Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1985, Blaðsíða 30
42
DV. FÖSTUDAGUR 8. FEBRUAR1985.
STRANGLERS - AURAL SCULPTURE:
EYRNAKONFEKT
Hljómsveitin The Stranglers hefur
löngum veriö svarti sauöurinn í rokk-
fjölskyldunni, ekki aöeins í framkomu
heldur einnig í útliti. TextarStranglers
hafa einnegin veriö brenndir marki
svartsýni og drungalegir eru þeir
blessaöir enn þann dag í dag þó fátt
annað á nýju plötunni þeirra minni á
forna tíö. Raunar er vart hægt aö
hugsa sér hljómsveit sem komin er
jafnlangt frá uppruna sínum, Rattus
Norvegieus (1977) og Kyrkjaramir.
Síðustu árin hafa þeir verið aö mild-
ast og mýkjast upp og hafa ger-
samlega sagt skiliö viö allt sem minnir
á nýbylgju og pönk. Þó eru leyndir
þræöir í tónlist Stranglers sem einlægt
blasa viö hlustandanum hver svo sem
umgjörðin er, eitthvert sérkenni sem
fylgir þeim eins og skugginn hvort sem
mönnum líkar betur eöa verr. Hér er
slegiö á blúsaöa og djassaöa strengi
eins og reyndar á tveimur síðustu
plötum, La Follie (1982) og Feline
(1983) og ekkert áhorfsmál að með
Aural Sculpture hefur Stranglers sam-
iö áheyrilegustu plötu sína til þessa.
Endurtekningar setja sterkan svip
á plötuna og viö fyrstu hlustun finnst
manni keyra um þverbak í þeim efn-
um. Við nánari kynni reynist þetta stíl-
bragö hins vegar einkaf hrífandi og
nefni ég sérstaklega í þessu sambandi
lagiö Let Me Down Easy. Annars er
hér margt laga í ljúfari kantinum og
meira aö segja stafar frá þessari
tónlist dulitlum hlýleika. Þar vegur aö
vísu í bland aö textarnir eru ekki eins
. geöveikislegir og áöur.
Ytra eyrað og form þess, Aural
Sculpture, er tákn og heiti plötunnar og
myndhöggvari hefur veriö fenginn til
þess aö móta eyra í stein eins og sjá
má á forsíðumynd plötunnar. Við
hliöina á risaeyranu standa
Kyrkjaramir teinréttii-, svartir frá
hvirfli til ilja og bjóöa aö þessu sinni
upp á eyrnakonfekt sem flestir rokk-
unnendur ættu aö gæða sér á.
Bestu lög: Mad Hatter, Souls, Skin
DeepogSpain. -Gsal.
VETRARFERÐIR
innanlands
og utan
kemur út
laugardaginn
16. febrúar
AUGLYSENDUR!
Þeir sem hafa áhuga á að auglýsa vörur sínar og þjónustu í þessu
aukablaði vinsamlegast hafi samband við auglýsingadeild DV, Síðu-
múla 33, sími 27022, virka daga kl. 9—17, sem fyrst, eða í síðasta lagi
mánudaginn 11. febrúar.
auglýsingadeild,
Síðumúla 33,
sími 27022.
BRONSKIBEAT-THE
AGE OF CONSENT:
Drottn-
ingar-
bragð
Siuna óar víst viö því hversu hómum
á framabraut rokksins vegnar vel og
hafa jafnvel á oröi aö þaö sé nánast
oröiö inntökuskilyrði í breska rokkiö
aö vera kynhverfur. Svo sæmt er þaö
aö sönnu ekki en fjöldi þeirra er meö
ólíkindum og sífellt fleiri sem játa
opinberlega aö girnast meöbræöur
sína... efsvomáaöoröikomast.
Bronski Beat teflir djarft og þaö má
líta á lokastööuna þannig aö hljóm-
sveitin standi aö lokum uppi meö þrjár
sigri hrósandi drottningar. Djarft er
einmitt rétta oröiö yfir Bronski Beat,
þetta er hljómsveit sem þorir og lítur á
sig og tónlist sína sem áróöurstæki
fyrirmálstaðhómanna. I raun og sann
er þessi fyrsta breiðskífa Bronski einn
samfelldur ástaróöur frá karlmanni til
karlmanns: And the sweetest thing of
all/is men loving men loving men/is
men loving men loving men loving
men einsogsegiríeinulaganna.
Bronski Beat sló sér upp í sumar
sem leið meö aldeilis frábæru lagi,
Smalltown Boy, sem var ööruvísi en
allt annaö í breska rokkinu á þeim
tíma. Þetta lag var að mínum dómi
eitthvert besta lag síðasta árs þó ég
hefði mínar efasemdir um ágæti
hljómsveitarinnar og héldi aö heil
breiðskífa væri fulhnikiö af því góöa.
Sérkennilega hástemmd og skræk rödd
Jimi Somerville er í senn aðalsmerki
þeirra og veikleiki, en hafandi hlustaö
grannt á þessa plötu verður aö segjast
eins og er aö Bronski Beat er einhver
athyglisverðasta hljómsveit sem kom-
iö hefur fram um langt skeiö.
Tónlistin er vel danshæf og laglínur
margar snotrar og grípandi, dulítiö
N^aplötur
djasskennd, textanir á hinn bóginn úr
þeirri áttinni sem aö framan er lýst,
beittir vel og stílfærðar lýsingar á
vandamálum kynhverfra í þjóöfélagi
þröngsýni og fordóma. Best tekst þeim
upp í sögunni um strákinn sem flýr
þorpið sitt (Smalltown Boy) og einnig
er býsna áhrifamikil saga sögö í laginu
Why. Þar er söguhetjan komin til stór-
borgarinnar og heldur að álagið og
andúöin sé fyrir bí. Þaö reynist ekki á
rökum reist og enn veröur hann að
berjast fyrir ástinni, berjast- fyrir
breyttum lögum og reyna aö snúa al-1
menningsálitinuhómumíhag. ]
A innra plötuhulstri er greint frá því ]
hvenær þjóðir heims leyfa samböndjj
kynhverfra, í Danmörku og'
Frakklandi er aldurstakmarkiö lægst,
fimmtán ára, Islandi átján ára, og
hæst í Bretlandi, Skotlandi, Wales og
fleiri löndum, tuttugu og eins árs. I
nokkrum löndum eru samt sambönd
samkynja fólks enn ólögleg.
Bronski Beat er áhugaverð hljóm-
sveit frá fleiri en einu sjónarhomi.
-Gsal.
POPP-
smælki
Sælnú! Búast má viö gömlu
jálkunum inn á vinsældalist-
ana hvað úr hverju, David
Bowie hefur þegar gefið út á
smáskífu lagið This Is Not
America og Mick Jagger gaf
í vikunni út smáskífu með
laginu Just Another Night.
Lagið er af væntanlegri
breiðskífu Jaggers sem
margir bíða spenntir eftir og
hleypt verður af stokkunum í
næsta mánuði . . . Frankie
Goes to Hollywood fer senn á
kreik og hefur endurunniö
titillag breiðskífunnar sinn-
ar, Welcome to the Pleasure-
dome, með það fyrir augum
að skjóta því beinustu leiö á
topp breska listans . . Hermt
er annars að Frankie muni
senn eignast skæöan keppi-
naut, hljómsveitina Art of
Noise. Sú hljómsveít er iíka í
þráðbeinu sambandi við
Trevor Horn sem drottnar
yfir tækjum og tólum . . .
Meðan ég man: Julian
Lennon er kominn í giftingar-
hugleiðingar. Hann ætlar að
leíða æskuástina sína upp að
altarinu innan skamms,
Debbie Boyland ... Og
önnur saga úr Bitlabæ: Paul
McCartney hefur verið boð-
ið að taka þátt í hinum eina
og sanna sjónvarpsþætti,
Dallas. Hann átti að leika for-
ríkan landeiganda og hafa
sjálfur upp úr krafsinu eina
milljón punda fyrir hlut-
verkið. Hann afþakkaði gott
boð . . . Echo And the Bunny-
men slitu ekki samvistum um
langa hríð. Þeir eru á nýjan
leik komnir saman og semja
lög í erg og gríð. Ian Mac-
Cullough mátti þó vera að þvi
að mæta fyrir.rétti og tapa
eins og einu máli. Hann kærði
ónefndan mann fyrir bar-
smíðar og móöganir á útihá-
tíð ekki alls fyrir löngu en
dómari sýknaði þann kærða
og Ian sat eftir með sárt
ennið . . . Skoska hljómsveit-
in Orange Juice sem hefur
lengi verið efnileg og til alls
líkleg sneri á dögunum upp
tánum og er þar með úr sög-
unni. Foringinn Edwyn
Collins mun auðvitað láta í
sér heyra og það strax í
næstu víku þegar smáskifa
hans og Paui Quinn, fyrrum
söngvara Bourgie Bourgie,
kemur ut . . . Paul Quinn
sendir svo frá sér fyrstu
breíðskifu sina í mars . . .
Elvis Costello hefur tekið að
sér upptökustjórn hjá einni
efnilegustu hljómsveitinni a
Bretlandseyjum: The Pogues
. . . Gamli poppari, Gary
Glitter, fékk martröð á dög-
unum. Honum fannst aftur-
ganga af kvenkyni standa við
rúmgaflinn hjá sér og segja:
Þú manst eftir mér. Ég kom
einu sinni til þín að tjaldabaki
fyrir 75 árum . . . Búið í bili