Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984
7
Pétur Jónsson í miöjunni. Meö honum
er heimsfrægur tenórsöngvari,
Melchior, og eiginkona hans.
Sungið í
minningu
söngvara
Fremstu söngvarar landsins koma
fram á hátíðatónleikum í Islensku
óperunni laugardaginn 22. desember
kl. 14.30. Tilefni tónleikanna er aö um
þessar mundir eru liöin 100 ár frá
fæöingu brautryðjanda islenskra
óperusöngvara, Péturs Jónssonar.
Pétur Jónsson var fæddur í Reykja-
vík 21. desember 1884. Aö loknu
stúdentsprófi hóf hann nám í tann-
lækningum í Kaupmannahöfn árið
1906. En hugur Péturs snerist þó brátt
alveg aö tónlist og söng og áriö 1909
stenst hann inntökupróf í óperuskóla
Konunglega leikhússins í Kaupmanna-
höfn. Operuferill hans byrjaöi síöan í
Berlín áriö 1911 og var þaö upphaf 20
ára ferils sem aöaltenórsöngvari viö
fræg óperuhús í Þýskalandi, svo sem í
Kiel, Danrrstadt, Bremen og víöar.
Pétur gat sér mikla frægö sem
hetjutenór í óperum Wagners en hlut-
verkasafn hans var annars ótrúlega
fjölbreytt. Pétur Jónsson lést í Reykja-
vík 14. apríl 1956.
Á tónleikunum í Islensku óperunni á
laugardaginn heiöra eftirtaldir
söngvarar minningu þessa braut-
ryöjanda síns: Anna Júlíana Sveins-
dóttir, Elín Sigurvinsdóttir, Elísabet
Erhngsdóttir, Garöar Cortes,
Guðmundur Jónsson, Halldór
Vilhelmsson, Kristinn Hallsson,
Kristinn Sigmundsson, Magnús Jóns-
son, Olöf Kolbrún Haröardóttir, Sig-
ríöur Ella Magnúsdóttir, Siguröur
Bjömsson og Simon Vaughan. Á efnis-
skránni eru verk eftir m.a. Puccini,
Lehár, Handel, Dvorak, Árna Thor-
steinson, Atla Heimi Sveinsson, Karl
O. Runólfssono. fl.
Þessir tónleikar veröa á laugar-
daginn, þ. 22. desember, og hefjast kl.
14.30. Miöasalan er opin daglega frá kl.
14—19, einnig veröa seldir miöar viö
innganginn.
Rekstrarhall-
inn 720
milljónir
Fjárlög fyrir árið 1985 voru afgreidd
á Alþingi í fyrrinótt. Áætlaöar tekjur
ríkissjóðs á næsta ári veröa tæpir 26
milljarðar, hækka frá fyrstu áætlun
sem var um 22 milljarðar. Gjöldin
verða hærri en tekjur og áætlaöur
rekstrarhalli ríkissjóðs verður um 720
milljónir króna. Þetta er 187 milljóna
kr. meiri halli en upphaflega var gert
ráö fyrir þegar frumvarpið var lagt
fram.
Um fjörutíu þingskjöl með breyting-
artillögum voru lögö fram á milli ann-
arrar og þriöju umræðu fjárlaganna.
Tillögur stjórnarandstööunnar voru
felldarflestar.
Síðasti þingfundur fyrir jólaleyfi
þingmanna stóö til klukkan eitt í fyrri-
nótt. Þing kemur saman aftur 28. janú-
ar 1985. -ÞG
SÁÁ-blaðið
nýkomið út
SAÁ-blaöiö er nýkomið út. Blaöiö er
sent fjörutíu þúsund heimilum á land-
inu. Samtök áhugafólks um áfengis-
vandamáliö standa aö útgáfunni. Fjöl-
margar fréttir eru í blaðinu sem tengj-
ast áfengis- og fíkniefnaneyslu. Má þar
nefna sem dæmi fréttir um þaö aö hass
geti valdiö geðveiki, kókaínneytendum
fjölgi hér á landi og aö hugsanlega
gætu Islendingar tekiö viö áfengis-
sjúklingum frá Norðurlöndum til meö-
ferðar.
Okkar kjör eru
glæsileg nú fyrir jóiin
Notið tækifærið og lítið inn.
Opið í kvöld til kl. 23
HÚSGOGIM I HAUM
GÆÐAFLOKKI -
GOTTVERÐ
og á morgun er
húsgagnasýning
kl. 14—17
Ávallt eitthvaö nytt
NÝKOMIÐ ÚRVAL AF
occoco
SÓFABORÐUM,
MARGAR GERÐIR
OG STÆRÐIR.
TM-HUSGÖGN
Síðumúla 30
sími 68-68-22
Okkar jóta-
skreytingar eru odruvisi
Híasintuskreytingar
Kertaskreytingar
X Hurðaskreytingar
Veggskreytingar
Leiðisskreytingar
Allt í jólaskreytinguna
og á jóiatréð
Fullar búðir
af sérkennilegum
gjafavörum
fuíl skenuna
afjólatrjam
VIÐ MIKLATORG
Heitt á könnunni og appeisín fyrir börnin
Opnunartimar:
Opið á laugardag til kl. 23.
Sunnudag 8-22.
Á aðfangadag er opið í Hafnarstræti til kl. 14 en á Miklatorgi til kl. 16.
Annan í jólum er opið á Miklatorgi frá 10 til 18, lokað í Hafnarstræti.
Blómaúrvalið er hjá okkur
’BLOYI ÉÁVEXTIR
Hafnarstræti 3.