Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1985, Blaðsíða 12
12
DV. FÖSTUDAGUR 8. FEBRUAR1985.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og Otgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjórí: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍOUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI
27022.
Afgreiðsla, áskriftír, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022.
Simi ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12.
Prentun: Árvakurhf.
. Áskriftarvarð á mánuðl 330 kr. Verö i lausasölu 30 kr. Halgarbiað 35 kr.
Stjórnin vöruð við
Afstaða stuðningsmanna einstakra flokka og lista til
ríkisstjórnarinnar og hugsanlegra kosninga í vor eða
sumar er mjög athyglisverð. Fara má nærri um þetta á
grundvelli síðustu skoðanakönnunar DV. I könnuninni
var sama fólkið spurt nokkurra spurninga. Því má skoða,
hvernig stuðningsfólk einstakra flokka skiptist.
Líklega kemur sú niðurstaða mörgum á óvart, að yfir
80 prósent stuðningsmanna Sjálfstæðis- og Framsóknar-
flokks styðja ríkisstjórnina. Getum hefur verið að því
leitt, að mjög margir flokksmenn stjórnarflokkanna hafi
gefizt upp á stjórninni. En skoðanakönnunin segir okkur,
að um 84 prósent sjálfstæðismanna styöja enn ríkisstjórn
Steingríms Hermannssonar. 8,4 prósent sjálfstæðis-
manna eru andvíg stjórninni og 7,5 prósent óákveðín um
afstöðu sína til ríkisstjórnarinnar. Ennfremur styður 81
prósent framsóknarmanna ríkisstjórnina. 11,9 prósent
framsóknarmanna eru ríkisstjórninni andvíg og 7,1 pró-
sent óákveðin samkvæmt könnuninni.
Þetta stjórnarfylgi segir okkur ekki, að ríkisstjórnin
hafi gefizt stjórnarflokkunum vel. I því efni ber að líta á
mikið fylgistap stjórnarflokkanna frá fyrri skoðana-
könnun DV í október. Fjölmargir hafa hrakizt frá stjórn-
arflokkunum, vafalaust meðal annars vegna þess að
þeim hefur þótt ríkisstjórnin ódugleg.
Eins og fólk mun muna reyndist ríkisstjórnin í minni-
hluta meðal landsmanna í þessari síðustu skoðanakönnun
eins og þeirri í október. Samkvæmt könnuninni skiptir
þar miklu, hvað þeir hafa um stjórnina að segja, sem vita
ekki, hvaða lista þeir kysu nú. Af þessum stóra, óákveðna
hópi reyndust miklu fleiri andvígir stjórninni en fylgj-
andi. Ef aðeins eru teknir þeir, sem tóku afstöðu í þessum
hópi, eru 39,8 prósent fylgjandi ríkisstjórninni en 60,2
prósent andvíg henni.
Ætla mætti, að stjórnarandstöðuflokkar ættu tölu-
verðar vonir um fylgi úr þessum röðum óákveðinna kjós-
enda. En hitt er jafnlíklegt, að þar sé að finna marga
fyrrum kjósendur stjórnarflokkanna, sem nú segjast
óákveðnir af óánægju með ríkisstjórnina. Það vegur lítið
gegn þessu þótt nokkrir af stuðningsmönnum stjórnar-
andstöðuflokkanna segist í könnuninni styðja ríkisstjórn-
ina og því vafasamt, hvað slíkt fólk kysi, er að kjörborði
kæmi.
Einnig var spurt, hvort fólk væri fylgjandi eða andvígt
því, að efnt yrði til þingkosninga í vor eða sumar. Nokkur
meirihluti landsmanna reyndist vilja fá kosningar.
Meirihluti sjálfstæðis- og framsóknarmanna vill ekki
kosningar á næstunni, samkvæmt könnuninni. En margir
stuðningsmenn stjórnarflokkanna vilja kosningar,
fjórðungur sjálfstæðismanna og fimmtungur fram-
sóknarmanna.
Þar sem andstæðingar ríkisstjórnarinnar eru miklu
færri í þessum hópi en þeir sem vilja fara í kosningar, má
ætla, að margir stjórnarliðar telji kosningar munu
hressa upp á stjórnina. Kosningar gæfu og tilefni til
mannaskipta í ríkisstjórninni. Þessar óskir um kosningar
bera því vitni, að margir stjórnarsinnar eru óánægðir
með stöðu mála.
Þær eru eins og aðrar niðurstöður í skoðanakönnuninni
kröftug aðvörun til ríkisstjórnarinnar um að geta betur.
Haukur Helgason.
„Um kostnað wið brautarlýsingu veit ég ekki, en hver dagur í snjóruðningi er dýr. Og slys kosta líka
mikið."
GÖTUUÓS Á
HELUSHEIÐI?
Ein meiriháttar þjáning í íslenska
vegakerfinu, ef frá eru taldir moldar-
og malarvegir, eru vegir um heiöar
og fjallaskörö. Þótt yfirleitt séu þess-
ir fjallvegir ekki í mjög mikilli hæö,
eöa aöeins 3—400 metra yfir sjávar-
máli, er þaö nóg til þess aö þar er
annað veöurlag en á láglendi, eða í
byggö, en eigi að síður eru sumir
þessara vega lífæðar í atvinnu og
samgöngum.
Munurinn er einkum fólginn í
lægra hitastigi, meiri úrkomu og
verra skyggni, og þótt aöeins muni
tveim gráöum, eöa þrem, skiptir sá
munur verulegu máli. Því regn á lág-
lendi þýöir oft blota á heiðum, slydda
í byggð snjókomu á fjallinu og svo
renningur algengari á fjallavegum
en í byggö og þokur grúfa sig yfir
heiöarvegi oft langtímum saman.
Af snjóruðningi
Þessum örðugleikum reyna menn
að mæta með ýmsum ráöum. Reynt
er aö leggja sér vegi á láglendi, þótt
lengra sé það í kílómetrum og má til
nefna veginn fyrir Snæfellsnes og
Heydal, einnig vetrarveg milli Húsa-
víkur og Akureyrar, sem er lengri,
en oftast auöveldari en sumarvegur-
inn. Svipuð dæmi ná nefna frá öörum
stöðum, til dæmis Þrengslaveg, sem
tekinn er framyfir Hellisheiöi á viss-
um árstíma, en þá getur svo farið, aö
hin síðarnefnda er oft ekki mokuð
vikum saman. Þá er vetrarakstri
mætt með snjódekkjum, nöglum,
keðjum, fimmtán gírum áfram og
meö framdrifi, eöa drifi á öllum hjól-
um. Einkum eru þaö þeir er atvinnu
eiga undir akstri á fjallvegum, eöa
aðra hamingju, sem leggja í slíkan
búnað, og þar sem ástandiö er verst,
eru notaðir snjóbílar til aö koma
fólki og ýmsum föngum milli staða,
þegar allt er á kafi í snjó.
Ef farið er eftir minni yfir fjöl-
farna og þýðingarmikla fjallvegi og
hæö þeirra yfir sjó, kemur í Ijós að
hæðarmunurinn einn segir eldá allt,
heldur einnig önnur veðurfræðileg
og landfræöileg atriði. Breiðadals-
heiði við Isafjörð er þannig 610 metra
yfir snjó og ef ég man rétt, týndu
vegageröarmenn snjóruðningstækj-
um sínum þar í fyrravetur og fundu
ekki aftur fyrr en um vorið.
Fagridalur er hmsvegar aðeins
320 metra yfir sjó, Oddsskarð 705
metra (göngin eru neðar og hæðin
því ekki sambærileg). örðugustu
fjallvegir á Snæfellsnesi eru svo
Fróðárheiði (361 m) og Kerlingar-
skarð (311 m). Og þótt hæðin sé ekki
mikil, hafa margir komist þar í hann
krappan því á þessum fjallvegum
munu fleiri hafa orðið úti á liðnum
öldum en á öðrum vegum. Mjög
öröugt mun að halda áttum þar í
stórhríöum.
Kjallarinn
JÓNAS
GUÐMUNDSSON
RITHÖFUNDUR
Þá er Holtavörðuheiði aðeins 390
metra há, en er þó mjög mikill farar-
tálmi að vetrarlagi, öxnadalsheiði
er í 530 metra hæð yfir sjó, en þar er
oft þung færð, eða ófært eins og kunn-
ugt er af fréttum.
Og til að menn hafi samanburð, þá
er Mosfellsheiði aðeins 260 metra
yfir sjó, en hún er eigi fjölfarin að
vetrarlagi, þótt margir leggi leið
sína til Þingvalla á sumrin.
Ekki veit ég hversu miklu fé er
varið til þess að halda þessum — og
öðrum — fjallvegum opnum að
vetrarlagi í snjóþyngslum, en þar
mun vera um verulegar f járhæðir aö
ræöa, eins vel þótt búið sé aö skipu-
leggja snjóruðning, þannig að reynt
er að opna á ákveönum dögum, einu
sinni, tvisvar í viku og mun þá nokk-
uð fara eftir þýðingu veganna fyrir
athafnalífið.
Er snjórinn á
veginum aðalhindrunin?
Þeir sem - teljast vanir vetrar-
akstri á þjóðvegum vita að hindranir
geta verið af ýmsum geröum. Ofan-
koma getur hindrað akstur, snjór,
ýmist jafnfallinn eða í sköflum, þá er
það hálkan, sem getur verið lífs-
háski, dimmviðri, þoka, renningur
eöa Mtlar sem engar merkingar
(stikur), því þær vilja týna tölunni af
ýmsum ástæðum.
Eftir að hafa farið oft yfir HelUs-
heiði og aðra fjaMvegi, einkum þó
fyrmefnda leið, þá virðist hún hafa
þá sérstöku eiginleika að hún lokast
oft, án þess að vera raunverulega
lokuö. Skyggni verður þar oft
draugalega Utiö. Þokur eru miklar
og renningur. Virðist mér að heiðin
lokist því mun oftar í náttmyrkri en
t.d. að degi til. Slys eru einnig tíð á
HelUsheiði, einkum þó á sérstökum
stöðum. Og þá vaknar sú spuming,
hvemig er unnt aö gjöra umferð
ömggari yfir HeUisheiði en nú er?
Og svariö virðist vera, að það þarf að
lýsa akbrautina upp, helst alla leið
frá hraunbreiðunni fyrir neöan
HveradaU og GráfjöU og niður í
miðja Kamba. Þá myndi útafkeyrsl-
um í renningi fækka og menn sæju
brautina mun betur en nú er t.d. í
þoku.
Víða erlendis eru fjölfarnar hrað-
brautir lýstar og HeUisheiði er einn
fjölfamasti fjaUvegur þessa lands.
Ástæðulaust er að hafa ljósin á öUum
stundum, en þegar þeirra er þörf,
myndu þau gjöra mikiö gagn, vægast
sagt.
Þetta geta menn greint á margan
máta. Til dæmis er Suðurlandsvegur
upplýstur aö efstu byggö í Hraunbæ,
eða langleiðina aö Rauðavatni. Þeg-
ar ekiö er í slæmu skyggni austur,
kannast margir mætavel við það,
þegar myrkrið „gleypir þá” skyndi-
lega, þegar ljósið þrýtur.
Eg hefi margsinnis verið vitni að
því að öflugustu bUar hafa ekki kom-
ist leiöar sinnar um HeUisheiði og
reyndar alla leið frá Sandskeiði í
Kamba. Ekki vegna þess að snjó-
þyngsli hafi tafið. Menn sáu ekki
handaskU: Geta rútubUstjórar stað-
fest þetta og eru þó að því leyti tU
betur settir, að oft sitja þeir hærra en
renningurinn, er tefur lægri bíla.
Um kostnað við brautarlýsingu
veit ég ekki, en hver dagur í snjó-
ruðningi er dýr. Og slys kosta lUca
peninga.
Eg er heldur ekki í minnsta vafa
um aö lýsing kæmi að haldi á fleiri
fjaUvegum, en rétt er þó að gera tU-
raun á fjöÚarnasta fjallvegi lands-
ins.
Jónas Guömundsson rithöfundur
A „Ég hef margsinnis veriö vitni aö
W því aö öflugustu bílar hafa ekki
komist leiöar sinnar um Hellisheiði
. . . Ekki vegna þess aö snjóþyngsli
hafi tafið. Menn sáu ekki handaskil.”