Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 44
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsinqar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu efia vitneskju um frétt — hringdu þá i síma 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krénur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1984. Hvít jól „Það má búast við hvítum jólum víðast hvar þetta árið,” sagði Markús Á. Einarsson veðurstofustjóri í samtali viðDV. „Að vísu er lægð yfir landinu í dag með snjókomu og slyddu en ég hef ekki trú á því að hún eyði öllum snjónum,” sagði Markús. „Að öðru leyti gerum við ráð fyrir að aðfangadag jóla veröi norðanátt ríkjandi með talsverðu frosti um allt land. Og annan dag jóla má búast við éljaveöri norðanlands en þurru og léttskýjuöu fyrir sunnan,” sagðiMarkúsÁ. Einarsson. -KÞ. Bláfjöll opin ef veður leyfir „Við munum reyna að hafa opiö í Bláfjöllum um jólin ef veöur leyfir,” sagði Erlingur Jóhannsson íþróttafull- trúi í samtali við DV, aðspurður hvort Bláfjallasvæðiö yröi opiö næstu daga. Hann sagði að vegna slæmrar veður- spár í dag yrði lokað í Bláfjöllum en reynt yrði að hafa opið á morgun, sunnudag, ef veður leyfði. Þá yrði lok- að á aðfangadag og jóladag en opið annan dag jóla og dagana milli jóla og nýárs. Það væri þó undir því komiö aö veður yrði hagstætt. Hjá Knattspyrnufélagi Reykjavíkur, sem hefur umsjón meö Skálafelli, feng- ust þær upplýsingar að ekki yrði opið um jólin né milli jóla og nýárs, enda væru þeir ekki vanir aö opna svæðið fyrr en eftir áramót. -KÞ Veljið mann ársins DV velur aö vanda mann ársins um þessi áramót. Því er Ieitað tU les- enda og þeir beðnir að senda blaðinu ábendingar um þann mann, karl eða konu, sem skarað hefur fram úr á árinu 1984. Sendið ábendingar til rit- stjórnar DV, Síöumúla 12—14, 105 Reykjavík. Merkið umslögin „Maður ársins”. Næsta blaö DV kemur út fimmtudag- inn 27. desember. Smáauglýsingadeild blaðsins er opin i dag, laugardag, frá kl. 9 tU kl. 14. Lokað er á Þorláks- messu, aðfangadag, jóladag, og annan í jólum. Smáauglýsingadeild er opin nk. fimmtudag frá kl. 9 til kl. 22. Gleðileg jól. Miklu kostað til nýárshátíða í Reykjavík: MIÐARNIR GEFA A FJÓRDU MIUJÓN Eins og venja hefur verið til verða nýárshátíðir haidnar víða í borginni um áramótin. Lauslega áætlaömunu gestir þessara hátíöa eyöa rúmum 3,5 miUjónum kr. í miðaverð á há- tíðirnar en þær eru allar mjög veg- legar og mikið í þær lagt. Stærsta nýárshátiðin verður haldin í Broadway. Þar veröa um 600 gestir og borgar hver þeirra 2400 kr. í miða- verð. Innifalið í miðaverðinu er matur og borðvín og fjölbreytt skemmtidagskrá þar sem hátt í 150 manns koma fram. Á Hótel Sögu verða þrjár nýárshá- tíöir, tvær einkasamkomur og ein opin almenningi. Sú sem opin er al- menningi er í Súlnasal og kostar 2700 kr. miðinn. Rúmlega 300 manns kom- ast aö en í miðaverði er innifalinn „gala-dinner” með öUu og skemmti- atriði. Ánnað af einkasamkvæm- unum er í GriUinu og kostar miðinn þar 5500 kr. Þar komast að 120 manns en innifaUð í miðanum auk matar og borðvíns er gisting á hótel- inu um nóttina og hádegisverður daginn eftir. Hitt einkasamkvæmið erá vegum Freeport. I Kvosinni verður tæplega 100 manna nýárshátíð, „Kampakætin”, og kostar miðinn á hana 3100 kr. Inni- faUð er matur, borðvín og skemmti- atriði. Langódýrasta hátíðin er í Naust- inu. Þar borga 160 gestir 1500 kr. fyrir miðann. InnifaUö í honum er matur og skemmtiatriði en ekki borðvín. -FRI Stélið á flugvélinni var stórskemmt eftir óhappið á Reykjavikurflugvelli í gær eins og sjá má á þessari mynd. DV-mynd S. Þingmenn fengu launauppbót Alþingismenn fengu uppbót á laun sín fyrir um það bU viku. Nam hún 25.000 krónum á mann. Friðrik Olafsson, skrifstofustjóri Alþingis, sagöi í samtaU við DV að uppbótin væri eins konar leiðrétting á Iaunum þingmanna þar sem kjaradómur hefði enn ekki kveðiö upp úrskurð um launahækkun þeim tU handa. Hefði sá úrskurður átt að Uggja fyrir í september. Því mætti Uta á uppbótina nú sem leiöréttingu nokkra mánuöi aftur i tímann. Friörik sagði að verkfalUð hefði vafalaust átt sinn þátt í hve úrskurður kjaradóms drægist nú á langinn. Eftir verkfall og kjara- samninga hefðu svo komið tU ný við- horf sem taka þyrfti tiUit tU. Loks þyrfti kjaradómur nú að úrskuröa um laun fleiri aðUa en áður hefði verið. Allt hefði þetta stuðlað að því aötefja úrskurðinn. -JSS. Snjóplógurinnn tók stélið af vélinni „Þetta er mikiö tjón, ekki aðeins á flugvéUnni heldur og allri vinnu okkar í dag. Það var aUt fullbókaö hjá okkur og það átti að fara að nota vélina,” sagði starfsmaður hjá Flugfélagi Sverris Þóroddssonar í viðtaU við DV í gær. Ein af vélum félagsins stór- skemmdist á flugvelUnum þegar snjó- plóg var ekið á hana. Verið var að ryðja flugbrautimar og athafnasvæði á flugveUinum. Ekki er vitað um ástæðuna fyrir þvi að plógur- inn ók á véUna, en hún var í stæði. Lenti hann á stéU hennar og verður að fá alveg nýtt stél til að hún verði flug- hæf aftur. Vélin er af gerðinni Cessna 402. Er þetta níu manna vél sem notuð hefur verið við farþegaflutninga víða um land. -klp-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.