Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Page 9
DV. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER1984
53
Guðbergur Magnússon, bóndi á Þverá
í Svarfaðardal, á stórt kortasaf n.
Úr safninu eru hér sýnishorn korta sem
hafa verið notuð á íslandi allt
f rá síðustu aldamótum til
að senda jóla- og nýárskveðjur
Það er töluverður aðdragandi
að þessari söfnun. Eftir að ég kom
hingað 1970 fór ég að rekast á kort
hér og þar í húsinu. Þá hafði ég
ekkert safnað kortum en ýmsu
öðru eins og frímerkjum og mynt.
Eg safnaði þessum kortum saman
á einn stað og þau voru búin að
vera þannig í tvö til þrjú ár áður
en ég mannaöi mig upp til aö fara
milli manna og betla kort. Ei'gin-
leg söfnun byrjaði því ekki fyrr en
1974.
A fyrsta staðnum fékk ég strax
góðar viðtökur og fór þaðan með
150 kort. Upp frá því fór ég á hvern
bæinn af öörum og fékk alls staðar
svona góðar móttökur. Frá einum
bæ kom ég mest meö 450 kort. Það
má heita að ég sé búinn að fara á
alla bæi í sveitinni og svo náttúr-
lega hef ég líka leitað hjá öllu
venslafólki mínu, ættingjum og
vinum um allt land.
Eg hef verið að leita aö alls kon-
ar kortum. Það er sama hvort það
eru jólakort, afmæliskort
fenningarkort, sumarkort, póst-
kort, boðskort eða minningarkort.
Bókstaflega allt sem hægt er að
kalla kort. Eina skilyrðið er að
þauhafiverið notuðá tslandi.
Um fjölda jólakortanna hef ég
ekki nokkra hugmynd en ætli í
safninu séu ekki alls 15 eöa 16 þús-
und kort. Það kom fljótlega að því,
þegar safnið fór að stækka, að
lionsmenn á Dalvik komu aö máli
við mig og fleiri safnara hér að við
sýndum á Vorkomunni sem er
nokkurs konar listahátíð. Þar
sýndi ég kortin og upp úr þessari
fyrstu sýningu fóru að berast
sendingar til mín. Margt af því hef
ég ekki huginynd um frá hverjum
var. Eg vil líka geta þess að ég
eignaðist safn Guömundar
Magnússonar á Siglufirði. Hann
hafði safnað kortum í 52 ár.
Frímerkjum safna ég enn og
mynt þó kortin séu aðalsöfnunin.
En þar fyrir utan safna ég líka
gömlum hlutabréfum, einnig víxl-
um og ávísunum. Eg reyni að ná í
allar gerðir frá öllum bönkum og
sparisjóðum, nýjar og gainlar.
Banka- og sparisjóðsbókum safna
ég og ýmsu gömlu prenti í miða-
fonni. Þetta er orðið mjög pláss-
frekt, ég þarf orðið heilt herbergi
undir safnið. Það er út um allt hús
en í vor kem ég því vonandi saman
í eitt herbergi. Það fer líka mikill
tími í þetta í sambandi við flokkun
og skráningu. Eg er til dæmis bú-
inn að skrá hveit einasta póstkort
og skrifa lýsingu á því.
Eg veit ekki hvoit hægt er að
draga út einhver jólakort sem mér
finnast merkari en önnur. Ætli það
væri þá ekki helst sería koita sem
er allt frá 1910. A þeim er mynd
vinstra megin og vísa hægra meg-
in. Þau kort voru notuð allt til
1940.
Jólakort sem nú eru notuð finnst
mér ójólaleg miðað við gömlu
kortin. Það var miklu meira lagt í
gömlu kortin. Þau flytja ein-
hverra hluta vegna meiri jólaboð-
skap, til dæmis þessi kort þar sem
versið er framan á. Þau koma auk
jólakveðjunnar.
Það vill nú svo til að ég sendi
sjálfur lítið af jólakortum. Þess
vegna kemur lítið til þess að ég
velti útliti koita, sem við fáum, og
gerð fyrír mér. Hins vegar geri ég
meira en lesa jólakort. Eg grand-
skoða þau, hver sé útgefandi og
hvert myndefnið sé. Það eru nefni-
lega ekki bara gömlu einföldu
kortin sem ég safna heldur líka
þessi tvöföldu.
Það er almenn regla hjá mér að
enginn fær að lesa aftan á kortin í
safninu. Þar er oft einkamál sem
fólk kærir sig ekki um að sé veriö
að lesa. Allar þær upplýsingar
sem ég gef um koitið er á litlum
kortum sem ég lét prenta. Þar er
skráð tegund korts, viðtakandi,
sendandi, dagsetning ef einhver
er, hjá hverjum kortið er fengið og
livaða ár. Kortin sjálf eru númer-
uö og raðað í möppur. Upplýsinga-
kortunum er raðað á sama hátt í
aðra möppu. Það þarf því að
skoða möppurnar tvær sainan til
að fá allar upplýsingar um kortin.
Maður hefur víða rekist á að það
er búið að henda gömlum kortum.
Fyrir alla muni, gerið það ekki
heldur látiö safnara njóta þeirra.
Þaö veröur að líta á þessi söfn sem
menningarverðmæti.
Textiogmyndir.
JónBaldvin
Halldórsson
óska þér gæfu á ófarnri
hraut.
þísi umvvþt hanúttoju-sóíin.
/ framiíð oú nútíð þvr jalti
í skatít
friður, svm iimtviða jólin.
/ S. U.
Þetta er dæmi um kort þar sem vinstra megin er mynd og hægra megin vísuerindi. Þessi kort voru mikið notuð á
árunum 1910 til 1940.
í MuÁ M t
Á stríðsárunum sendu breskir og bandarískirhermenn að sjálfsögðu jólakort til vina og ættingja, bæði hér á landi
og erlendis. Ekki er vitað hver gaf kortin út, hvar þau voru gerð né hver teiknaði þau. Isbirnir og hreindýr eiga að
minna á íslenskar aðstæður svo ekki virðist teiknarinn hafa vitað mjög mikið um Island.
Fyrstu jólakortin sem notuð voru á
islandi voru án áletrunar. Eins kort
voru þá notuð til að senda alls konar
boð og kveðjur, þar á meðal jóla-
kveðjur. Þetta kort er frá því um
aldamót.