Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 36
36 DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984 DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984 37 JÓLAMYNDIR KVIKMYNDAHÚSANNA Í „Nútimanum" vinnur Charlie á færibandi í verksmiðju og er stungið i tukthúsið vegna misskilnings. REGNBOGINN - NÚTÍMINN, THE COMPANY OF WOLVES, ALL OF ME OG FLASHPOINT UPPREISNAR- FORINGIÁ FÆRIBANDI — Chaplin f læktur f verkalýðsbaráttu Jólamyndirnar í Regnboganum veröa f jórar aö þessu sinni. Fyrst er aö nefna meistaraverkið Nútímann eftir Chaplin sem Hafnarbíó sýndi fyrr á árum. Charlie er verkamaöur í stórri verksmiðju. Hann vinnur á færibandi og allt er gert til aö auka afköstin. Charlie er gerður aö verka- lýösforingja vegna misskilnings og stungiö í tukthúsiö. I fangelsinu er gerö tilraun til uppreisnar fyrir til- stilli Charlie. I.oks kynnist hann Pauline og þau veröa góöir vinir. Tvö olnbogabörn þjóöfélagsins. „Brostu bara,” segir Charlie er þau leiðast tvö eftir auöum þjóöveginum í lok myndarinnar. „Aldrei að gefast upp, þetta bjargast alltsaman.” I The Company of Wolves segir frá Rosaleen sem dreymir furöulega drauma um varúlfa og sambrýnda menn. Meö aðalhlutverk fara Angela Landbury, David Warner og Sarah Patterson. Leikstjóri er Neil Jordan. Þriöja jólamyndin heitir All of Me. Þar segir frá virtum lögfræðingi sem hefur meiri áhuga á jassi en fræöunum. Aðalhlutverk leika þau Steve Martin og Lily Tomlin. Leikstjóri er Carl Reiner. Jólamynd númer fjögur er með kappanum kunna Kris Kristofersson og nefnist I brennidepli. Þar segir frá landamæravörðum sem komast á snoöir um bankarán sem framið var fyrir 30 árum. Yfirvöld í Washington eru viöriöin rániö og vilja þagga niöur í þeim sem eitthvaö vita. Framleiðandi mynd- arinnar er HBO, Home Box Office, bandarísk sjónvarpsstöö sem eingöngusýnirkvikmyndir. -EH. HÁSKÓLABÍÓ - INDIANA JONES OG MUSTERIREFSINGARINNAR FORNLEIFA- FRÆÐINGUR- INN FRÆGI í BARÁTTU VH) SÉR- TRÚARHÓP Háskólabíó sýnir um þessi jól ævintýramyndina um Indiana Jones and the temple of doom. Myndin er framhald af Ráninu á týndu örkinni. Fer Harrison Ford meö hlutverk Indiana J ones eins og fyrr. Indiana Jones, fomleifa- fræðingurinn frægi, er aö þessu sinni á ferö yfir Asíulöndum. Áriö er 1935. Brátt veröa menn þess varir aö flug- mennirnir eru horfnir úr sætum sínum. Flugvélin þýtur um loftin án þess aö neinn sitji viö stjórnvölinn. Indiana reynir að bjarga málum og taka viö stýrinu en kann lítið til verka. Vélin brotlendir í fjöllum Norður-Indlands. Indiana Jones og förunautar hans, Willie söngkona og Stutta Round, leggja af staö gang- andi til byggða. Indiana og förunautar hans koma Í The Company of Wolves dreymir Rosaleen um varúlfa og sambrýnda menn. Niki að störfum á kosningaskrifstofu Patricks. JÓLAMYNDIR KVIKMYNDAHÚSANNA Indiana Jones leiðir Stutta Round. Skrefi á eftir þeim kemur Wille söngkona. Hvaða hættur skyldu leynast hinum megin við hornið? til Pankot. Halda síöan til Pankothallar, miðstöövar sértrúar- safnaöar sem hefur gerst sekur um morö og ýmis óhæfuverk. Indiana Jones og fylgdarliö lenda í miklum háska. Brellur Spielbergs ættu aö njóta sín vel á kvikmyndatjaldinu. Indiana Jones og , musteri refsingarinnar er gerð ..ftir sögu George Lucas. Tónlistin er eftir John Williams. Leikstjóri er Steven Spiel- berg. Ekki verður annaö sagt en þarna séu samankomnir í eina sæng nýjustu snilhngar HoUywood. Þegar svo margar hagleikshendur leggjast á eitt ætti enginn aö veröa svikmn af útkomunni. Þaö er aUavega tilvaliö aö nota frídagana um jólin til aö fara sjálfur og fá úr því skorið. -EH. TÓNABÍÓ—SIX WEEKS „SNIFF, SNIFF - LÁNAÐU MÉR VASAKLÚT!” „Eg grét þegar ég las handritiö,” segir Mary Tyler Moore sem fer meö eitt aöaUilutverkiö í myndinni Sex vikur. Mary heldur áfram: „Myndin fjallar um fólk, ótta þess, gleöi og tU- finningar. Segir okkur aö sérhver ætti að reyna að njóta hverrar minútuílifinu.” Sex vikur segir frá Patrick, sem er á kafi i pólitík, og samskiptum hans við mæðgurnar Charlotte og Niki, tólf ára. Niki hittir Patrick af tilviljun og hann býöur henni meö sér í gleðskap. Móöir hennar er efnuð og rekur voldugt snyrtivörufyrirtæki. Hún er lítið hrifin af vináttu Patricks og Niki. Heldur aö hann sé aö reyna að koma sér í mjúkinn hjá þeirri stuttu til aö kría út peninga í kosningasjóöinn. Aðeins sex vikur eru til kosninga. Charlotte setur þaö skUyröi aö hún gefi í kosningasjóðinn ef Niki fái vinnu á kosningaskrif- stofunni. Patrick neitar. Charlotte segir honum aö NUti þjáist af hvít- blæöi og eigi stutt eftir ólifaö. Patrick lætur undan og nánari kynni veröa meö honum og mæögunum. Hann gerir hlé á kosningabaráttunni og eyðir jólunum í New York meö þeim mæögum. Æösti draumur Niki er aö dansa í Hnotubrjótnum og aö eignast fööur. Svo virðist sem Patrick takist aö uppfyUa óskir hennar. Meö aðalhlutverk fara Mary Tyler Moore, Dudley Moore og Katherine Healy. Leikstjóri er Tony Bill. Eins og fram kom í máli Mary Tyler Moore hér aö ofan er myndin sannkaUaöur táradalur. Ágætis fjöl- skyldumynd en fólki er ráðlagt aö taka meö vasaklúta handa öUum. -EH. Bastian les söguna endalausu uppi á háalofti i skólanum. Hann er einmana og skólafélagarnir eru leiðin- legir við hann. BÍÓHÖLLIN—THE NEVER ENDING STORY OGFIREANDICE BASTIAN LITU TOSAÐURINN í ÆVINTÝRIÐ Sagan endalausa nefnist jóla- myndin í Bíóhöllinni. Þetta er ævintýramynd fyrir alla fjöl- skylduna með fjölda tæknibrellna. Meöal þeirra sem koma fram er Flakon, drekinn fljúgandi. Það þurfti hvorki meira né minna en aðstoö nítján manna til aö hreyfa varir hans. Ævintýrið um Söguna enda- lausu snýst um eina bók. Bastian, tíu ára skólastrákur, felur sig uppi á háalofti í skólanum og byrjar aö lesa gamla bók. Þar segir frá und- arlegum heimi langt frá jöröu sem heitir Fantasía. I Fantasíu berjast tvö ólík öfl um völdin. Einnig segir frá jafnaldra Bastians sem heitir Atreyu. Þegar líður á söguna reynir Atreyu aö toga Bastian inn í ævintýriö. I Þýskalandi sló The never ending Story E.T. út á stuttum tíma. Fyrsta mánuðinn sóttu myndina um þrjár og hálf milljón áhorfenda. Tækni- brellumar í myndinni munu ekki vera síöri en í Indiana Jones þeirra Spielberg og Lucas. Leikstjóri er Wolfgang Petersen sem m.a. geröi myndina Das Boot. Þess má geta að bókin Sagan enda- lausa kom út á íslensku nú fyrir jólin. Þá dynur í eyrunum þessa dagana hiö vinsæla titillag myndarinnar, fluttaf Limahl. Bíóhöllin sýnir einnig um jólin teiknimyndina Eldur og ís. Isöld umlykur hnöttinn og fólkið flýr aö eldfjöllunum til aö halda á sér hita. Jöklarnir eru samt ekki ailir þar sem þeir eru séöir. Þeir eru bæöi vopn og heimili hins illa Nekron. -EH. pigip £ í myndinni „Eldur og ís" mætast góðu og illu öflin sem berjast um völdin í heiminum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.