Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1985, Blaðsíða 11
DV. FÖSTUDAGUR 8. FEBRUAR1985.
11
Frá hádegisverðarboði Menningarverðiauna DV i fyrra, Jónas Kristjánsson ritstjóri ávarpar gesti.
MENNINGARVERÐLAUN DV1984:
Matreiðsluhátíð
í undirbúningi
Menningarverðlaun DV hafa nú ver-
ið veitt árlega í sex ár og verða veitt í
sjöunda sinn á fimmtudaginn í næstu
viku, sem er Valentínusarmessa, 14.
febrúar.
Að venju verða verðlaunin afhent við
hádegisverð þar sem borin verða fram
ljúffeng vín og gómsætir réttir. Sú hefð
hefur skapast kringum málsverði
þessa að þar eru bornir fram sjávar-
réttir og eru þeir ævintýralega nýstár-
legir og ekki þesslegir sem menn hafa
átt að venjast á veitingahúsum. Marg-
ir réttanna, sem hafa þannig verið
bomir fram í fyrsta sinn, hafa síðan
orðið hluti af matseðli hinna ágætu
matreiðslumeistara Hótel Holts og not-
ið vinsælda meðal matargesta.
I fyrsta sinn sem Menningarverð-
laun DV voru afhent, árið 1979, hljóð-
aði matseðillinn svo að í forrétt var
tómatsúpa með rjóma, pipar og eplum,
og aðalrétturinn var síöan lúöuvefjur
með rækjum og sveppasósu. I eftirrétt
var svo sorbet.
Arið 1980 voru verðlaunin síðan af-
hent í annað sinn og þá var matseðill-
inn enn nýstárlegur. 1 forrétt var
smokkfiskur, steiktur í olíu, karríi og
hvítlauk en aðalrétturinn var gratíner-
aðar gellur, soðnar í hvítvíni og rjóma.
Arið 1981 var á matseðlinum lifrarpaté
í forrétt (gert úr svína- og kálfalifur).
Aðalrétturinn var síðan pönnusteiktur
karfi.
Menningarverðlaunin 1982 vom síð-
an afhent eftir að gestir höfðu gætt sér
á reyktum ærvöðva, með melónu í
forrétt, og rjómasoðinni skötu í aðal-
rétt sem öllum bar saman um aö væri
hreinasta sælgæti. Arið 1983 var for-
rétturinn Parma-skinka en aðalréttur-
inn blálanga, innbökuð í bútterdeigi.
I fyrra buðu síðan matreiðslumeist-
arar Hótel Holts upp á hreindýrapaté í
forrétt og regnbogasilung, fylltan, og
gufusoðinn í álpappír.
Nú á fimmtudaginn kemur er mat-
seðillinn ekki síður gimilegur. I forrétt
verður boðið upp á hörpuskelfisk,
maríneraðan í sítrónum, hvítlauki og
sojasósu. Aðalrétturinn verður síðan
(ef Guð lofar) gufusoöinn sólkoli, bor-
inn fram með ferskum gulrótum og
selleríi, með sósu sem gerð er úr
rjóma, sérríi og eggjarauðum. Sólkoli
er því miður ekki algeng fisktegund við
Islandsstrendur og því gæti farið svo
að hann fengist ekki ferskur aðmorgni
fimmtudags. Ef svo fer verður borin
fram rauðspretta, matreidd á sama
hátt, og mun það ekki síðra sælgæti.
Með þessum kræsingum verða
að sjálfsögðu borin fram eðalvín. Fyr-
ir mat er boðið upp á Sherry La Ina, en
með matnum verður drukkiö Hoch-
heimer Daubhaus hvítvín. Eftir mat-
inn verður síðan borið fram kaffi og
Portvín Noval.
BETRIAFGREIÐSLA A
FLUGFRAKTí LONDON
Breska flugfélagið British Caledon-
ian hefur tekið við allri afgreiöslu á
frakt fyrir Flugleiðir á Heathrow-flug-
velli við London. Aður var afgreiðslan í
höndum Alitalia.
British Caledonian hefur yfir að
ráða góðu rými á fraktsvæði flugvall-
arins. Starfsemin þar er vel skipulögð,
þar sem nýjasta tölvutækni er notuö til
að flýta afgreiðslu og tryggja öryggi,
að því er fram kemur í frétt frá Flug-
leiðum.
Miklir og vaxandi fraktflutningar
eru milli London og Islands. A síðasta
ári fluttu vélar Flugleiða hátt á sjötta
hundrað lestir af frakt hingað til lands
frá Heathrow-flugvelli.
Selfoss:
MIKIL SALA í SÚRMATNUM
Frá Reginu Selfossi:
Að sögn Jónu Steingrímsdóttur kjöt-
afgreiðslumanns í versluninni Höfn
Selfossi hefur sala á þorramatnum
aldrei verið meiri en nú, enda er sýran
á öllum gerðum þorramatarins frá-
bær.
I hinni fullkomnu kjötvinnslu í Höfn
er allt tölvuvætt. Er það mikið öryggi
að hafa tölvuna við súrmatinn. Eg hef
aldrei smakkað jafngóðan súrmat.
Einnig kemur tölvan til góða við
söltun á hangikjöti og saltkjöti. Mikið
er nú öryggið af tölvunni við matar-
búninginn.
Svo mistekst Landsbankanum í
Reykjavík svona hrapallega með alla
sína sérfræðinga og tölvumenntun.
Getur ekki reiknað út vaxtaprósentu
fyrir viðskiptavini sína eins og fram
kom í fréttum s jónvarpsins nýlega. Eg
spyr, má engum treysta nú til dags?
Er Island allt byggt upp á svikum og
lygi hjá ráðandi mönnum? Mega þess-
ar stofnanir stela peningum af litla
fólkinu?
VEGARÆSI
Eigum fyrirliggjandi rör í vegaræsi frá 12—48", efni galv.,
1,25— 1,5og 1,65mm.
Hjólbörur
Eigum ávallt fyrirliggjandi sterku hjólbörurnar með tré-
sköftum sem við höfum framleitt í 45 ár.
Póstkassar
Eigum fyrirliggjandi á lager inni- og útipóstkassa.
NÝJA BLIKKSMIÐJAN HF.,
Ármúla 30 — Sími 81104
SAMBYGGÐAR GAS- 0G RAFMAGNSELDAVÉLAR
FYRIRLIGGJANDI.
ENNFREMUR GASELDAVÉLAR 0G
GASOFNAR.
Skeljungsbúðin
nawis-FMn
SíÖumúla33
simar 81722 og 38125
Sálfræðistöðin
Námskeið
Sjálfsþekking — Sjálfsöryggi
Vitað er að andleg líðan og sjálfsöryggi er mikilvægt fyrir
einstaklinginn í starfi og einkalífi. Tilgangur námskeiðsins
er að leiðbeina einstaklingnum að meta stöðu sína og
kenna árangursríkar aðferðir í samskiptum.
Á námskeiðinu kynnast
þátttakendur:
• Hvaða persónulegan stíl þeir hafa í samskiptum
• Hvernig sérstæð reynsla einstaklingsins mótar hann
• Hverjir eru helstu áhrifaþættir í samskiptum
• Hvernig má greina og skilja fjölskyldutengsl
• Hvernig ráða má við gagnrýni
• Hvernig finna má lausnir í árekstrum
• Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi
fil Leiðbeinendur
eru
i Æá Æm sálfræðingamir
Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal
Innritun og nánari upplýsingar í síma
Sálfræðistöðvarinnar:
687075 milli kl. 16og 18.