Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1985, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR1985. 3 ÁTVR-ránið við Landsbankann að Laugavegi 77: MÁLf LUTNINGILOK- IÐ í HÆSTARÉTTI — niðurstöðu dómsins að vænta innan fárra daga Málflutningi í Hæstarétti vegna ATVR-ránsins viö Landsbankann lauk í gærmorgun. Samkvæmt þeim upplýs- ingum sem fengust hjá Hæstarétti í gær er niöurstöðu dómsins aö vænta eftirfáeinadaga. Eins og DV skýröi frá í gær féll dóm- ur í undirrétti á þann veg aö William Scobie var dæmdur í 5 ára fangelsi, Ingvar Heiðar Þórðarson í 18 mánaöa fangelsi og Griffith Scobie fékk tveggja ára skilorösbundinn dóm. Viö réttarhöldin kraföist ríkissak- sóknari þess aö refsing William Scobie yröi ekki milduð og refsing Ingvars yrði þyngd þar sem hann hefði verið aöalmaöur en ekki aðstoðarmaöur i ráninu. Þá fór ríkissaksóknari fram á þyngingu á refsingu fööur Williams fyriryfirhylmingu. Verjendur kröföust hinsvegar allir aö dómur undirréttar yrði mildaður. -EH. Dómsalur Hæstaréttar. Ríkissaksóknari, Þórður Björnsson, flytur mál sitt. Lada-bifreiðin sem Ingvar Heiðar fékk lánaða hjá kunningja sinum i Hafn- arfirði til að nota við ránið. Haglabyssan sem William notaði við verknaðinn. Þegar útdragarinn var dreginn aftur kom í Ijós að tæmt skothylki var í skotstæðinu. Horft til suðvesturs frá gatnamótum Sunnubrautar og Kópavarar. Orin bendir á staðinn sem haglabyssan fannst á. DV-myndir GVA. Vinsœlu svefnsófarnir komnir aftur Pantanir óskast sóttar TM-HÚSGÖGN Siðumúla 30 — sími 68-68-22 HAFSKIP HF. REYKJAVIK HluthaMindur Stjórn félagsins boöar hér meö til hluthafafundar laugardaginn 9. febrúar n.k. í Súlnasal Hótel Sögu kl. 13:30. Dagskrá fundarins: 1. Skýrsla um þróun í rekstri félagsins, núverandi stööu og framtíðarhorfur. 2. Tillaga stjórnar um nýtt hlutafjárútboð aö upphæð kr. 80 milljónir. ' Fundurinn er boðaður til umræðu um, og afgreiðslu á framangreindum þáttum og er það einlæg hvatning okkar til hluthafa að þeir sæki fundinn og taki þátt í þeirri stefnumótun, sem þar mun fara fram. STJÓRN HAFSKIPS HF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.