Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1985, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1985, Blaðsíða 36
FRETTASKOTIÐ SÍMINIM SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá í sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greið- ast 1.000 krénur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið í hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1985. Tillaga tilráðherra: Kennarar löggiltir „Viö munum leggja þá tillögu fyrir ráöherra, að sameinaö veröi í ein lög löggilding starfsheitis kennara og lög- gilding starfsins. Hin síöamefnda hefur veriö byggö á lögum um embættisgengi kennara og skóla- stjóra.” Þetta sagöi Sólrún Jensdóttir, skrif- stofustjóri í menntamálaráðuneytinu, er DV ræddi viö hana. Sólrún er formaður nefndar sem nú vinnur aö löggildingu starfsheitis kennara. Var nefndin sett á laggirnar aö ósk kennara. Sólrún sagöi aö þegar viöræður heföu fariö af staö hefði komið í ljós aö — Tennarastarfið væri þegar nánast lög- gilt meö lögunum um embættisgengi. Heföi þótt liggja beinast viö að taka löggildingu starfsheitis annars vegar og starfsins hins vegar saman og sam- eina í lögum. Kvaö Sólrún nefndina vera um þaö bil aö ljúka störfum. Myndi hún skila tillögum sínum til ráöherra innan fárradaga. -JSS Kanadamenn undirbuðu saltfiskinn Öskar Magnússon, Washington: Urskuröur hefur gengið hér í Bandaríkjunum um ólöglegt undirboð Kanadamanna á þurrsöltuöum fiski. Undirboðið reyndist vera rúm 26 prósent. Bandarískt fyrirtæki kæröi Kanada- menn fyrir ólöglegt undirboö á bilinu fjögur til 24 prósent. I ljós kom aö v undirboöiö var enn hærra. Afleiöingar þessa úrskurðar eru meöal annars þær aö tollur hefur verið settur á þurrsaltaöan fisk frá Kanada. Aöal- saltfiskmarkaðurinn hér í Bandaríkjunum er í Puerto Rieo. Sam- kvæmt upplýsingum frá International Trade Committee, sem kvað upp úrskurðinn, er markaöurinn á Puerto Rico um 10.000 tonn. Kanadamenn hafa ráöiö um 60 til 70 prósentum af þeimmarkaði. Vilja lyfsalar ekki samkeppni? „Við höfum farið halloka og oröiö undir í baráttunni, því er ekki aö neita. öll þessi þrjú fyrirtæki hafa misst stór umboð að undanförnu og eitt fyrirtækjanna, Hermes, er að loka vegna þessa,” sagði Siguröur Jörgenson hjá heildverslun Stefáns Thorarensen. Hér á landi eru fimm lyfjafyrir- tæki sem bæði flytja inn og framleiða lyf fyrir íslenskan markað. Tvö fyrirtækjanna, Pharmaco og Deita, eru í eigu lyfsalanna en hin þrjú Hermes, G. Ölafsson hf. og Heild- verslun Stefáns Thorarensen eru í eigu einkaaöila. „Pharmaco og Delta hafa að undanförnu veriö aö sölsa undir sig umboð okkar hinna,” sagði Siguröur. „Viö vorum til dæmis aö missa tvö stór umboö fyrir skömmu sem viö höföum haft, annað í 50 ár, hitt í 30. Eins var G. Olafsson að missa stórt umboð og Hermes hefur misst svo mikið úr aski sínum aö þeir eru aö gefast upp. Því er ekki aö leyna aö okkur er illa viö þessi vinnubrögð. Þaö er óeölilegt aö sömu mennirnir eigi þessi fyrirtæki og sjái um dreifing- una. Þaö sjá allir að þaö er ójafn leikur fyrir okkur hina. Þessi hags- munatengsl apótekanna viö lyfja- heildsalana eru ekki heppileg,” sagðiSigurður. Hann sagöi að sum lyf mætti af- greiöa án lyfseöils. Þegar svo viðskiptavinur kæmi og bæði um ráö við einhverjum sjúkdómi héldu lyf- salamir sínum lyfjum aö þeim. Á þann hátt varöaði þetta almenning. Hann ætti heimtingd á hlutlausri ráögjöf í þessu sambandi. Hann sagði og að þeir ættu í miklum erfið- leikum með aö koma þeim lyfjum sem þeir framleiða sjálfir inn í apó- tekin. Ef þau væru ódýrari væri þeim legið á hálsi fyrir þaö aö vera með undirboö og ef þau væru dýrari segðu þeir aö þýðingarlaust væri að selja þau í samkeppni viö sín lyf. „Þaö hafa aldrei þótt fín vinnu- brögö aö fyrirtæki heimsæki fram- leiöanda til að bera víumar í hann vitandi vits að annar hefur umboðið. Það verður að skera á þessi hagsmunatengsl,” sagöi Siguröur Jörgenson. Fyrirtækin tvö, sem eru í eigu lyf- salanna skipta með sér verkum, Pharmaco flytur inn lyf, Delta framleiðir. Ekki náöist í forráða- menn Pharmaco þar sem þeir eru erlendis. -KÞ Samkomulag um hraðahindranirá Vesturgötu: Bungurístað þrenginga „Það hefur náðst samkomulag við fulltrúa Strætisvagna Reykjavíkur og íbúa vesturbæjar um hraðahindranir á Vesturgötu. Tillaga þar að lútandi verður lögö fyrir borgarráð næstkom- andi þriðjudag.” Þetta sagði Guttormur Þormar, yfirverkfræöingur hjá Reykjavíkur- borg. Guttormur átti í gær fund meö fulltrúum Strætisvagna Reykjavíkur svo og fulltrúum íbúa vesturbæjar. Þar lagði hann fram tillögu til lausnar í deilu þeirri sem staðiö hefur um hraöahindranirnar á Vesturgötu. En eins og DV hefur greint frá hafa vagn- stjórar SVR neitað aö aka Vesturgöt- una vegna hindrananna sem þeir segja skapa hættu í umferðinni. Guttormur kvaðst ekki vilja greina frá því hvert innihald tillögunnar væri, fyrr en borgarráö hefði fengið hana í hendur. En samkvæmt upplýsingum sem DV aflaði sér mun samþykkt fundarins í gær fela í sér tilmæii til borgarráös um að settar veröi bungur á götuna í staö þeirra þrenginga sem þarerunú. Aöspuröur hvort strætisvagnar hæfu nú akstur um Vesturgötu aftur, eftir aö samkomulag hefði náðst, kvaö Guttormur þaö ekki verða, fyrr en borgarráð heföi samþykkt tillöguna. ,,en aöalatriði málsins er það aö strætisvagnarnir fari ekki af götunni.” sagöihann. -JSS Heiðar Jóhannsson eigandi Hjólbarðaþjónustunnar og Guðmundur Hjálmarsson eig- andi húsnæðisins. Þeir fengu, að þeim fannst, heldur óskemmtilega heimsókn frá hitaveitunni. i tieilan dag var Draupnisgata 7 án heita vatns- ins og orðið nistingskalt í hús- inu. Um kvöldið kom vatnið aftur og þurfti lögregluaðgerð til þess. DV-mynd JBH Fulltrúi bæjarfógetans og lögreglan: FJARLÆGÐUINNSIGU HITAVEITUSTJÓRANS Bílstjórarnir aðstoða SSTlDIBíJLjRSTÖÐin LOKI Ég held vonandi söluum- boðinu fyrir lyfjagrösin! Fulltrúi bæjarfógeta á Akureyri og rannsóknarlögreglan rufu í fyrradag innsigli sem hitaveitustjóri bæjarins haföi látið setja á inntakskrana hita- veitunnar í iönaðarhúsnæði við Draupnisgötu. Var þaö gert í fram- haldi af kæru frá einum eiganda húss- ins, Guömundi Hjálmarssyni. Hjólbaröaþjónusta Heiðars er í þeim hluta hússins sem Guðmundur á. Þar eru mælar hitaveitunnar fyrir allt húsið. Það er þriskipt og í eigu jafn- margra aðila. Reikningar hitaveit- unnar eru sendir í þrennu lagi þar sem hver eigandi kaupir ákveðiö magn af vatni. Guðmundur skuldar hitaveitunni ekkert en hins vegar annar hinna eigendanna, þó upphæðin muni ekki vera há. Hann sagði í samtali við DV aö á þriðjudaginn heföi komið maöur frá hitaveitunni og verið aö líta á rennslismælinn. Hann hefði síðan komið aftur morguninn eftir, gengiö rakleitt aö inntakskrananum án þess svo mikið sem bjóða góöan daginn, innsiglað hann og farið glaðhlakkaleg- ur burt. Guðmundur sagöist hafa farið beint til lögfræöings, kært lokunina og krafist þess aö innsiglið y röi rofið. Framhald málsins varðar svo það aö lögfræðingurinn leitaöi til fógeta- embættisins og lagði fram rökstudda kröfu um að innsiglið yröi fjarlægt. Mikill kuldi varð strax í húsinu og ekki vinnufært en þarna eru m.a. bónaðir bílar. Oddur Olafsson, fulltrúi bæjarfógeta, sagði við DV að rökin hefðu verið tekin gild. Hann hefði látið hitaveitustjóra vita að fjarlægja ætti innsiglið en hann hefði ekki sent fulltrúa á staðinn. Því hefði verið sjálfgert að rjúfa innsiglið. Síðan yrði að koma í ljós hvort aðgerð- in yrði kærð til Hæstaréttar. JBH/Akureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.