Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1985, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1985, Blaðsíða 15
DV. FÖSTUDAGUR 8. FEBRUAR1985. 15 Ómar Ragnars- son reynsluekur nýkjörnum bíl ársms, Opel Kadett Plús: Liprir og öruggir aksturseigin- leikar. Mikiö og haganlega hannað farangursrými. Prýði- leg framsæti. Sportleg fjöðrun. Agætt innanrými, einkum frammi i. Litil loftmótstaða með tilheyrandi kostum. Mínus: Takmarkað útsýni aftur úr bíln- um. Fjöðrun í stinnara lagi. Hljóðleiðni í meira lagi frá grófu undirlagi. Takmörkuð vinnsla í vél á lágum snúningi. Kadett fram yfir Golf: Heldur léttari í akstri. Meira farangursrými. Duglegri fjöðrun. Minni loftmótstaða. Golf fram yfir Kadett: Skárra útsýni aftur úr. Vélar með jafnari vinnslu. Meira fótarými í aftursæti. Mýkri fjöðrun. Og enn er gamli Kadettinn framleidd- ur í Japan sem Isuzu. En þar kom aö afturdrifið þokaöi fyrir framdrifi og þverstæöri vél í takt við tímann áriö 1979 og þá má segja aö Opel Kadett hafi fyrst náö verulegum vinsældum og þeim sessi sem nú er krýndur meö titilinum „bíll ársins”. „Rétt" stærð Þegar Kadett kom með framdrif var Volkswagen Golf langvinsælasti bíll í Vestur-Þýskalandi og náöi aö veröa mest selda bílgerð Evrópu sum árin á ferli sínum frá 1974 til 1983. Slíkur bíli má teljst af „réttri” stærð, markaðslega séð, en þó i'undu menn þaö aö Golfinum að rými væri fulliítiö aftur í. Framdrifs-Kadettinn, sem kom fram 1979, var tæpu feti lengri en Golf og nokkru rúmbetri, einkum aftur í. Þótt Kadettinum tækist ekki að velta Golf úr efsta sæti sölulistans í heima- landinu hjó hann skörö í fylkingar hans og sums staðar hlaut hann betra brautargengi en Golf, t.d. í Danmörku. Fyrir rúmu ári kom stærri Golf á markaöinn, næstum því af nákvæm- lega sömu stærö og Kadett. Þetta mátti túika sem viðurkenningu á því aö Kadett heföi verið af „réttri” stærð og nú þegar nýi Kadettinn er af nokk- urn veginn sömu stærö og bæði nýi Golf, Escort og gamli Kadett, viröast helstu bílaframleiöendur Þýskalands hafa slegið því föstu aö þetta sé sú stærö bíla sem höföi til flests fólks. „Rótt" lögun Því er veriö að ræða um þetta að tveir stærstu kostir Kadettsins nýja eru „rétt” stærö og „rétt” lögun. Með rétti lögun er átt við þaö aö þetta er sá fjöldaframleiddi bíll sem hefur minni loftmótstöðu en nokkur annar í heiminum. Vindstuöullinn er aöeins 0,30, hinn sami og á Audi 100 og örlítið lakari en á Renault 25 sem hefur stuðulinn 0,29. En bæði Renault 25 og Audi 100 eru stærri bílar og loftmót- staöan, sem er margfeldi flatarmáls þversniös bílsins og vindstuöuls hans, er því lægri á Kadett en á hinum tveim. Og því fer f jarri að lítil loftmót- staöa sé litilvægt atriði því að meö henni fæst minni eyðsla, hærri hraði, minna næmi fyrir hliöarvindi og oftast loftgnauð minna á mikilli ferð. Góðir aksturs- - eiginleikar I stuttum reynsluakstri á nýja Kad- ett kom í ljós að hann hefur haldið einum besta eiginleika „gamla” Kadettsins, lipurö í akstri. Góö svörun í stýri, rásfesta, sportlegar hreyfing- ar, þetta er alit á sínum stað eins og var á þeim Kadett sem ég reynsluók fyrir þremur árum á misjöfnum vegum. Praktisk, þýsk útfærsla á stjórntækjum og mælum, prýðileg framsæti með góöum hliðarstuðningi, já, Kadett er bíll sem venst fljótt og vel. Ovenju mikiö er af hirslum fyrir lausa hluti frammi í, hanskahólf óvenju stórt, annað hólf opiö yfir því og hiö þriöja efst, ofan á mælaborðinu farþegamegin. Þessar hirslur taka hins vegar kannski fullmikiö rými því að ekki leifir mikið af rými fyrir hnén hjá framsætisfarþega. Þegar hanskahólfiö er opnað kemur þaö niöur á hnéskeljar hjá stórfættum. En framsætinu er hægt að renna langt aftur, raunar báðum, svo að allir geta fengiö rými frammi í, líka langir körfuboltamenn. En þá fer líka aðeins að kreppa aö hnjám stórfættra aftur í. Gott innanrými og feiknamikið farangurspláss Samkvæmt mælingum Jan Ullén er Kadett ákaflega rúmgóöur og rúm- betri en Golfinn nýi. Þessi tala er fengin meö því aö leggja saman tíu helstu stærðir í innanrými en eru ekki einhlítar því að í sumum tiifellum getur verið um háa tölu að ræöa sem nýtist takmarkað, til dæmis óvenju hátt undir loft. Eg hef ævinlega notað einfalda aðferð til þess að bera saman rými í bílum: setjast í framsætin og stilla þau, svo að vel nægi fyrir þægilegt set, og setjast því næst í aftursætin. Þessi aöferð segir mér að Golf hafi aöeins vinninginn á móti Kadettinum og blaðamenn hjá þýskum blööum komast sumir að sömu niðurstööu. En þetta skiptir svo sem ekki miklu máli því að Kadett er með rúmbestu bílum í sínum stæröarflokki. Og víst er um það að farangursrýmið er stórkostlegt, eitthvert hið stærsta í bíl af þessari stærðog lögun. Gott útsýni fram á við en verra aftur úr Það eru tvær hliöar á útsýninu úr Kadett: framhliðin og afturhliðin. Og þær eru ákaflega ólíkar. Það er ágætt útsýni fram á við, húddið hallar fram og gluggar eru stórir. Kannski aöeins hægt að finna að því að fyrir lágvaxna er erfitt aö átta sig á því hvar framhomin eru því að þeir sjá ekki fram á þau. Þetta stafar af viðleitni hönnuðanna til að ná lögun í átt að dropa-líkri straumlinu. En svo kemur útsýnið aftur úr bíln- um. Bæði á Golf, og þó sérstaklega á Kadett, er það lélegra en á „gömlu” bílunum. Vegna þess hve afturendinn er hár á bílnum sést ilia niður á götuna aftan við hann. Þetta er ókostur á sumum nýjustu bílanna, t.d. Volkswagen Jetta, þar sem reynt er að ná fram minni loftmótstöðu með því að hafa skottið hátt og einnig að fá fram aukið farangursrými. Semsé: tveir kostir sem kosta einn ókost. En á Kadett er auk þessa dregið úr útsýni aftur úr bílnum á ská með því að hafa aftur- gluggana á hliöunum einkenniiega litla, jafnvel minni en á gamla Kadett, þannig að útsýni aftur úr þeim nýja er minna en áður var. Þegar litið er á bíl eins og Ghia Vignale TSX-4 sést að hægt er að hanna straumlínulagaðan bíl án skerts útsýnis. Samanburður við Golf og Escort kemur óhjákvæmilega upp í hugann við að aka Kadett. Ekki aðeins að þetta séu samlandar og keppinautar í Mið-Evrópu heldur hef ég ekið bæði nýja og gamla Golf og ætti raunar að hafa verið búinn að skrifa um nýja Golfinn og Ford Escort sem kom fram árið 1980 og hefur selst vel hér á landi á síðasta ári. En þaö er orðin hefð að skrifa sem fyrst um bíl ársins hverju sinni og því kemur Kadettinn núna. Kadettinn er svona ívið liprari en Golf í akstri, ef eitthvað er, og fjöðrunin stinnari. Þetta er ekki „frönsk” fjöðrun, sem svelgir í sig allar ójöfnur, heldur verður maður var við holur og ójöfnur, einkum á rólegri ferð en fjöðrunin kemur betur út á góðum hraöa og botnar ekki nema á versta óvegi. Golfinn er mýkri en f jöðrun hans þó takmörkuð að því leyti að hún slær saman í slæmum holum, einkum ef billinn er hlaðinn. Margar gerðir Það er hægt að fá Kadett með fjöl- breytilegum vélum, alit frá l,2ja lítra vél, 55 hestafla, upp í 115 hestafla, 1,8 litra vél. Vinsælasta gerðin er með l,3ja lítra vél, ýmist 75 eða 60 hestafla. Með þeirri vél er bíllinn sæmilega snarpur, um 15 sek. upp i hundrað og hámarkshraðinn 170 km/klst., heilum 20 km/klst. meira en á „gamla” Kadett, aðeins vegna minni loftmót- stöðu. Á lslandi er bíllinn seldur með vél sem er gerð fyrir normal-bensín af svipuðum styrkleika og notað er hér á landi. Þetta er atriði sem nokkuð skortir á að allir innflytjendur bíla hafi í huga. Talsvert er um það að inn séu fluttir bílar sem gerðir eru fyrir sterkara bensín en hér fæst og í mörgum tilfellum veldur það því að vélin gengur verr en ella og eyðir meiru. Þegar þannig er í pottinn búið er til lítils að vélin skili eitthvað fleiri hestöflum á pappírnum en í raunveru- leikanum ef afleiöingarnar eru verri gangur, minni ending og meiri eyðsla. Er gott til þess að vita að þeir Kadett- seljendur hafa staðist þá freistingu að selja bflinn með 15 fleiri hestöflum sem fengin eru á kostnað gangöryggis, endingar og eyðslu. En meðal annarra orða: hvenær ætla olíufélögin aö bjóða upp á þá sjálfsögðu þjónustu að hægt sé að fá rétt bensín fyrir stóran hluta bílaflotans? Það er einnig hægt að fá Kadett með dísilvél, 54 hestafla, þar sem eyöslan er aðeins 4,5 til 7,4 lítrar á hundraðið, samkvæmt ECE-staðli. En litlu dísilbflarnir eiga enn ekki sama skiln- ingi að mæta hér á landi og hinir stærri, því að sama þungaskatt þarf að greiða fyrir 700 kflóa disilbil og 2000 kflóa! Hægt er að fá Kadett með þremur og fimm hurðum og úrval verksmiðjanna er mjög mikið á búnaöi og útfærslu. Á malarvegi er nýi Kadettinn ósköp svipaður hinum eldri hvað snertir f jöðrun og hávaða. Hávaðinn á mölinni á 70 kflómetra hraða mældist um 82 desibel, sem er í meðallagi; og á mjög grófu undirlagi leiddi talsvert hljóð frá veginum upp gegnum bflinn. Á þessu sviði geta framleiðendumir áreiðanlega bætt um betur en þess ber að gæta aö bíllinn, sem ekið var, hafði ekkert verið ryðvarinn hérlendis. Nýi Kadettinn er aðeins léttari en hinn gamli, spameytnari og sneggri. Hönnun á farangursrými er til fyrir- myndar. Afturhurðin opnast alveg niður að stuöara og lyftist svo hátt upp að engin hætta er á að reka höfuðið í hana við lestun og losun. Hægt er að fella aftursæti fram á þægilegan hátt i heilu lagi eða hálfu. Galli er aöeins er hægt að opna farangurshurð með lykli. Billinn er i meðallagi hár frá jörðu, um 17 sm undir lægsta punkt sem er út- blástursrör. Með nýja Kadettinum sýnist manni bilið á milli hans og Golf hafa minnkaö þótt það virðist ekki koma fram í sölu- tölum á heimamarkaði. Niðurstaða: Nýtískulegur bfll af mjög heppilegri stærð á samkeppnisfærara verði en oft áður. Þægilegur í akstri og venst vel, meö mikið og haganlegt farangurs- rými. Var kjörinn bfll ársins nýlega fyrst og fremst vegna hinnar vel út- færðu lögunar sem kemur tfl góða fyrir sparneytni, viðbragð og hraöa en bitnar að óþörfu á útsýni aftur úr bflnum. Gófl útfærsla á mælaborði og stjórntækjum. Fjórar Fuilnægjandi rými i aftursæti en ekki meira en það. hirslur fyrir lausa hluti frammi f. Hanskahólfifl fellur aiveg niflur á hnén á framsætisfarþega þegar þafl er opifl. Rúmgott farangursrými, og afturendinn opnast vel. Hagkvæm innrétting mefl möguleika á stækkuflu farangursrými en aftursætisbak er ekki tvískipt f ódýrari gerflum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.