Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Qupperneq 25
DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984 25 RIKULEGUR AFRAKSTUR: Ibúðalánareikningur með Kaskó ávöxtun. Með íyrirhyggjusemi getur þú nú loksins tryggt þér langtíma bankalán til íbúðarkaupa. Þú stofnar sérstakan innlánsreikning í Verzlunarbankanum, ÍBÚÐALÁNAREIKN- ING, sem tengist rétti til lántöku. Vaxtakjörin eru þau sömu og á KASKO- reikningnum góðkunna. Þannig er tryggt að spamaðurinn ber alltaf raunvexti. AUÐVELDUR SPARNAÐUR: Misháar upphæðir á milli mánaða. Samfeildur spamaðartími Ibúðalánsins er skemmstur tvö ár en lengstur fimm ár. Fastur gjalddagi er mánaðarlega. En það getur vissulega staðið misjafnlega á hjá þér fjárhagslega og þess vegna ræður þú sjálfur þeirri upphæð sem þú leggur inn frá einum mánuði til annars. Spamaðurinn er auk þess alltaf laus. Sannarlega auðveldur og áhyggjulaus spamaður. TIMAMOT I BANKAÞJONUSTU: Allt að 10 ára lánstími og 200% lánshlutfall. Lánshlutfallið verður því hærra og endur- greiðslutíminn lengist því lengur sem sparað er. Við lánveitingu er tekið mið af spamaði með vöxtum eða verðbótum, ef þær reynast hærri. EFTIR 2 ÁRA SPARNAÐ 150% LÁN, ENDURGREIÐSLUTÍMI 3 ÁR. EFTIR 3 ÁRA SPARNAÐ 165% LÁN, ENDURGREIÐSLUTIMI 5 ÁR. EFTIR 4 ÁRA SPARNAÐ 180% LÁN, ENDURGREIÐSLUTÍMI 7 ÁR. EFTIR 5 ÁRA SPARNAÐ 200% LÁN, ENDURGREIÐSLUTÍMI 10 ÁR. íbúðalán Verzlunarbankans gerir gæfumuninn þegar íbúðarkaup em annars vegar og er því langþráð lausn fyrir fjölmarga. Ert þú einn af þeim? Komdu við í næstu afgreiðslu Verzlunar- bankans og náðu þér í upplýsingabækling um ÍBÚÐALANIÐ eða hringdu og fáðu hann sendan heim. VÆRZlUNfiRBfiNKINN -vitttuvittteðþ&il Italska fegurðardrottningin Fed- erico Moro komst meö naumindum hjá örlögum sem hljóta aö teljast verri en sjálfur dauöinn þegar Marco nokkur Bresolin sigraöi fyrir allnokkrum árum í helstu h jólreiöakeppni Italiu. Bresolin lagöi afar hart aö sér i keppninni, enda var ekki aöeins um góö verölaun aö keppa. Tilkynnt haföi veriö aö sigurvegarinn fengi koss frá hinni fögru ungfrú Moro, ríkjandi feguröardrottningu landsins. Bresolin var ákveöinn í aö hreppa þann koss. En þegar hinn örþreytti sigurvegari staulaöist upp á pallinn þar sem ung- frú Moro beið meö stút á vörum kom alvarlegt babb í bátinn. Fegurðardísin leit á hjólreiðakappann, eggjandi stúturinn hvarf af vörum hennar og hún æpti upp yfir sig. Síöan snerist hún á hæli og flúði niður af verðlauna- pallinum. ,,Ég fer ekki aö kyssa. . . ÞETTA!” emjaði hún viö furöulostna dómarana og benti á afmyndaö andlit Bresolins. „Hann er svo. . . hann er svo. . . ljótur!” Dómararnir höföu varla leitt hugann aö andliti Bresolins en þegar þeir fóru að kanna máliö hlutu þeir aö fallast á álit atvinnumanneskjunnar. Bresolin var satt aö seg ja meö ólíkindum ljótur. Til þess aö bjarga andlitinu — þeirra eigin og ungfrú Italíu; andliti Bresolins var greinilega ekki hægt aö bjarga — þá báöu þeir hinn snoppu- fríða MarcoSgaravatto, sem lent haföi í öðru sæti, um aö stíga fram og taka viö kossi feguröardrottningarinnar. Einn dómaranna sagöi viö blaða- menn: ,,Sannleikurinn er einfaldlega sá aö Bresolin er of ófríður. Þaö hefði slæm áhrif ef mynd af Italíumeistar- anum í hjólreiöum væri af svo ljótum manni.” Aö ekki sé talað um þá raun sem ung- frúin fagra þyrfti að ganga í gegnum.. . Á Italíu er sigur augsýnilega ekki þaö mikilvægasta. Golf er yfirleitt talin fullkomlega hættulaus íþrótt. En frá þessu eru þó undantekningar. Ágætt dæmi er aö finna frá Zimbabwe. Snemma á síðasta áratug var Rhodesia enn viö lýöi og hvítir menn börðust af hörku gegn land- stjórnendum og höföu meöal annars áhrif á áhugasama golfleikara ná- lægt Viktoríufossum. Aögeröir skæruliöanna höföu þaö í för meö sér aö teknar voru upp nýjar reglur sem hljóta aö hljóma heldur framandlega fyrir flest golffrík. „Endurtaka má högg ef golfleikari truflast vegna skyndilegrar skothriöar eöa sprengjuárásar.” Kannast íslenskir golfleikarar við þessa reglu? Eða: „Keppendur skulu athuga hverja holu og aögæta hvort sprengju hefur veriö komið fyrir í henni. ” Ariö 1976 stóö yfir golfkeppni á vellinum þegar skæruliöar hófu sprengju- og eldflaugaárás á hann og hótelið sem hýsti keppendur og áhorf- endur. Einn hótelgestur lét lífið en keppendur héldu ótrauöir áfram uns komið var aö 19. holu. Þá hrakti stööug eldflaugahríö þá loks burt. Keppninni var um síöir hætt en það var raunar ekki vegna árása skæruliöa. Þaö leyndist nefnilega nóg af öörum hættum á golfvellinum. Til aö mynda hélt krókódíll til í vatnsgryfju viö 12. holu, fílahjörð haföi hreiðraö um sig annars staðar og viö næstum hverja hindrun mátti eiga von á bavíönum, villisvínum og buffalóum. Þessi dýr höföu í för meö sér aö enn varö aö setja sérstakar reglur og má taka fram aö þær eru enn í gildi. Lendi kúla til aö mynda innan um dýrahjörö er keppanda heimilt aö taka hana upp (nái hann yfirleitt kúlunni!) og setja hana niður i sem svarar tvegg ja kylfu f jarlægö. Lendi kúla í innan viö einnar kylfu fjarlægö frá sofandi buffaló má til dæmis setja hana niöur annars staöar Allt að 10 ára lánstími og 200% lánshlutfall en þó skal gæta þess að hún verði í ná- kvæmlega sömu fjarlægð frá holunni ogáöur. Bavíanar og villisvín eru sérkapítuli út af fyrir sig. I reglum golfvallarins segir aö stingi bavíani af meö kúlu einhvers golfleikara fái hann þrjár mínútur til aö elta apann uppi og endurheimta kúlu sína. Takist þaö ekki fær hann refsistig, en jafnframt leyfi til aö endurtaka högg sitt. Hitti kúla á flugi hlaupandi villisvín er keppanda hins vegar ekki ieyft aö endurtaka höggiö. Nú er skæruhemaöur aö mestu af- lagöur í Zimbabwe og reglurnar um skothríö og sprengingar eru því orönar úreltar — í bili alla vega. Mesta hættan sem steöjar aö golfleikurum á þessum merkilega velli er nú frá fílum. Ein reglan hljóöar svona: ,,Ef keppandi þarf að flýja undan óöum fil, og lifir þaö af, skal honum heimilt að hefja keppni aö nýju þar sem frá var horfið.” Það fylgir sögunni aö golfvöllur þessi sé afar vinsæll. Langtímalán til íbúðakaupa Iþrótttr eru varasamar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.