Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 34
34 DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984 ¥ JÓLAMYNDIR KVIKMYNDAHÚSANNA Superman er hempuklæddur i Monsignor. NYiA BIO—MONSIGNOR OG PIRATE MOVIE SUPERMAN VERÐUR PRESTUR Fyrirgef mér, faöir, því ég hef syndgað. Ég hef myrt fýrir larid mitt. Ég hef stoliö fyrir kirkju mína. Eg hef elskaö konu og ég er prestur, segir John Flaherty, söguhetjan í Monsignor, jólamyndinni í Nýja bíói. I Monsignor fáum viö að fylgjast meö Christopher Reeve í allnýstár- legum ham. Hann er eins og áður segir kaþólskur prestur sem er kallaöur í herinn. Þegar bandamenn ná yfirráðum á Italíu gerist hann fulltrúi hersins hjá Páfagaröi. Hann notað tvíræöar aðferðir til fjár- öflunar fyrir kirkjuna, skiptir m.a. viö mafíuna. Þá á hann ástar- samband viö Klöru sem ætlar aö ger- ast nunna. Loks stingur hann af meö allt lausafé sem hann kemst yfir eftir að hafa tapaö stórfé í braski. Leikstjóri er Frank Perry. Meö aöalhlutverk fara Christopher Reeve, GenéVieve Bujold og Fernando Rey. Nýja bíó mun einnig taka til sýningar um jólin The Pirate Movie. Myndin er létt og f jörug gamanmynd frá 20th Century Fox. Meö aöalhlutverkin fara Kristy McNichol og Christopher Atkins. Leikstjóri er Ken Annakin. I myndinni gerast margs konar ævintýri, bæöi sjó- ræningjaævintýri og ástarævintýri. Mikil gleöilæti brjótast út — bæöi söngur og dans. -EH. AUSTURBÆJ ARBÍÓ - GULLSANDUR ÞJÓDAREINKENNIMÖRLANDANS DREGIN FRAM í DAGSUÓSIÐ Gullsandur kom glóðvolgur til landsins rétt fyrir jól frá London. Pálmi Gestsson og Arnar Jónsson í útreiðartúr i Gullsandi sem frumsýnd sýnd verður i Austurbæjarbiói um jólin. Níu nóttum fyrir jól, eöa um þaö bil, kom hún til landsins fullsköpuö. Hér er um aö ræöa einu íslensku kvikmyndina sem frumsýnd verður um jó'in — Gullsand. I uppliafi gekk myndin undir nafninu Saridur en orðinu gull var skeytt framan við á ■sm- síöustu stundu. Þaö er kvikmynda- frömuöurinn og leikstjórinn Agúst Guömundsson sem setið hefur í London undanfarnar vikur önnum kafinn við aö skeyta myndina saman til þess aö hún yrði sýningarhæf fyrir jól. í Gullsandi greinir frá hrepps- nefnd austur í MeöaUandi og afskipt- um hennar af hópi hermanna af VeUinum sem þar eru á ferö í óljós- um erindagjörðum. Meö helstu hlutverk fara Pálmi Gestsson, Edda Björgvinsdóttir, Jón Sigurbjörnsson og Arnar Jónsson. Auk þeirra kemur fram fjöldi þekktra og óþekktra leikara, m.a. Siguröur Sigurjónsson, Omar Ragriarsson og hljómsveitin Sóma- menn. I myndinni eru ýmis þjóöarein- kenni mörlandans dregin fram á launfyndinn hátt. Ekki er óliklegt aö margur þekki þar sjálfan sig í ein- hverri sögupersónunni. Jafnframt frumsýningunni i Austurbæjarbíói munu sýningar hefjast á Gulisandi í BíóhöUinniá Akranesi. -EH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.