Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Blaðsíða 2
DV. FIMMTUDAGUR 28. MARS1985. Kjörbörnin f rá Sri Lanka Sólveig Engilbertsdóttir — fyrsta myndin sem tekin var af henni eftir að hún var œttleidd. Hún lét vel í sör heyra í læknisskoflun á Landspitalanum i fyrradag enda svaf hún vœrt um kvöldifl. Systkinin > Guflbjartur Ólafur og Kristín Ósk, Sigurflarbörn. Þau eru litil og nett, vega hvort um sig 8 merkur. Athygli vakti i f lugvólinni á leiflinni heim afl þau voru bæfli í burflarrúminu. Hvernig ber fólk sig ad þegarþað ættleiðir börril „Þau eru mjög vær, láta svona vita af sér þegar þau vilja drekka og láta skipta á sér," sögöu hjónin Sigurður Karlsson og Ellen Olafsdóttir í viðtali í DV í gær en þau hjón ættleiddu tvö börn frá Sri Lanka þann 21. mars síð- astliðinn. Eins og fram kom í DV í gær voru þau ekki ein um það. Alls voru kjör- bömin fjögur sem komu til landsins um síðustu helgi og var það stór stund hjá þessum þremur f jölskyldum. En hvernig ber fólk síg aö þegar það vill ættleiða börn? Fá allir að ættleiða börn, kostar það eitthvað, hversu mörg böm hafa verið ættleidd frá svokölluð- um þróunarríkjum á síöustu árum? Félagið íslensk ættleiðing Hjónin þrjú, sem ættleiddu börnin fjögur frá Sri Lanka þann 21. mars síðastliöinn, nutu aðstoðar félagsins Islenskættleiöing. Félagið starfar sem áhugamanna- hópur fólks sem vill ættleiða börn. Það var stofnað 1978 en fyrstu börnin voru ættleidd í kringum 1970. Þau börn voru frá Kóreu. Síðan þá hafa verið ættleidd börn frá Guatemala, Líbanon, Indónesíu, Tyrklandi, Colombíu og nú síðast Sri Lanka, alls um 140 böm. Flest hafa börnin komið f rá Indónesíu, 60 talsins, áárunum 1981 til 1983. Ekki mörg hjón á biðlista Þessa stundina munu ekki vera mörg hjón á biðlista hjá Islenskri ættleiðingu, svo vel hefur gengið að fá börn á undanf ömum árum. ^¦v í fangi mömmu i fjörutíu þúsund fetum á leiflinni heim, i norflrifl. „Hún hefur borflafl mikifl, er meira afl segja orflin búttufl á islenskan mœlikvarfla." Ingibjörg baflar Sólveigu á gistiheimilinu þar sem þau bjuggu í Colombo, höfuflborg Sri Lanka. Eins og sjá má var notast vifl vaskinn, um annafl var ekki afl rœfla. Islensk ættleiðing er í sambandi við mann í Hollandi sem er tengiliður við þau lönd sem leyfa ættleiðingu. Sam- band hans byggist á gagnkvæmu trausti. Hann vinnur af hugsjón, vill ein- göngu fólk sem er tilbúið að axla ábyrgöina og hefur alla pappíra í lagi en á Islandi eru gerðar miklar kröfur varðandi vottorð og leyfi. Tilskilin leyfi Þau leyfi, sem þarf að hafa, eru yfirlýsing frá dómsmálaráðuneytinu, leyfi barnavemdamefndar, hjóna- vígsluvottorð, fæðingarvottorð, saka- vottorð, tekjuvottorð og læknisvottorð. Það vekur og athygli að h jónin, sem DV ræddi við í gær og komu með böm sín heim um helgina, eru ung að árum, um og innan við þritugt. Hvorug hjón- anna gátu átt böm saman. En sú stund, er hin raunverulega móðir afhendir barn sitt, hlýtur að vera stund tilfinninga. „Þetta var átakanleg stund," segja þau Engilbert Valgarðsson og Ingibjörg Birgisdóttir. Lítið skólagengin og fátæk Móðir barnsins þeirra, Sólveigar *1 Engilbertsdóttur, var til dæmis litið skólagengin og mjög fátæk. Hún hafði hreinlega ekki tök á að annast barn sitt. Margar mæðurnar eru líka búnar að brynja sig fyrir afhendinguna, sýna ekki tilf inningar sínar og eru í rauninni fegnar og anægöar að einhver skuli geta tekið börnin að sér. Nú munu um 20 börn frá Sri Lanka búa á Islandi og fleiri eru á leiðinni. Er hægt að velja sér strák eöa stelpu? En geta foreldrar valið um strák eða stelpu? Það er aöeins hægt að lýsa yfir ósk sinni, ósk sem hugsanlega er hægtaðuppfylla. Þannig báðu þau Engilbert og Ingi- björg um stúlkubam og fengu. Þau Sigurður og Ellen báðu um strák og stelpu og fengu það líka. Og það er ekki hægt að velja sér börn. Börnin eru valin fyrir foreldrana. Sjálf afhendingin fer fram í rétti þar sem gengið er frá ættleiðing- unni, skrifað undir nauðsynleg skjöl og þess háttar. Stúlkubörn frekar ættleidd I sambandi við val á börnum mun vera nokkuð algengara að stúlkubörn séu ættleidd á Sri Lanka. Mæðumar treysta frekar á að eiga drengina með afkomu síðari ára i huga. Sumir kynnu að spyrja hvort greiða þurfi fyrir bömin. Svo er ekki. Aðeins er greitt fyrir skjalakostnað, stimpil- gjö'id og þess háttar, auk þess sem lö'g- fræðingurinn, sem annast ættleiðing- una, fær greidda þóknun fyrir sitt starif. 14 tfma flug — London — Sri Lanka Og það er í rauninni ekkert smá- ferðalag að fara til Sri Lanka. Flestir fljúga héðan til London eöa Amsterdam og þaðan í einni striklotu tilSriLanka. Sem dæmi má nefna að ferðin frá London til Sri Lanka tekur um 14 1/2 klukkustund. Þau Engilbert og Ingi- björg flugu þá leiðina. Lent var tvisvar en í hvorugt skiptið var f arþegum leyft aðyfirgefa vélina. Æðislegt að koma f norðangarrann Svo var það loksins Keflavfk: örlitið kaldara en í þessum 35 stigum á Sri Lanka, eða, eins og Ingibjörg og Engilbert orðuðu það: „Það var æðis- legt að koma í norðangarrann og finna allt þetta öryggi hér heima." Kjörbö'rnin eru líka svo sannarlega í öruggum höndum. Annars ætti kannski ekki að tala um þau sem kjörböm, Kóreubörn eða Indónesiubörn. Þáu eru Islendingar. -jgh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.