Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 22
22 DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984 FRÁ RAFMAGNSVEITU REYKJAVÍKUR Rafmagnsveitunni er það kappsmál, að sem fæstir verði fyrir óþægindum vegna straumleysis nú um jólin sem endranær. Til þess að tryggja öruggt rafmagn um hátíðirnar, vill Rafmagnsveitan benda notendum á eftirfarandi: 1 2 3 4 5 6 Reynið að dreifa elduninni, þ.e. jafna henni yfir daginn eins og kostur er, einkum á aðfanga- dag og gamlársdag. Forðist, ef unnt er, að nota mörg straumfrek tæki samtímis, t.d. rafmagns- ofna, hraðsuðukatla, þvottavélar og uppþvotta- vélar - einkum meðan á eldun stendur. Farið varlega með öll raftæki til að forðast bruna- og snertihættu. Illa meðfarnar lausar taugar og jólaljósasamstæður eru hættulegar. Útiljósasamstæður þurfa að vera vatnsþéttar og af gerð, sem viðurkennd er af Rafmagnseftirliti ríkisins. í flestum nýrri húsum eru sjálfvör „útsláttar- rofar“ en í eldri húsum eru vartappar ,,öryggi“. Eigið ávallt til nægar birgðir af vartöppum. Helstu stærðir eru: 10 amper Ijós 20-25 amper eldavél 35 amper aðalvör fyrir íbúð. Ef straumlaust verður, skuluð þér gera eftir- farandi ráðstafanir: - Takið straumfrek tæki úr sambandi. - Ef straumleysið tekur aðeins til hluta úr íbúð, (t.d. eldavélar eða Ijósa) getið þér sjálf skipt um vör í töflu íbúðarinnar. Ef öll íbúðin er straumlaus, getið þér einnig sjálf skipt um vör fyrir íbúðina í aðaltöflu hússins. Hafi lekastraumsrofa í töflu leyst úr er rétt að taka öll tæki úr sambandi og reyna að setja lekastraumsrofann inn aftur. Leysi rofinn enn út er nauðsynlegt að kalla til rafvirkja. Tekið er á móti tilkynningum um bilanir ísíma 686230 hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur allan sólarhringinn. Á aðfangadag og gamlársdag er einnig tekið á móti bilanatilkynningum til kl. 19 í síma 686222. •Við flytjum yður beztu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári, með þökk fyrirsamstarfið á hinu liðna. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR ____oW (Geymið auglýsinguna) A TVINNUÁSTAND SLÆMTÁ SUÐURNESJUM — skip með 9 þúsund tonna kvóta seld burtu Á þriöja hundrað manns eru nú at- vinnulausir á Suðurnesjum og hefur svo veriö um skeið. Á þetta er bent í ályktun Verkalýðs- og sjómannafé- lags Keflavíkur sem samþykkt var á fundi 18. desember þar sem skoraö er á stjórnvöld að koma í veg fyrir viðvarandi f jöldaatvinnuleysi verka- fólks á Suöumesjum. I ályktuninni er bent á að í haust hafi mörg skip og bátar veriö seldir burt af Suðurnesjum og hafi fylgt þessum skipum 9 þúsund tonna fisk- kvóti. Einnig er bent á að útflutning- ur fersks fisks eöa óunninna fiskaf- urða með gámum og siglingum fiski- skipa hafi farið hraövaxandi að und- anförnu. I ár og í fyrra voru flutt út, án þess að verkafólk snerti afurðirn- ar nema að litlu leyti, samtals 91.354 tonn. Aukningin milli áranna 1983 og 1984 er 54%. Talsverður hluti þessa útflutnings er frá Suðurnesjum. I ályktuninni segir: „Verkalýðs- félagið lýsir þungum áhyggjum sínum af þessari þróun sem hlýtur að valda viðvarandi og vaxandi at- vinnuleysi verkafólks verði ekkert að gert. Skorar félagiö á stjórnvöld að grípa nú þegar til aðgeröa sem tryggja að sjávarútvegur og fisk- vinnsla á Suðurnesjum verði rekin af fullri reisn og þrótti. Félagið telur í þessu sambandi höfuðnauðsyn að hlutdeild Suðurnesjamanna í fisk- kvóta verði ekki minnkuö frá því í fyrra og því skipulagi komið á gáma- flutninga á fiski og siglingar skipa aö fjöldaatvinnuleysi verkafólks veröi forðað.” ÓEF I sundi fyrir 43 árum „Eg sá myndir af nýju sundlauginni ykkar í Laugardalnum í sjónvarpinu fyrir skömmu. Og hvaö ég varð hissa. Mikið hafði breyst frá því ég svamlaði þarna fyrir um 44 árum,” sagði Mr. A. Denton, 65 ára, búsettur í Derby á Eng- landi. Svo mikið varð honum um að hann sendi DV mynd er hann tók í Hinn 1. janúar 1985 tekur Bolh Þór Bollason hagfræðingur við starfi aö- stoöarforstjóra Þjóðhagsstofnunar af Hallgrími Snorrasyni sem skipaður hefur veriö hagstofustjóri. Bolli verður jafnframt forstöðumaöur þjóðhags- spár og yfirlitsskýrslna Þjóðhags- stofnunar um þjóðarbúskapinn. Bolli er fæddur 24. febrúar 1947. Hann lauk B.A. prófi í hagfræði frá Manchester- háskóla árið 1971 og cand. polit. prófi frá Kaupmannahafnarháskóla árið þekkið þið kroppana gömlu sundlaugunum í Laugardal 24. júníáriö 1941. „Ég var í breska flughernum á stríösárunum og dvaldi á íslandi 1941—42. Þá bjuggum við hennennirn- ir í skálum við hliö sundlaugarinnar í Laugardal. Þá var Reykjavík ekki stórborg, sundlaugarnar voru langt 1975. Bolli starfaöi viö Þjóðhags- stofnun hluta úr ári hverju 1970—1974 en samfellt frá árslokum 1974. Þá verður Gamalíel Sveinsson viðskiptafræöingur forstöðumaöur þjóðhagsreiknmga og atvinnuvega- skýrslna Þjóðhagsstofnunar frá næstu áramótum. Gamalíel er fæddur 18. desember 1946. Hann lauk cand. oecon prófi frá Háskóla Jslands árið 1971 og stundaði framhaldsnám í gerö þjóðhagsreikninga við Institute of Social Studies í Haag í Hollandi 1973— 1974. Gamalíel hefur starfað við Þjóðhagsstofnun frá 1971. Vegna fréttar í DV nýlega um óánægju félagsmanna innan Bygging- arfélags verkamanna í Reykjavík með lágt mat stjórnar Verkamannabústaða á húseignum þeirra hafði Ríkarður Steinbergsson, framkvæmdastjóri Verkamannabústaða, samband við blaðiö og vildi að eftirfarandi kæmi utan við bæinn og ég man sérstaklega eftir strætisvagni sem haföi endastöö við laugarnar,” sagði Mr. A. Denton. , ,Því miður hef ég ekki haft tök á því að koma aftur til Islands, hvað þá að ég hafi komið í laugarnar, þetta eru svo miklarfjarlægðir.” En hverjir eru á myndinni? DV hvetur lesendur til að láta vita þekki þeir einhverja af þeim íturvöxnu kroppum sem þarna bregða á leik í gömlu sundlaugunum árið 1941. -EIR. Bústaða- vegurinn framlengdur I byrjun næsta árs er gert ráð fyrir því að boönar verði út framkvæmdir við byggingu brúar yfir Kringlumýrar- braut. Með tilkomu þessarar brúar framlengist Bústaðavegurinn yfir Kringlumýrarbrautina. Ef aö h'kum lætur byrja fram- kvæmdir á sumri komanda. Aætlað er aðþeimljúkiumnæstuáramót. APH fram: „Viö höfum ekki metið eina einustu íbúð BVR ennþá. Slíkt hefur hingað til verið gert af sérstakri matsnefnd hús- næðismálastjórnar og hefur sú nefnd metiö íbúðirnar samkvæmt lögum sem Alþingi setur.” Breytingar á toppnum hjá Þjóðhagsstofnun ATHUGASEMD

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.