi í hálfu kafi og í honum all- marga menn. Þama var hluti áhafnarinnar. Viö lögöum aö bátnum. Eg fór niöur í hann og hjálpaði mönnunum upp í Sæbjörgu. Þeir voru allir aöframkomnir af kulda. Viö hlúðum aö Bretunum eins og viö t gátum, en ég hélt sumir ætluöu aö drepast í höndunum á okkur. Þeir voru mjög illa haldnir, sérstaklega vél- stjórinn, sem skalf svo mikiö aö ég var hræddur um aö hann myndi gefa upp öndina þá og'þegar. Eg reyndi aö gefa honum kamfóru í mola en hann vildi ekki taka þann helvítis óþverra. Brennivín átti ég ekki en eitthvaö varö aögera. Einhver sagöi aö einn hásetinn ætti hálfa flösku og hún var sótt fram í. Eg deildi þessu í sjö krúsir, gaf vél- stjóranum heldur meira en hinum. Þaö var eins og viö manninn mælt. Maöurinn hætti aö skjálfa og eftir aö hlúö haföi verið aö honum gat hann sofnað. Hinir mennirnir hresstust líka, svo þetta fór vel. Eftirmálin uröu hins vegar þau aö ég ætlaði aldrei aö geta fengið flöskuna borgaöa. Hjá Landhelgis- gæslunni var enginn bókhaldslykill fyrir brennivín ofan í skipbrotsmenn og eftir aö hafa reynt það haföi ég samband við Slysavamafélag Islands og spuröi hvort þeir vildu borga flöskuna. Þar var sama svariö. Ekkert í reikningshaldinu þar sem hægt var aö koma brennivíni inn á. Mig minnir aö þaö hafi verið Henry Hálfdánarson og Guöbjartur Olafsson sem slógu saman og greiddu hásetanum flöskuna aö síöustu. IMorthern Grey Þetta var í sjálfu sér ekki inikil björgun, en samt minnisstæð. Meöan við vorum aö hressa mennina úr líf- bátnum komu fiskibátar á staöinn. Lítill bátur úr Sandgeröi var meðal þeirra og formaöur hans og áhöfn sýndu góöa sjómennsku og áræöi. Þeir sigldu upp undir flakiö, skutu línu yfir brúna, sem enn stóð upp úr, og drógu alla mennina sem eftir voru um borö. Breskir útgeröarmenn sendu öllum sem aö þessari björgun unnu heiðurs- skjal. Þetta var afhent í hófi, sem haldið var af þessu tilefni. Þó varþetta alls ekki erfitt, heldur venjuleg vinna sem maöur var heppinn aö geta kláraö. Skerin suövestur af Eldey geta veriö hættuleg og ýmsum hefir orðiö hált á að hætta sér of nærri þeim. En þarna eru fiskimið nærri og því sækja menn þarna uppundir. I góöu veöri sést heldur ekki brjóta á skerjunum. Húllið. . . ? Já, svo sannarlega er þar boöi. Menn greindi lengi á um hvort svo væri. Eg hefi einu sinni séö brjóta á honum og þaö úr flugvél. Pétur Sigurðsson forstjóri Land- helgisgæslunnar fór á mælingabátnum Tý og leitaöi aö boöanum, því hann eins og fleiri haföi heyrt menn þræta um hvar boöinn væri. Hann leitað nokkra daga og fann ekki boðann. Þaö var svo einu sinni þegar þeir létu reka aö hann kom á dýptarmælinn og aöeins þrír metrar niöuráhann. Eiríkur Kristófersson skipherra segir frá því í bók sinni Á stjórn- pallinum, þegar hann og skipshöfn hans á Þór bjargaði skipshöfn bresks togara sem strandaöi á þessum boða í Húllinu. Þetta geröist í október 1956. Varöskipiö Þór var statt í Garössjó, þegar neyðarkall barst frá breska tog- aranum Northern Grey. Tilkynnti skipstjórinn aö hann heföi strandað á biindskeri noröan við Reykjanes. Veöur var slæmt, vest-suðvestan stormur og mikill snjór. Um 20 mílur voru til strandstaöar en Þór komst þangaö í tæka tíö og Eiríki Kristófers- syni og áhöfn hans tókst aö bjarga öllum mönnunum sem þá voru komnir í gúmmíbjörgunarbáta. Þarna mátti þó ekki tæpara standa því meðan á björgun stóö sáu þeir togarann hrapa út af skerinu og sökkva í djúpiö. Þessi boöi í Húllinu er þverhníptur, sennilega goskjarni frá því í fyrndinni. Sagan af því hvernig boöinn endanlega fannst er dálítið skemmtileg. Það var í stríðinu aö gæsluflugvél frá Keflavíkurflugvelli var á eftirlitsflugi viö Reykjanes. Flugmenn sáu þá brjóta á einhverju og álitu aö þama væri kafbátur á feröinni. Hófst nú mikiö djúpsprengjukast. Ovinurinn skyldi ekki sleppa. En hvernig sem kastaö var og sprengt héldu brotin áfram og um síöir varö flugmönnunum ljóst aö hér var eitt- hvaö annaö en kafbátur. Ekki var boöinn samt merktur inn á kort þegar þetta gerðist. Þaö var ekki fyrr en löngu síöar eins og fyrr segir. Ég var tvær vetrarvertíðir á Maríu Júliu sem báöar vertíðirnar var gæsluskip viö Vestfiröi. Þaö voru Vestfiröingar, sem söfnuöu fé til aö kaupa þetta skip og því skyldu þeir njóta þjónustu þess. Þaö var skemmst frá aö segja aö gæslan viö Vestfirði var erfitt og leiði- gjarnt starf. Viö höfðum samastaö á tsafirði og komumst aldreí heim alla vertíöina. Vestfirðingar eru gott fólk og þar búa harósæknír sjómenn. Þarna eru líka verstu vetrarveðrin og því lítt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.