Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1985, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1985, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ — VISIR álst, óháð dagblað 33. TBL. - 75. og 11. ÁRG. - FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1985. Ríkissjóður seigur í spariskírteinastríðinu: Hefur aðeins misst út 108 af 754 milljonum Ríkissjóður hefur seiglast í stríöinu um spariskírteinaféð sem hann á á hættu að míssa út í ár. Það sem af er hafa fjórir flokkar losnaö. Samtals að upphæð 754 milljónir meö öllu. Búið er aö leysa út 300 milljónir. En 192 af þeim hafa farið í ný spari- skírteini. Ríkissjóður hefur aðeins misstl08. Þetta er gróf staða mála eftir fyrsta mánuð ársins. Einkum hafa verið leyst út skírteini í þrem flokkum. 2. flokkur 1976 með 3,7% vöxtum, 1. og 2. flokkur 1975 með 4,3% vöxtum. Eftirstöðvar þeirra voru um áramót 490 milljónir. 1. flokkur 1972 var að eftirstöðvum 264 milljónir og er nær óhreyfður enda meö9% vöxtum. Af þeirri 192 milljóna króna sölu nýrra spariskírteina sem náðst hefur er mest sala á A-flokki, venjulegu skírteinanna með 7% vöxtum, 150 milljónir. Aðeins 2 milljónir hafa selst af B-flokki, 25 af C-flokki og 15 milljónir af D-flokki sem eru gengis- tryggðu skírteinin. Þótt ríkissjóður hafi ekki misst út nema þessar 108 milljónir hingað til er það raunar meira en ráð var fyrir gert í fjárlögum. Alls losna spari- skírteini fyrir 3,8 milljarða með öllu á árinu. Með öUu er átt viö höfuðstól, veröbætur og vexti. I fjárlögum og lánsfjáráætlun er reiknað með að ríkissjóður fari sléttur út úr spari- skírteinaviöskiptum á árinu. -HERB. Lenti undir vörubfl og lést samstundis Banaslys varð rétt fyrir hádegi í gær á byggingarsvæði SIS við Krók- háls norðan Árbæjarhverfis. Slysiö vildi til þegar ýtustjóri var að stjórna vörubíl til losunar. Tveir vörubílar voru þarna sinn hvorum megin við ýtuna. Brá ýtu- stjórinn sér út tU að gefa öðrum vörubílnum merki um að losa, I sama mund bakkaði hinn vöru- bíllinn. Maðurinn var með heyrnarskjól og heyrði ekki viðvörunarorð félaga sinna. Lenti hann undir aftur- hjólunum og inn undir vörubílinn. Maðurinn lést samstundis. Hann var 29 ára gamall. Ekki er hægt að greina frá nafni hans að svo stöddu. -EH Þolinmæði sjómanna á þrotum: Boða þeir verkfall í dag? Samninganefndir Sjómannasam- bandsins og Farmannasambandsins koma saman til fundar síðdegis í dag. Veröur tekin þar ákvörðun um hvað gera skuli eftir árangurslausa samningafundi frá áramótum. Benda allar líkur til þess að verkfall verði boðað í dag. Þolinmæði sjómanna úti um allt land mun nú á þrotum en eins og DV sagði frá fyrir skömmu hefur samn- inganefnd Sjómannasambandsins heimild til að boða verkfall sjómanna til 18. febrúar. Undirmenn á farskipum voru á fundi með viösemjendum sínum til klukkan 5 í morgun. Ekkert þok- aöist í samkomulagsátt. Nýr fundur hefur veriö boöaður á morgun. -KÞ Efnahagsaðgerðirnar: „Nokkrar yfirlýs- ingar” Fimm manna ráðherranefnd gekk frá „nokkrum yfirlýsingum” um minni háttar tilfæringar í efnahags- málum á fundi síðdegis í gær. Jafn- framt um meiriháttar breytingar á opinbera sjóöakerfinu, fyrirhugað þróunarfélag og væntanlega byggða- stofnun. Sameina á sjóðina í þrjá, einn fyrir hvem höfuðframleiðsluatvinnuveg. Framkvæmdastofnun verður lögð niður eða henni breytt í þróunarfélag ríkisins, sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga. Aðalverkefnið verður efling og nýsköpun í atvinnulífinu. Byggðastofnun á að taka á raun- verulegum byggðavandamálum í stað þess að byggðasjóður hefur notast sem eins konar viðbótarlána- sjóður til alls konar viðfangsefna. Þessar kerfisbreytingar eru í sam- ræmi við tilkynningar síðan í haust. HERB Mennirnir utan á Seðlabankabyggingunni könnuðu i gær hvers vegna vatn læki inn. Óttast var að húsið væri gallað. Mönnum létti þegar skýr- ingin var fengin. Eftir átti að setja þéttingu á milli gabbró-steinanna frá Hornafirði. Þéttingin kernur i vor. DV-mynd GVA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.