Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1985, Blaðsíða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR 8. FEBRUAR1985. Sól Saloon Sólbaðstofan Laugavegi 99 Sími 22580 Barnavideo og ekla gufubad. Laugavegi 52 Sími 24610 Slendertone grenningar- og vödvaþjálfunartteki. Frábærl vid staðbundinni fitu og vöðvabólgu. BÁÐAR BJÓÐA BREIÐA, NÝJA BEKKI Maprofessionelog UWE studio-line Dömurog herrar, verið velkomin. Aður GUÐMUMD/VR TIL SÖLU Subaru 4x4 station '84, ekinn 19.000 km. Subaru 4x4 hatchback '84, ekinn 7.000 km. Mazda 929, 2ja dyra hardtop '82, ekinn 64.000 km. Mazda 626 LX 2000 '83, ekinn 17.000 km. Mazda 626 GLE '83, ekinn 20.000 km. Saab 900 turbo '82, ekinn 43.000 km. Chrysler Le Baron, 2ja dyra, '79, ekinn 70.000 km. Honda Accord EX '82, ekinn 43.000 km. Daihatsu Runabout XTE '83, ekinn 17.000 km. Land Cruiser '82, dísil, ekinn 78.000 km. Toyota Hilux '80, V6, sjálfskiptur, ekinn 43.000 km. Mitsubishi L 200 '81, yfirbyggður, ekinn 50.000 km. VAIMTAR ALLAR GERÐIR BIFREIÐAÁ SÚLUSKRÁ. GUÐMUNDAR Bergþórugötu 3, Reykjavik, símar 91-19032 & 91-20070. Síaukin sala sannar öryggi þjónustunnar. Sigldu i sumar Tur 84 er seglskúta með goða siglingareiginleikajög þrautreynd hér við land. Tur84erskúta sem þú getur dvalið í lengri eða skemmri tíma. Henni hefur jafnvel verið siglt þvert yfir Atlantshafið. 1. Rúmgóður brunnur, 1,40 x 3,00 m 2. Kæligeymsla 3. Eldhúskrókur 4. Sófi — koja 5. Skápar 6. Klæöaskápar 7. Kojur 1,90 m 8. Skutkoja 2,05 m 9. Stækkanlegt borð 10. Koja 1,90 m 11. Salerni 12. Hillur 13. Akkerisbox VERÐ 335.000,- PLASTKLAR Góðir afhorgunarskilmálar Á Tur84 ,'X Full lengd .... 8,35 m jj : j \ Sjólína....7,20 m //"=, f Breidd ......2,60 m Rista.......1,35 m j' Kjöivikt....... 850 kg Fullseglahæö . 10,8 m Yfirborö — segla beiting.....29,5 m2 Friðrik A. Bátalón h/f Jónsson h/f Hvaleyrarbraut 32 Skipholti 7. Hafnarfirði. L Sími 26800 Sími 50520 Hagf ræðingur Stéttarsambands bænda gagnrýnir ráðamenn landbúnaðar: Landbúnaðurínn hvorki má né getur lifað i fortíðinni „Það er ljóst aö við núverandi að- stæöur eru ekki möguleikar á að greiða öllum þeim, sem hefðbundna búvöruframleiðslu stunda, þau laun né veita þeim þau kinr sem viðun- andi geta talist. Annaðhvort fækkar bændum við þessa framleióslu veru- lega eða þeir fara í auknum mæb að stunda aðra atvinnu með búskapn- um. Spumingin er bara hvort þeir eiga abnennt kost á annarri vinnu og hvort þá sé um nokkuö annað aö ræða en að ganga frá eignum og at- vinnu og setjast að á mölinni.” Þetta sagöi Guðmundur Stefáns- son, landbúnaðarhagfræðingur hjá Stéttarsambandi bænda, á ráðu- nautafundi landbúnaðarins á Hótel Sögu í vikunni. „Ef koma á i veg fyrir þá þróun er nauðsynlegt að hefja markvissari nýsköpun atvinnutækifæra í sveitum og efla þá kosti sem vænlegir eru til vaxtar. Fjármagni þarf að beina í auknum mæli til nýrra búgreina en gæta þess þó jafnframt að eðlileg endurnýjun geti átt sér stað í hinum hefðbundnu. Styrkir og framlög sem beinbnis ganga í berhögg við tilgang framleiðslustjómunar ber að af- nema og beina því f jármagni til ný- sköpunar,” sagði Guömundur Stef- ánsson. Landbúnaðarkerfið hjakkar í sama farinu Erindi hans hefur vakiö athygli. Guðmundur gagnrýndi ráöamenn landbúnaðar fyrir að hafa nýtt illa þann umþóttunartíma sem hefur verið til að aðlagast breyttum að- stæðum í þessari atvinnugrein. Hann telur landbúnaöarkerfiö nánast hjakka í sama farinu. Þaö hafi ekki brugðið viö sem skyldi. „Framlög hins opinbera hafa í reynd eingöngu stutt hinn hefð- bundna búskap en nýbúgreinar, þar sem menn eygja vaxtarmöguleika, eru aö mestu látnar afskiptalausar. Það er erfitt að skilja hvers vegna reynt er að stuðla að aukinni græn- fóðurræktun, hvers vegna veriö er að styðja nýrækt og framræslu þegar alít þetta stuðlar að framleiðslu vara sem ekki er markaður fyrir og of- framleiðsla á. Það er mitt álit, og ég veit að fjöl- margir eru því sammála, að allt styrkjakerfi hins opinbera þarfnast endurskoðunar. Eg held að nauðsyn- legt sé að stórauka opinber framlög að minnsta kosti næstu árin meðan uppbygging á sér stað en hitt er eigi að síður nauðsynlegt að þessum fjár- munum sé varið í samræmi viö nýja stefnu í landbúnaði, til að styrkja hana og stuðla að framgangi henn- ar.” Fjármunum dælt í nýrækt meðan barist er gegn offramleiðslu Guðmundur fjallaöi í erindi sínu um framlög ríkisins til jarðabóta ár- in 1976 til 1984 og sagði: „Grænfóðurrækt hefur aukist verulega á þessum árum en nýræktir hafa dregist saman. Engu að síður voru veitt framlög að upphæð krónur 14,3 milljónir áriö 1984 vegna nýrækt- arframkvæmda árið 1983. Þá voru gráddar á sama hátt 11 milljónir króna vegna grænfóður- ræktar. Þetta er gert á sama tíma og á öðrum vígstöðvum er barist þrot- lausri baráttu fyrir að halda fram- leiðslunni í skefjum og helst draga úr henni. Þá má nefna að árið 1984 voru greiddar rúmar 20 milljónir króna Guðmundur Stefánsson land- búnaðarhagfrœðingur. DV-mynd: KAE. vegna skurðgraftar, þar af tæpar 8 milljónir króna vegna nýfram- kvæmda. Framlög til byggingar vot- heyshlaða voru árið 1984 krónur 4,1 milljón en vegna þurrheyshlaða rétt rúmar 2,8 milljónir. Þetta hlut- fall hefur haldist svipað mörg undan- farin ár, þrátt fyrir margar yfir- lýsingar um aö efla þurfi votheys- gerð eins og reynslan reyndar sýnir að er nauðsynlegt. Nú er ég ekki á móti því að hið opinbera veiti fjármuni til uppbyggingar í hefðbundnum búgreinum. Þaö er hins vegar umhugsunarefni að á sama tíma og viðurkennt er að nýsköpunar sé þörf og að efla þurfi nýjar búgreinar þá er, mælt á verðlagi ársins 1984, variö 76 milljónum króna áriö 1983 til stuðnings og uppbyggingar í heföbundnum búskap í formi jaröabótaframlaga. Sama ár veitti Framleiðni- sjóður 2,4 milljónir króna til loðdýra- ræktar og 1,9 miUjónir króna til fiskiræktar og veiðimála. Til hefðbundinna búgreina veitti sjóðurinn 1,5 milljónum króna og til vinnslustööva í landbúnaði 3,6 millj- ónum króna.” Guðmundur Stefánsson fjallaði um lánamál landbúnaðarins. Hann sagði að lán tU hefðbundinna bú- greina væru langfyrirferðarmest. SUkt væri að ýmsu levti eyðUegt. 1 yfirliti hans um íánveitingar Stofnlánadeildar kom fram aö tU hefðbundinna búgreina voru árið 1984 lánaðar 140 mUljónir króna á verðlagi júlímánaðar þess árs. Ekki eru tekin meö lán vegna íbúöarhús- næðis heldur aðeins lán sem tengjast beínt búrekstrinum. Lítið lánað til nýrra búgreina „Framlög tU hefðbundinna búgreina hafa haldist að raungildi nokkuð jöfn undanfarin ár þar tU á síðastUðnu ári að þau tóku kipp upp á viö. Þau námu þá rúmum 62 prósentum af lánveitingum StofnlánadeUdar. Það er auövitað mikilvægt aö nauðsynleg endurnýjun og viss uppbygging eigi sér stað í hefðbundnum landbúnaði. Það sem er hins vegar áhyggjuefni er að ekki sé meira f jármagn tU að lána í nýbú- greinar og stuðla þannig að þeirri uppbyggingu, sem er nauösynleg, eigi sveitimar aö haldast í byggð og fólk að geta bæði búið og lifað af eign- um sínum. Aö vísu hefur orðið veruleg aukning á lánveitingum til loðdýraræktar og áriö 1984 námu þær 38,2 mUljónum króna eða 17 prósentum af heildarlánveitingum. Eg held að flestir séu sammála um aö mun betur þurfi að gera. RUcissjóður þarf að standa að fullu við skuldbindingar sínar. Stofnlána- deUdina og aðra fjárfestingasjóði landbúnaðarins þarf aö efla svo að þeir geti sinnt þeim verkefnum, sem þeim em ætfuö, á viðunandi hátt. Þá held ég að það séu hæpin vinnubrögð hjá StofnlánadeUd að neita nýbú- greinum um lán á þeim grundvelU að þær hafi ekki greitt tU deildarinnar. EðlUegra væri aö nýjar búgreinar nytu strax fullra réttinda og hefðu jafnvel vissan aðlögunartíma, til dæmis fimm tU tíu ár, þar til gjald- skylda þeirra tæki gildi að fullu. Það er ljóst aö ef landbúnaöinum er alvara með að telja tU dæmis fisk- eldi áfram tU landbúnaðar þá verður hann að vera tUbúinn til aö berjast fyrir framgangi þessarar nýju at- vinnugreinar og taka fullan þátt í uppbyggingu hennar. Annaö dæmi er ferðaþjónusta í sveitum. Ferða- þjónustu bænda hefur verið synjað um fyrirgreiðslur úr StofnlánadeUd á þeim forsendum að ferðaþjónusta hafi ekki greitt tU deildarinnar. Þetta er aö mínu mati alröng stefna — jafnvel þótt Utlir peningar séu til." Guðmundur gagnrýnir Rannsóknastofnun landbúnaðarins ogsegir: „Það er mín tilf inning, og reyndar margra annarra, að rannsóknar- starfsemin hafi ekki brugöist nægilega skjótt eða vel við þeim nýju aðstæöum sem landbúnaðurinn býr nú við samfara samdrætti í framleiðslu og breyttum möguleUc- um tU tekjuöflunar og uppbyggingar.” Sum mjólkursamlög og sláturhús orðin óþörf Af urðavinnslan fær sinn skammt: „Sum mjólkursamlögin eru orðin óþörf séð frá þeim sjónarhóU að án þeirra verði neytendum á viðkom- andi svæði ekki séð fyrir nýmjólk. Sum hinna minnstu mjólkursamlaga mætti og á að leggja niöur. Þá mjólk, sem þar er vegin inn, er hægt að leggja inn í önnur mjóUtursamlög og þau hin sömu mjólkursamlög geta fullnægt þörfum neytenda. Þá verður að fara mjög varlega í sakimar á endurbyggingu gamaUa samlaga og fyrst og fremst ber aö hyggja að aukinni og bættri nýtingu þeirra fjárfestinga sem fyrir hendi eru.” Guðmundur Stefánsson sagði að ekki færi hjá því að samdráttur í kindakjöts- og mjólkurframleiöslu færi iUa meö sláturhús sem mjólkur- samlög. „Hér er endurskipulagningar þörf og margar þær forsendur sem lágu því til grundvaUar aö sláturhúsin eru staðsett eins og er í dag og eins mörg og raun ber vitni, eru ekki til staöar lengur. Bættar samgöngur, færra fé og framtíðarhorfur í landbúnaöinum benda mjög eindregið í þá átt. Það er landbúnaöinum megin- nauðsyn að nýta þær fjárfestingar sem fyrir hendi eru eins og nokkur kostur er. Eg held aö reynslan sýni að núverandi afurðamagn beri ekki aUar þær vinnslustöðvar sem nú eru starfandi og þörf endurskoðunar og endurskipulagningar er orðin mjög brýn. Þeim mun fyrr, sem tekið er á þessum málum, þeim mun betra. Landbúnaðurinn hvorki má né getur Ufað í fortíðinni.” -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.