Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1985, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1985, Blaðsíða 16
16 DV. FÖSTUDAGUR 8. FEBRUAR1985. Spurningin Ert þú fylgjandi sölu bjórs á Is- landi? Ásta Ólafsdóttir húsmóðir: Nei, ég er alfarið á móti því. Það myndi aðeins auka almennan drykkjuskap hér á landi. Sóirún Albertsdóttir húsmóðir: Nei, ég er ekki fylgjandi því. Eg er á móti víni hvort sem það er bjór eða eitthvað ann- að. Sighvatur Birgir Emilsson prestur: Nei, ég held að bjórinn myndi auka drykkjuna hér á landi. Hún er of mikil nú þegar eins og málum er háttað í dag. Fanney Jónsdóttir verkakona: Mér finnst allt í lagi aö selja hann hér þó að ég myndi ekki drekka hann. Þaö er allt í lagi að leyfa þeim að drekka bjór sem þaðvilja. Guðrún Brynja Guðjónsdóttir, hús- móðir í sveit: Nei, ég er hrædd um að bjórinn myndi auka drykkju þeirra sem eru veikir á svellinu fyrir. Davíð Höjgaard lagermaður: Já, ég er fylgjandi því að fá bjórinn. Það myndi verða okkur til góðs að framleiða hann hér. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur ti uuw Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. örin sýnir leiðina sem umræddur ökumaður fór. t * W***l l *< R * ú I 1 *' H * mI « : Slóðaskapur lögreglunnar Ökumaöur skrifar: Mikið hefur verið rætt og ritað um umferðarmál að undanfömu. Hefur í því sambandi gjarnan verið rætt um aðgerðaleysi lögreglunnar á ýmsum sviðum umferðarmála. Eftir aðhafa oröið vitni að atburði sem ég mun nú lýsa þá get ég fyllilega tekið undir með þeim mönnum sem væna lög- regluna um slóðaskap. Ég var staddur á Miklubrautinni á gatnamótunum við Kringlumýrar- braut og beið eftir að komast yfir. Komið var gult ljós á vitann sem beinir bílunum inná Kringlumýrar- brautina í átt til Kópavogs. Kemur þá stór jeppi aðvífandi og hyggst komast yfir. En þegar bíilinn fyrir framan hann stöðvast gerir bíl- stjórinn sér lítið fyrir, fer öfugu megin við umferðarvitann og sleppur meö naumindum undan bílunum sem lögðu af stað á grænu ljósi á Kringlumýrarbrautinni. Á þetta horföu tveir lögreglumenn sem sátu í bíi við hliðina á mínum. Þeir gerðu ekki minnstu tilraun til að veita þessum ökufanti eftirför, hvað þá að þeir teygðu sig í talstöðina til að gera kollegum sínum viðvart um atburðinn. Hvers konar löggæsla er þetta nú eiginlega? Þarna kemst maður upp með að þverbrjóta allar umferðar- reglur og hann varð næstum valdur að stórslysi með hættulegum akstri sínum. Ef svona menn eru ekki teknir í karphúsið þegar sést til þeirra, hvenær er það þá gert? Það þýðir lítið að vera að reka áróður fyrir bættri umferðarmenningu þeg- ar lögreglan nennir ekki, af eintómri leti og slóöaskap, að fylgjast sóma- samlega með umferöinni. Og viö þennan glæfraökumann vil ég aðeins segja aö það er ekki bara þitt líf sem þú leggur aö veöi með hættuakstri. Líf annarra sem í um- ferðinni eru er lika í stórhættu. Haföuþaöhugfast. Yfirheyrsla vegna bankaláns Einar hringdi: Eg lenti inná einni af peninga- stofnununum um daginn og hugðist fá lán. Þar var ég yfirheyrður af banka- stjóranum og látinn gera nákvæma grein fyrir því í hvað ég ætlaði að nota peningana. Mér fannst þetta mikil ósvífni. Ég var meö mjög sterka á- byrgðarmenn þannig aö það hefði í sjálfu sér átt að vera næg trygging fyrirláni. Ég hef ekki lent í þessu áður þegar ég hef þurft aö taka lán og verð að segja það eins og er að mér finnst það skammarlegt að þurfa að gera ná- kvæma grein fyrir í hvað ég hyggst nota það fé sem ég fæ aö láni. Ég var með það sterka bakhjarla. „Látum varnar- liðið borga” 6018-2167 hringdi: Ég vil láta fara fram skoðanakönnun um hvort taka eigi gjald af vamar- liðinu fyrir aö fá aö vera hér. Einnig hvort fella ætti niður öll fríðindi sem þeir hafa eins og t.d. tollafríðindi og taka gjald af ratstjárstöðum. Jón Sigurösson forseti hikaði ekki við að krefjast gjalds af Dönum á sínum tíma. Það þarf að ræða þessi mál af al- vöru, sérstaklega meö tiliiti til ratsjár- stöðvanna sem á að fara að setja upp. Mín tillaga er sú að gjaldið sem varn- arliðið borgi fyrir að vera hér verði 200 milljarðar. Öllum er fagurt og látlaust bros til uppörvunar. HRINGIÐ ÍSÍMA 68-6641 kl. 13 til 15 Of sjaldgæft bros Gunnar Halldórsson skrifar: Hvaða hnöppum þurfa landar okkar að hneppa til að öðlast sanna gleði og fagurt látlaust bros? öllum yrði slíkt til uppörvunar. Frjáls léttleiki myndi umlykja umhverfið og fljótlega smita út frá sér. Hvers vegna ekki að uppgötva fjölda eiginleika er liggja í móki sálarlífsins? Málefni yrðu auð- leysanlegri, öllum til léttis, og minni þreytaaðkvöldi. Ihugum með varfærni hversu auðveldar viö getum leyst hin marg- víslegu málefni þegar gleöin íklæðir andlitin. Útvarpstæki í ársviðgerð Gyða Jóhannsdóttir hringdi: Mig langar hér aö vekja athygli á einstaklega lélegri þjónustu fyrir- tækisins Hljómbæjar. Þannig er mál með vexti að dóttir mín setti í viðgerð hjá þeim í fyrra Optonica útvarpstæki, nánar tiltekið 23. mars ’84. Síðan hefur verið hringt svo til vikulega á verkstæðiö og þar hefur alltaf verið gefið samá svariö: „Þetta verður tilbúiö í næstu viku.” En nú er tækið, eins og áöur segir, búið að vera í við- gerðinni í næstum ár og mér og dóttur minni finnst vera nóg komiö af slíkum loforöum. Það væri gaman aö vita hvers konar skýringar ráðamenn fyrir- tækisins geta gefið á svona þjónustu við viðskipta vini sína. Birgir Hermaunsson, fram- kvæmdastjóri Hljómbæjar: „Það má segja aö viðgerðarsaga þessa umrædda útvarpstækis sé einstök. Þegar komið var með tækiö í viðgerð áttum við ekki hlutinn sem skipta þurfti um og pöntuðum hann því að utan. Þegar hann loks barst kom í ljós aö skipta þurfti um annað stykki sem ekki var heldur tii á landinu. Þegar þaö svo loks kom var þar um rangan hlut aö ræða og því þurfti enn að pantaaðutan. Eins og sjá má af ofantöldu hafa þessar pantanir tekiö sinn tíma. Við pöntuðum hjá umboösaðila í Hamborg og var afgreiðslu- fresturinn hjá þeim langur. Viö erum mjög leiðir yfir þessum töfum sem oröið hafa á viðgerðinni á tækinu og vonumst til að geta gert við tækið eins fljótt og kostur er.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.