Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1984, Síða 16
EFTIR FRIÐRIK INDRIÐASON
Eldglæringar leggur undan 200 hest-
afla vélsleöanum þar sem hann þýtur
meö brauki og bramli yfir hjarniö á
túndrunni. I ökusætinu situr Jóla-
sveinninn, klæddur rauöum búningi
með hvítu kögri, dúskhúfu og spegla-
sólgleraugum.
Jólasveinninn teygir aöra höndina
aftur í bakpoka sinn og tekur jólahefti
Playboy úr honum. Hann blaöar í því
meö annarri hendinni. Það rymur í
honum er hann virðir fyrir sér hina
búttuöu ungfrú desember. Svo grýtir
hann blaöinu út á gaddfreðna
túndruna. Lítur upp og hlær. Fölleitt
tungliö speglast í sólgleraugunum.
Jólasveinninn er á hraðferð meö
jólagjöfina til hamingjusömustu
þjóöar í heimi. Hamingjusömustu
þjóöar í heimi sem á í tímabundnum
erfiöleikum.
Gjöfin hafði valdið miklu fjaörafoki,
hugarangri og svitastorknum and-
vökunóttum í Jóiasveinalandi. Hvaö í
helvíti er hægt aö gefa hamingjusöm-
ustuþjóðíheimi?
Efnt var tii skyndifundar. Hurða-
skellir kom meö fyrstu hugdettuna.
Sagöi hana táknræna: „Gefum þeim
myndband af uppstoppuðum puddle-
hundi meö bjórlíki flæðandi úr
eyrunum.” Huröaskellir var púaöur
niður og fékk þar að auki áminningu
fyrir aö vera drukkinn eftir upphaf
aðventu.
Pottasleikir lagöi tii að gefa þjóðinni
upphitaöar baðstrendur meö
innbyggðum sóllömpum.
„En að gefa henni heilanuddtæki,
gerð 11?” spurði Tjaldbakur.
Tjaldbakur?
„Já, hann byrjaöi í fyrra. Alveg
vonlaus. Af því, minn kæri, aö hún
trúir aðgerð 1 virkl Algjöróþarfi.”
Loks kom fram málamiðlunar-
tillaga um aö grípa til neyðaráætlunar
B.
„Já, þamaeróska-bragðið.”
Akveðiö var að gefa
hamingjusömustu þjóö í heimi eina
ósk. Hvað sem væri. Jólasveinninn var
sendur af staö og sagt aö segja fyrsta
Islendingi sem hann hitti aö hann
mætti óska sér eins hlutar fyrir þjóö
sína.
Vindurinn á túndrunni vex. Verður
aö stormi. Þaö hvín í gráskítugu
skeggi Jólasveinsins. Vélsleöinn klýfur
skafrenningstaumana sem leggur um
túndruna.
Ljós borgarinnar byrja aö glampa í
fjarska. Ljós stærstu borgar
hamingjusömustu þjóöar í heimi. Þaö
glamþar á borgarljósin í speglasól-
gleraugunum.
Jólasveinninn ákveöur aö þeysa á
fullu inn í borgina og stöðvast þar sem
hann stöövast. Vélsleðinn æöir inn á
milli húsanna. Kemur aö stórri upp-
iýstri byggingu. Hótel eitthvaö stendur
á henni.
Stór, ljótur vélsleöi göslar inn um
anddyriö á Hótel Loftleiöum. Dyra-
karmar og glerbrot spýtast í allar
áttir.
Móttökustúlkurnar taka andköf.
Gestir í anddyrinu æpa. Rauöklædda
vp' n klofar af sleðanum og vippar sér
aö .iæsta manni. Segir hátíöiegri
röddu: „Þú mátt óska þér einnar
óskar fyrir þjóö þína og hún mun veröa
uppfyllt.”
,jVh, dra til helvete," segir Lund
Svendström, verulega pirraöur. Hann
er einn af meöiimum sænska hópsins
sem bíður afgreiöslu í anddyrinu.
Svendström er í léttri helgarreisu
svona rétt fyrir jólastressiö heima.
Alit hefur gengiö á afturfótunum.
Ef ég kem einhvern tímann
krumlunum um hálsinn á Malmquist
vini mínum. . . hugsar hann. Að segja
að fjöriö sé í Reykjavík. Þaö má vel
vera. Hann gleymdi aö geta þess aö
nær sólarhring tæki aö komast f rá f lug-
stööinni á hótelið, auk annars. Og það í
mannskaðaveðri.
Svendström blótar vini sínum í sand
og ösku þar sem hann stendur í and-
dyrinu á Stenmark skíðabuxunum með
Björn Borg hárbandiö aöeins of mikiö
haliandi til hægri. Krumpaöur í útliti.
Og þaö fyrsta sem maöur upplifir í
anddyri hótelsins er einhver
brjálæðingur sem ekur á vélsleða
sínum í gegnum útihuröirnar. Mildi aö
einhver drapst ekki. Ætli hann sé einn
af þeim innfæddu sem Malmquist
sagöi aö maöur ætti að varast.
Eg meina það. Fá smetti meö grá-
skítugu skeggi og speglasólgleraugum
framan í sig bablandi eitthvað á máli
innfæddra. Og engin vínlykt. Skrýtið.
Hvert fór þessi náungi annars?
Eldglæringar umlykja 200 hestafla
vélsleöann þar sem hann þýtur meö
brauki og bramli í átt til. ..
Endlr.