Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Blaðsíða 17
DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984 17 einn sem ætlar að gæta þín mun betur en tröllin.” Hún varð steinhissa og vissi ekki hvað hún ætti að segja. Hún féllst á að fara með mér að lokum. Strax þegar hún kom út sá hún Olaf og varð yfir sig ástfangin af honum á stundinni Svo hlupum við öll af stað í átt til bæja. Það var löng leið og áður en við komumst á leiðarenda höfðu tröllin komist að því að augnayndi þeirra var horfið. Tröllin náðu okkur og börðu Olaf sundur og saman og tóku síöan stúlkuna með sér heim aftur. Viku seinna gerðum við aðra tilraun. I þetta skipti hafði Olafur fengið lánaöan hest til fararinnar. Ég fór sömu leið og áður inn í hellinn. Nú höfðu ekki öll tröllin farið út þessa nótt. Tröllamamma sat heima og passaði stúlkuna. Eitt sinn þegar hún gekk frá graut sem hún var að elda hljóp ég til og setti svefnlyf út í grautinn. Skömmu seinna steinsofnaði trölla- mamma. Enn einu sinni reyndum við að flýta okkur í gegnum skóginn. Að þessu sinni gekk ferðin hraðar. En samt sem áður náðu tröllin okkur og allt fór á sömu leið og áður. Þrem vikum seinna var byr jað að snjóa. Við ákváðum að gera enn eina tilraun til að ná stúlkunni. Við fengum tvö hreindýr okkur til hjálpar. Ég varð að bíða í hellin- um hálfa nóttina því nú var það ekki bara tröllamamma sem var á vakt. Tröllapabbi var henni til hjálpar að þessu sinni. Að lokum kom ég þó svefnlyfi í grautinn hjá þeim og þau steinsofnuðu. Hreindýrin drógu okkur á sleða í gegn- um skóginn. Þau fóru leið sem bara þau þekktu. Tröllin komu á eftir okkur. Til allrar hamingju var mikill bylur sem hefti för þeirra og að þessu sinni komumst við aö stöðuvatninu. Ég vissi að þar lá lítill árabátur sem hægt væri að róa yfir vatnið. Enn var ekki kominn ís á vatnið. Olafur og stúlkan hoppuðu um borð. Með mig var það engin hætta því tröllin geta ekki gert mér mein þegar þau eru ekki i hellum sínum. Þegar báturinn var kominn langt út á vatnið komu tröllin. Tröllin urðu bálvond og bölvuðu mikið. Þau höfðu ekki mikinn tíma áður en sólin færi að koma upp. Þá breytast þau nefnilega í stein ef þau eru undir berum himni. Skyndilega reif eitt tröllanna upp stóran stein og kastaði að bátnum. Steinninn hitti ekki bátinn en féll rétt við hann. Við það hvoldi bátnum. Bæði féllu í vatnið og stúlkan dróst í djúpið og drukknaði. Olafur reyndi að kafa eftir henni í marga tíma en án árangurs. Hryggur og leiöur synti hann að vatns- bakkanum. Það var ekki hægt að hughreysta strákinn. Dag hvem gekk hann niður að vatninu og starði út yfir það. Hann leit aldrei á aðrar stúlkur. Hann hélt áfram að fara niður að vatninu alla ævi. Að lokum þegar hann var orðinn gamall og grár stóð hann við vatnið endalaust án þess að hreyfa sig. Það byrjuðu að vaxa greinar út úr höfði hans og rætur frá fótunum. Frá þeim tíma hefur hann staðið þarna. Það er hann sem er tréð með greinamar sem liggja niður í vatnið. Af og til losna greinarnar og falla í vatnið. Þær leggja af staðí leit að stúlkunni.” Alfurinn sneri sér við. Gamli rit- höfundurinn sagði ekkert. Snjóhvítt höfuð hans lá á skrifblokkinni. Hann var dáinn. Álfurinn lokaði augum gamla mannsins og las það sem stóö í blokkinni. Síöustu orðin vom. „Frá þeim tíma hefur hann staðið þama...” Hann dró að sér blokkina, tók penna gamla mannsins og lauk við að skrifa niðurlag sögunnar. APH þýtt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.