Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Page 1
Gúmbáturinn sem fannst bundinn við flakið. Ekki sáust nein merki þess að skipverjar hefðu komistí hann.
DV-mynd GVA. Slmamynd í morgun.
Óttast að fimm manns hafi farist með Bervík SH 43 frá Ólafsvík:
Leitarmenn fundu flak
bátsins á 25 metra dýpi
Öttast er að fimm manns hafi farist
með Bervík SH 43 frá Olafsvík er hún
sökk um einni sjómilu undan Bifshöfn i
gærkvöldi. Flak bátsins hefur verið
staðsett á 25 metra dýpi.
Skipverjarnir eru allir úr Olafsvík.
Allir eru þeir f jölskyldumenn nema sá
yngsti sem er um tvítugt. Sá elsti er
umfimmtugt.
Báturinn hafði verið á veiðum fyrir
sunnan Snæfellsnes og var á leið heim
til ÖJafsvikur. Hann hafði talstöðvar-
samband við annan bát um klukkan
19.30 i gær og þá átti hann eftir um 20
mínútna siglingu til heimahafnar.
Klukkustundu síðar kom Hugborg SH
SH 87 að mannlausum gúmbáti sem
varö til þess aö leit hófst. I ljós kom aö
gúmbáturini) var bundinn fastur við
skipsflak undir niðrl Verksummerki
bentu til þess að enginn maður hefði
farið í gúmbátinn þar sem rekakkeri
var ósnert og þakið haföi ekki verið
blásiö upp. Talið er að sjálfvirkur
sleppibúnaöur hafði losaö gúmbátinn
eftir að Bervík fékk á sig brotsjó og
sökk.
Veður á svæðinu var slæmt, 7—8
vindstig og þungur sjór og frost um 10
stig.
Umfangsmikil leit hófst þegar. I
henni tóku þátt flestir stærri bátar frá
Rifi, Olafsvík og Grundarfirði. Undir
miðnætti fannst ýmislegt lauslegt úr
Bervík rekið að syðri hafnargarðinum
á Rifi.
1 morgun var ákveöið að stækka
leitarsvæðið. Fjöldi báta og skipa
leitar nú frá öndveröamesi að (Xafs-
víkurenni. Einnig hafa fjölmennir
f lokkar úr björgunarsveitunum Björgu
frá Hellissandi og Sæbjörgu frá Olafs-
vík gengið fjörur í alla nótt og í
morgun.
Sjónarvottur á Rifi taldi sig hafa séð
aö slagsíöa væri komin á bátinn í gær-
kviðdi. Einnig herma óljósar fréttir að
heyrst hafi frá Bemk að slagsíða væri
kominábátinn.
Bervík er 36 lesta eikarbátur, smíðaður
árið 1954. Hann var á veiöum með drag-
nót.
KMU/APH
Fjörur gengnar f morgun viö
Rif. Taliö er aö báturinn hafi
sokkiö sunnan viö vitann sem
sést 6 myndinni. Þar fannst
gúmbáturinn bundinn viö flak-
ið og olfubrák á sjónum.
DV-mynd GVA — Sfmamyndir f
morgun