Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1985, Blaðsíða 8
8 DV. FÖSTUDAGUR 8. FEBRUAR1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd - 1 _____________________________________ Témenkó staðinn upp úr veikindum —ogsatígær fímmtudagsfund æðsta ráðsins Konstantín Térnenkó, forseti Sovét- ríkjanna, sat fimmtudagsfund æðsta ráðsins í gær og lagði orö í belg þegar vandamál landbúnaðarins komu á dagskrá. Er þetta í fyrsta sinn sem Térnerikó sést opinberlega síðan seint í desemb- er en veikindi hafa hamlað honum og meinað aö gegna öllum opinberum skyldustörfum í rúmar fimm vikur. Fjarvera hans hafði vakið vanga- veltur um aö Térnenkó lægi svo alvar- lega veikur að hann ætti máski ekki afturkvæmt til opinbers lífs. Minnast menn þess hve lengi Andropoff var fjarri öllum opinberum athöfnum, áður en veikindi hans drógu hann til dauða. Fyrir tveim árum lét Andropoff taka upp þann sið að birta reglulega fréttir án mynda af fundum æðsta ráðsins. Stjómarmálgagnið „Pravda” greindi frá fundinum í gær og þar fylgdi yfir- lýsing aðalritstjórans sem bar til baka umfjöllun ítalska sjónvarpsins sem á miðvikudag sagði Témenkó alvarlega veikan. Andreas Papandreou, forsætisráö- herra Grikklands, er væntanlegur til Moskvu á mánudag og að öllu forfalla- lausu mundi hann eiga fund með Tém- nekó. Grikkjum hefur verið tilkynnt aö naumast muni koma til viðræöna vegna veikinda sovéska forsetans en TASS-fréttastofan gefur til kynna að Térnenkó muni hitta Papandreou stutta stund. Témenkó á við brjóstveikindi að stríða með andarteppu. Hann lá í nokkrar vikur 1983 þungt haldinn af lungnabóigu og hefur veriö heilsuveill síðan. Térnenkó sat í gær fimmtudagsfund æðstaráðsins sovéska, að sögn Tass fréttastofunnar. Skömmu áður hafði aðalritstjóri Pravda sagt í sjónvarps- viðtaii við italska sjónvarpsstöð að rétt væri að Térnenkó væri veikur. íbúðarhús féll saman á Ítalíu: ALLT AÐ 40 MANNS GRAFNIR í RÚSTUNUM Sex hæða íbúðarhús féll saman í Castellaneta á Italíu í gær. Að minnsta kosti 18 rnanns eru látnir og 30 til 40 til viðbótar eru grafnir í rústirnar. Fjölbýlishúsið er nú orðiö aö 10 metra steinahrúgu á köflum. Lög- reglustjóri Taranto segir 25 íbúðir hafa eyðilagst í slysinu. Ekki er vitað hvað olli. Enginn þeirra sem í f jölbýiishúsinu átti heima segist hafa heyrt nokkuö líkt gas- sprengingu, en þannig hafa nokkur hús eyðilagst á Italíu undanfariö. Vitað er um níu manns sem komust af með smámeiðsli. Ekkþer vitað um afdrif þeirra sem enn eru grafnir í rústunum. Fleiri en 300 hjálparmenn leituðu í rústunum í gær. Þeir gátu ekki notað stórar vinnuvélar af ótta við að slasa enn ferkar þá sem enn vora í rústun- um. Áriö 1959 fórust 58 manns þegar f jög- urra hæöa hús á sama svæði féll sam- an. Hinir vinscelu norsku Hringbraut 121 Sími 10600 n húsið Aukning bankarána hjá Dönum: Glæpamenn með eigin „leyni- þjónustu” Frá Erni Jónssyni, fréttaritara DV í Kaupmannahöfn: Fjölgun bankarána í Danmörku und- anfarið hefur vakið ugg. Sérstaklega þegar haft er í huga að meira en helm- ingur afbrotanna er óupplýstur. Er ótt- ast að það veröi til þess að freista enn fleiri til að ná sér í skjótfenginn pen- ing. Yfirleitt er ekki um stórar upphæðir að ræða, um eða yfir 100.000 krónur ís- lenskar, og ránin illa undirbúin. I flest- um tilfellum eru það síbrotamenn sem oft eru nýsloppnir úr fangelsi. A mánudag, sama dag og stórrán var framið í Kaupmannahöfn, birtist einn af þekktari bankaræningjum Dana, Helge Randrup, í banka í Árós- um og hafði á brott með sér tæpar 200.000 krónur, íslenskar. Helge, sem er sérfræðingur í að dulbúast, á eftir 16 ára fangelsisdóm fyrir fyrri afrek og ránið á þriðjudaginn bætir sennilega einu eöa tveimur árum við. Fjórum dögum áöur hafði Helge Randrup nælt sér í sem svarar tæpum átta þúsund íslenskum krónum í apó- teki í miðbæ Árósa. Eins og bankarán- ið bendir til þá hefur það rétt dugaö honum til helgarinnar. Helge er ófundinn. Hann hafði leigt bíl til verknaðarins og af því tilefni sýnt ökuskírteini. Það kom í ljós aö ökuskírteinið var prentað í fangelsinu í Horsens, þaðan sem hann strauk. Þar er rekin prentsmiðja sem fangarnir vinna í. Fyrir nokkru komust þeir yfir pappír líkan þeim sem notaður er í ökuskírteini. Er nú hægt að fá bílpróf á svartamarkaönum fyrir nokkur hundruð krónur. Fangarnir hafa líka skipulagt með sér eins konar „leyniþjónustu” I gegn- um hana hjálpa þeir hver öðrum á flótta og er talið aö erfiðleikar lögregl- unnar með að finna Helge stafi af því að hann njóti nú þjónustu þessara sam- taka. -i Alaáóvild Karami, forsætisráðherra Líbanon, segir Israelsmenn ala á óvild hinna ýmsu hópa heimamanna á svæðunum sem þeir hafa hertekið í Líbanon og ætla aö yfirgefa á næstu mánuöum. Karami telur að meö þessu telji Isra- elsmenn sig geta haldið svæðunum hernaðarlega veikum fy'rst Líbanir vildu ekki samþykkja að Sameinuðu þjóðirnar tækju við vörslu þar. Fréttamenn hafa hitt fólk sem segir Israelsmenn hafa boðið sér vopn til að verjast óvinahópum á herteknu svæðunum. Vemdartollar skaða Yfirmaður Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins varar við að tollaverndun- arstefna ríkra þjóða kunni að leiöa til þess að efnahagsbati hinna fátækari veröi hægari. Jacques de Laroisiere sagði í ræöu í Stokkhólmi að útflutning- ur þróunarlanda biði mikinn hnekki þegar iðnríkin hækkuöu toila sína til að vernda innlendan markað. Þegar Bandaríkjamenn, til dæmis, setja tolla á skó frá Suður-Kóreu til að verja innlenda framleiðslu þá þýðir það mikið sölutap fyrir Suður- Kóreumenn. , Jðnríkin hafa sagst munu minnka tolla en þeim orðum hafa ekki fylgt aögerðir,” sagði de Larosiere. Öskurseggirangra Ræðuhornið í Hyde Park garðinum í London er nú I hættu vegna öskur- seggja sem þangað era farnir að venja komur sínar. Þeir ræðumenn sem mæta á hverjum sunnudagsmorgni til aö gera skoðanir sínar heimnuin kunnar á þessum stað era argir mjög út í þessa óaldarmenn. Þeir öskri klámyrðum yfir þá og ali á kynþátta- hatri. Ræöumennimir segja að veröi ekki gert eitthvað muni þessi 130 ára gamli siður, að halda ræður þarna á sunnudagsmorgnum, falla niður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.