Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1985, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1985, Blaðsíða 18
íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir köstu sér! — KR-ingar þökkuðu p< KR-ingar höfðu heppnina með sér þegar þeir tryggðu sér jafntefli, 25—25, gegn Þrótturum í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Páll Olafsson átti þá feil- sendingu — KR-ingar náðu knettinum og Pétur Árnason brunaði fram í hraðaupphlaup og jafnaði, 25—25. Leikurinn var nokkuð sveiflu- kenndur. Þróttarar tóku til þess ráðs að taka Jakob Jónsson úr umferð íþróttir íþróttir (þróttir íþróttir Enskirlofa stórágóða — fáiþeirað halda EM íknattspymu „Það væri frábært ef við fengjum að sjá það besta í evrópskri knatt- spyrnu hér í landi,” sagði lands- liðsþjálfari Englands, Bobby Robson, eftir að enska knatt- spyrnusambandið hafði lagt fram áætlun í sambndi við úrslitaleiki Evrópukeppninnar í knattspyrnu 1988. England er meðal umsækj- enda um EM 1988 en fær harða keppni frá Vestur-Þýskalandi og Hollandi og auk þess Noröurlöndun- um fjórum, Danmörku, Noregi, Svíþjóö og Finnlandi, sem vilja halda mótið sameiginlega. Framkvæmdanefnd UEFA — knattspyrnusamband Evrópu — kemur saman til fundar í Bern í Sviss 18. febrúar næstkomandi og mun þá fjalla m.a. um skýrslur þeirra sem vilja halda úrslita- keppnina. Að sogn Ted Croker, framkvæmdastjóra enska knatt- spyrnusambandsins, telja enskir að þeir geti skilað ágóöa að upphæð 3,5 milljónum sterlingspunda af keppninni. -hsím. „Pressulid” gegn blak- landsliði Landsliðin í blaki, bæði karla og kvenna, leika við „pressulið” í Haga- skóla á sunnudagskvöld. Verður þetta lokaæfingin fyrir Færeyjaför á þriðju- dag. Karlaleikurinn sem verður á und- anhefstklukkan 19. I>andsliðsnefnd leyfir sér að tala um „pressuleiki” þrátt fyrir aö blaða- menn hafi ekki verið fengnir til aö velja lið pressunnar. Tveir Þróttarar velja „pressuliðið”, Skúli Sveinsson karlaliðíð og Gunnar Arnason kvenna- liðið. -KMU. ísf irðingar til Belgfu og Hollands Knattspyrnufólk frá Isafirði fer í æíinga- og keppnisferðalög til Hollands og Beigiu um páskana. 2. deildat iið karla heldur til Lokeren í Belgíu, þar sem leikmenn liösins munu æfa og leika tvo æfingaleiki. Stúlkumar halda til Hollands þar sem þær munu æfa undir stjóm hins kunna þjálfara Wiel Coever, en hann hefur t.d. verið kennari í knatt- spymuskóla enska knattspymusam- bandsins og hefur skrifað bækur um kna ttspy m uþj álfun. -KB/-SOS. Heimsmet ílangstökki Austur-þýska stúlkan Heike Daute settl um helgina nýtt heimsmet í iang- stökki kvenna innanhúss. Stökk 6,99 metra á móti í Senftenberg í Þýska- landi. -hsím. DV. FÖSTUDAGUR 8. FEBRUAR1985. „Erum svo til öruggir” Bogdan ekki ánægður. „Þetta er brandari” — Bogdan Víkingsþjálfari óánægðurmeð vinnubrögð HSÍ „Þessi vinnubrögð HSÍ eru alveg furðuleg. Við fengum aö vita' þaö með tveggja daga fyrlrvara að leiknum gegn Stjörnunni var flýtt,” sagði Bogd- an Kowalczyk, þjálfarl Víkings, eftir leikinn gegn Stjörnunni í gærkvöldi og var mjög óhress með vinnubrögö hand- knattieiksforustunnar. „Eg er búinn að vera með mina menn á ströngum þrekæfingum undan- farna daga. Þetta er skandail eða öllu heldur brandari að svona lagað skuii geta átt sér stað,” sagði Bogdan. Hann sagði að sínir menn hefðu leikið vel í 50 mínútur en það hefði verið auðséð að strangar þrekæfingar undanfarinna daga hefðu tekið toli af ietkmönmun í leiknum í gærkvöldi. -SK. - íúrslitakeppnina sagði Víkingurinn Steinar Birgis- son eftir að Víkingur hafði sigrað Stjörnuna, 24—20 „Þetta var ekkert sérlega góðurleik- ur h já okkur. Það vantar meiri samæf- ingu en stigin tvö voru nauðsynleg. Við erum nokkurn veginn öruggir í úrslita- keppnina eftir þennan sigur,” sagði Steinar Birgisson, Víkingur, eftir að Víkingur hafði í gærkvöldi sigrað Stjörnuna í leik iiðanna í 1. deild ís- landsmótsins i handknattleik í Kópa- vogi, 24—20. Steinar Birgisson skoraöi fyrsta mark leiksins fyrir Víking eftir aðeins 25 sekúndur. Víti frá Þorbergi fylgdi í kjölfarið. Víkingar komust í 6—2 en síðan komu f jögur mörk frá Stjörnunni og staðan jöfn, 6—6. Þeir Steinar og Einar voru reknir út af og Stjörnu- menn nýttu sér það vel og jöfnuðu sem sagt leikinn. Staðan var síöan 8—7 Vík- ingi í vil þegar fyrri hálfleikur var um það bil hálfnaður og Víkingar juku fengið forskot í fjögur mörk fyrir leik- hlé, staðan 13—9. Þeir Þorbergur Aðalsteinsson og Viggó Sigurðsson voru báðir teknir úr umferð í byrjun síðari hálfleiks en það skilaöi Stjörnunni ekki tilætluöum árangri. Víkingar komust mest í sex mörk yfir, staðan var 15—10 þegar Brynjar varði víti frá Þorbergi og Hilmar skoraði 16. mark Víkings. Þeg- ar 15 mínútur voru eftir losnuðu þeir Viggó og Þorbergur loks úr prísund- inni og þá fór aUt að ganga betur hjá Stjörnunni. Staðan breyttist úr 18—12 í 20—19 en þá voru sex mínútur eftir. Stjarnan fékk tækifæri til að jafna met- in en boltinn var dæmdur af þeim, aug- ljóslega vitlaus dómur. Þegar rúmar þrjár mínútur voru til leiksloka var staöan 21—20 fyrir Víking en þá datt allur botn úr leik Stjörnunnar og fallið reyndar ekki hátt. Víkingar skoruöu þrjú síðustu mörkin og öruggur sigur þeirra varíhöfn. Kristján Sigmundsson var maður leiksins. Hann varði Víkingsmarkiö af snilld. Samtals 21 skot, 14 þegar Víkingar fengu boltann, þar af eitt víti. Steinar lék einnig vel, svo og þeir Ein- ar og Hilmar. Greinilegrar þreytu gætti hjá Víkingi í lokin, þrekæfingar Bogdans undanfarna daga sátu greini- lega í sumum leikmönnum. Víkingar geta leikið mun betur og það er ekki nógu gott aö missa niður sex marka forskot. Leikur Stjörnunnar var óskipulagð- ur svo ekki sé meira sagt. Sóknar- leikurinn fálmkenndur og aUt virðist fara f jandans til í sókninni þegar vörn- in er leikin framarlega af andstæöing- unum. Sigurjón Guðmundsson var bestur í þessum leik en mætti þó að ósekju leggja meiri einbeitingu í skot sín eins og reyndar allir leikmenn liðs- ins. Brynjar varði ágætlega þegar liða tók á leikinn. Samtals 12 skot, 7 þegar lið hans fékk boltann og tvö víti. Mörk Víkings: Steinar 6, Þorbergur 5 (2v), Viggó 4 (lv), Einar 3, Hilmar 3, Karl 2 og Guð- mundurl. Mörk Stjörnunnar: Sigurjón 7, Hannes 5 (lv), Magnús 3, Hermundur 2, Eyjólfur 1, Gunn- laugur 1 og GuðmuiKÍur 1 (lv). Víkingar fengu 6 víti, tvö varin af Brynjari. Stjarnan fékk 3 víti, 1 varið af Kristjáni. Víkingar voru sjö sinnum reknir út af í 2 mínútur, Stjörnumenn þrisvar. Leikinn dæmdu þeir Rögnvald Erlingsson og Oli Olsen. Hlýtur þaö að vera óeðlilegt aö Rögnvald var þama að dæma sinn 8. leik í röð hjá Stjömunni. Þegar á heildina er litið bitn- aði dómgæsla þeirra félaga nokkuð jafnt á báðum liðum. -SK. Enn ein skraut fjöðrin í hatt- inn hjá Platini — Michael Platini og Marja-Liisa íþróttamenn Evrópu 1984 Franski knattspyrnumaöurinn, Michael Platini, var í gærkvöldl kosinn íþróttamaður Evrópu 1984 af í- þróttafréttamönnum 29 Evrópulanda. Finnska skíðadrottningin,Marja-Liisa Hamalainen var kjörin íþróttamaður ársins 1984 hjá konum. Það kemur ekki á óvart aö Platini skuli hafa orðið fyrir valinu hjá körlum. Hann var fyrirliði franska landsliðsins sem varð Evrópumeistari í knattspymu 1984 og einnig marka- hæsti leikmaður keppninnar, skoraöi 9 mörk. Þá var hann kosinn knatt- spymumaður Evrópu 1984 í annað sinn. Hann var einnig í liöi Juventus frá Italíu sem vann ítölsku 1. deildina 1984 og einnig urðu Platini og félagar Evrópumeistarar bikarhafa 1984. Kappinn var kosinn íþróttamaöur Frakklands 1984 og hann varð marka- hæstur í ítölsku knattspymunni árið 1984. Þaö ætti því aö koma fáum á ó- vart aö þessi snillingur skuli í gær- kvöldi hafa verið kosinn íþróttamaður Evrópul984. • Platini — knattspyrnukappinn snjalli, skaut OL-meisturum ref fyrir rass. Hvað segja „spekingar" nú? Eru iþróttafréttamenn í Evrópu ekki starfi sínu vaxnir? Frægir kappar í efstu sætum Finnska stúlkan Marja-Liisa Hama- lainen vann þrenn gullverðlaun á ólympíuleikunum í Sarajevo á árinu 1984. Hún var kosin íþróttamaður Finnlands 1984 og Iþróttamaður Norðurlanda fyrir skömmu. • Efstu sætin hjá konum og körlum skipuöu eftirtaldir íþróttamenn: 1. Michael Platíni, Frakkland, knattspyrna 2. Daley Thompsoa, Bretland, frjálsar 3. Michael Gross, V-Þýskaland, snnd 4. UweHohn, A-Þýskaland, frjálsar 5. Sebastian Coe, Bretland, frjálsar. Konur: 1. Marja-Liisa Hamalainen, Finnland, skíði 2. Ecatarina Szabo, Rúmenía, fimleikar 3. Karrn Enke-Kania, A-Þýskaland, skautar 4. Ulrike Meyfarth, V-Þýskaland, frjálsar 5. Marita Koch, A-Þýskaland, frjálsar • Friðrik Guðmundsson i góðu færi c • Einar Jóhannesson ótti góðan leik með Vikingum í gærkvöldi. Hér skor- ar hann eitt af þremur mörkum sínum í leiknum, skýtur framhjá Brynjari Stjörnumarkverði. DV-mynd Brynjar Gauti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.