Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Síða 4
4
DV. FIMMTUDAGUR 28. MARS1985.
Fréttaljós — Fréttaljós — Fréttaljós
HVERS VEGNA VAR
HJÖRTUR PÁLSSON
HRAKINN BROTT?
Frá Eflvarfl Jónssyni,
fréttamanni DV í Færeyjum
Margar spurningar hafa vaknaö
vegna Hja'tar Pálssonar, forstjóra
Noröurlandahússins í Færeyjum,
ekki síst eftir aö stjórn hússins ákvað
í gær aö biöja Hjört um að leggja
niður störf tafarlaust þótt þrír mán-
uöir séu eftir af uppsagnartímanum.
Samkvæmt þeim upplýsingum sem
fréttaritara DV í Færeyjum hefur
tekist að afla sér eru ástæðurnar þær
að Hjörtur fékk í upphafi engu ráðið
um gang mála í Norðurlandahúsinu
fyrir ofríki fyrrverandi forstjóra
hússins, Steen Cold, og varaforstjór-
ans Ásu Jústiníussen. Fyrir Hjört
var því aöeins um tvennt að velja, að
sitja áfram og leyfa tvímenningun-
um að stjórna húsinu eða segja starf-
inulausu.
Varaforstjórinn var áður skrif-
stofustúlka hjá færeysku lands-
stjóminni en réðst til starfa við
Norðurlandahúsið í tíð Steen Colds.
Fáeinum dögum áður en Cold lét af
störfum skipaöi stjórnin Ásu vara-
forstjóra hússins, að tillögu hans.
Er Cold síðan kom til Danmerkur
hittist svo heppilega á aö danski
meölimurinn í hússtjóminni hætti
störfum og Cold gekk inn í stjórnina í
hans stað. Viröist af þessu nokkuð
ljóst að Cold hafi með þessu tryggt
sér að hann gæti stýrt húsinu áfram
þótt hann færi frá að nafninu til. I
stjóm Norðuríandahússins sitja átta
manns, þar af þrír Færeyingar.
Þessi stjóm á að hafa yfirumsjón
með málefnum hússins. Þrír með-
limir stjórnarinnar hafa þó verið
atkvæðamestir, formaðurinn, Jan
Stjamstedt, sem er Svíi og hefur það
að atvinnu að vera í nefndum og ferð-
ast á þeirra vegum, Steen Cold, sem
hefur verið viðriðinn Norðurlanda-
húsið frá því hugmyndin að því fædd-
ist og Færeyingurinn Daníel Pagli
Daníelsen, fyrrum landstýrismaöur í
menntamálum. Þessir þrír menn
hafa haft náið samstarf sín á milli.
Ljóst er að að minnsta kosti
tvennt í þessu máli þarfnast skýr-
inga. Sú ákvörðun um að skipa vara-
forstjóra tveimur dögum áður en
Steen Cold hætti störfum og seta
hans í stjórn hússins en augljóst var
frá upphafi að vera hans þar myndi
gera nýjan forstjóra áhrifalausan.
Flestir hér í Færeyjum líta á
þetta mál sem hneyksli fyrir stjóm
hússins og þau færeysk blöð sem um
þetta mál hafa skrifað hafa farið
hörðum orðum um vinnubrögð
stjómarinnar og kallað þau lítinn
ávinning fyrir norrænt samstarf. Inn
í þetta mál blandast annaö hneyksli,
þar sem formaðurinn og Cold virðast
hafa verið að hygla einum vina
sinna, dönskum grafíklistamanni, á
kostnað Norðurlandahússins. Em
ekki öll kurl komin til grafar enn í
því máli.
Næsta skref fyrir hússtjórnina er
að skipa Ásu forstjóra og ætti þá að
vera friður um norrænt samstarf í
Færeyjum. ÁE
Norðurlandahúsið i Færeyjum.
Kristján Ragnarsson LÍÚ:
Niðurstöðurnar
gleðja okkur
„Ástæðan fyrir því að við vorum aö
þessu var sú að við töldum að viöhorf
almennings til sjávarútvegsins væri
ekki nógu gott. Eg persónulega var
reyndar svolítið annarrar skoðunar og
taldi að þetta væri ekki svo slæmt.
Okkur finnst þessar niðurstöður
vera jákvæðar og jákvæðari en menn
þorðu að vona,” sagði Kristján
Ragnarsson, formaður LIÚ, í viðtali
við DV um niðurstöður skoðanakönn-
unar sem Hagvangur hf. hefur nýlega
lokið við að gera um skoðanir fólks á
sjávarútvegi almennt.
Hann sagði að enn væri ekki búið að
ákveða hvemig þessar niðurstöður
yrðu nýttar. Ljóst er að þessar niður-
stöður verða fljótlega metnar og
ákveðið hvar þörf er að leggja aukna
áhersluá.
„Fljótt á litið kemur okkur til hugar
að niðurstnöurnar í sambandi við þátt
skótanna séu neikvæðar fyrir þá.Það er
a'triði sem við þurfum greinilega að
taka á af meiri hörku,” sagði Kristján
Ragnarsson.
Fjölmiðlar
I könnuninni kemur í ljós að fjöl-
miölar virðast gegna miklu hlutverki í
sambandi við upplýsingar almennings
um sjávarútveg. Kristján sagði að nú
væri að meta það hvort hægt væri að
bæta það ástand enn betur.
„Við höfum ekki gert samþykkt um
það að mótmæla meöferð fjölmiðla á
sjávarútvegi eins og örmur hagsmuna-
samtök hafa gert. Við höfum ekkert
undan fjölmiðlum að kvarta. Þeirra
vilji og áhugi hefur veriö fyrir okkar
málum,” sagði Kristján.
— Þú ert sem sagt ánægður með
viðhorf Islendinga til sjávarútvegsins?
„Við erum ánægðir með afstöðu
f ólksins í landinu og hún var jákvæðari
en við áttum von á. Þaö gleöur okkur,”
sagðiKristján.
APH
Kennslumálin í sjávarútvegi:
Lærðu ekkert
umfiskílOOár
I um hundrað ár hefur ekkert verið
kennt um meðhöndlun fisks í Stýri-
rnaimaskólanum fyrr en allra síðustu
ár. Fiskvinnsluskólinn hefur nú undan-
farin þrjú ár tekið að sér að fræða
væntanlega stýrimenn um meðhöndl-
un á fiski.
„Þetta námskeið er fyrir væntan-
lega stýrimenn á fiskiskipunum. Þeir
hafa ekkert lært um meðhöndlun á
fiski í skólanum, sem er hundraö ára
eða svo, fyrr en fyrir nokkrum árum,”
segir Sigurður Haraldsson, skólastjóri
Fiskvinnsluskólans.
Hann segir þaö vera rétt að ákaf-
lega lítið sé kennt um fiskvinnslu og
veiöar í skólum landsins. Reyndar sé
boðiö upp á valgrein í grunnskólum
þar sem f jallað er um sjómennsku.
„Að mínu mati þarf að efla þessa
kennslu mikið og byrja strax í grunn-
skólanum. Ég hef reyndar grun um að
sáralítið sé kennt um atvinnulífið al-
mennt þar,” segir Siguröur.
— En þyrfti ekki að byrja innreiö í
háskólann?
„Jú, það er orðið tímabært. Það
hefur verið nefnd starfandi un nokkurt
skeið sem hefur fjallaö um þessi mál.
En ég veit ekki til þess að hún hafi
komist að niðurstöðu.”
Sigurður segir að aðsókn að Fisk-
vinnsluskólanum hafi veriö mjög góð
undanfarin ár. Skólinn hafi þegar f eng-
ið fjárveitingu fyrir að hefja byggingu
á nýjum skóla því núverandi húsnæði
er orðið allt of lítið. I fyrra var allt til-
búið til að hefja framkvæmdir en þá
lenti skólinn í „gatinu” eins og Sig-
urður segir. Nú mun hins vegar vera
ætlunin að hef ja f ramkvæmdir. Gert er
ráð fy rir aö skólinn verði í Hafnarfirði.
APH
j dag mælir Dagfari________í dag mælir Dagfari______ídagmælir Dagfari
Alþýðubandalagið í endurhæfingu
Ymis mcrkileg tíðindi hafa borist
úr herbúðum Alþýðubandalagsins aö
undanförnu. Fyrst er frá því að
greina að erlcnd fréttastofa hefur
það eftir framkvæmdastjóra Alþýðu-
bandalagsins, að meöan ísland sé í
Nato, sé ckkert annaö aö gera en við-
urkenna þá staðreynd og vera sem
virkastir í því samstarfi. Fram-
kvæmdastjórinn vill að tslendingar
taki sem mestan þátt í störfum
bandalagsins og hafi þannig áhrif á
stefnuþess ogstörf.
Þessari frétt hefur ekki verið mót-
mælt, hvorki af framkvæmdastjór-
anum, formanninum né Þjóðviljan-
um.
í kjölfar þessara upplýsinga
fylgdu síðan fréttir um það að Al-
þýðubandalagið hygðist sækja um
aðild að alþjóðasambandi jafnaðar-
manna. Þegar hér var komið sögu,
var formaður Alþýðubandalagsíns
staddur í Togo í Afríku og var ekki
lengur með á nótunum. Játaði hvorki
né neitaði, en vísaði málinu til fram-
kvæmdastjórans sem hefði áreiðan-
Iega svör á reiðum höndum. Fram-
kvæmdastjórinn hefur staðfest þess-
ar fyrirætlanir.
í Ijósi sögunnar teljast þessi
stakkaskipti nokkur tíðindi. Alþýðu-
bandalagið hefur þrifist á þeirri póli-
tík aö vera bæði á móti Nato og jafn-
aöarmönnum og safnað til sín fylgi
þess fólks, sem sér rautt þegar
minnst er á krata og Nato. Verður
ekki önnur ályktun dregin en sú, að
Alþýðubandalagið hafi ákveðið að
kúvenda í pólitíkinni og semja frið
við höfuðandstæöingana samkvæmt
kenningunni: if you cannot beat
them, join them.
Þessi endurhæfing er skiljanleg.
Rúmlega 80% þjóðarinnar styðja
aðildina að Nato og ljóst er að jafnað-
armenn á Islandi eru í stórsókn.
Samkvæmt skoðanakönnunum hefur
fylgi Alþýðubandalagsins hrunið úr
18 til 20% niður í 9 til 10%. Stefnir allt
í það að Alþýðubandalagið verði
smæsti flokkur þjóðarinnar eftir
næstu kosningar, að Kvennaiistan-
um og Bandalagi jafnaðarmanna
meðtöldum. Alþýðubaudalagið hefur
ekki áhuga á því hiutskipti. Flokkur-
inn nennir ekkl að eltast við pólitik,
sem engir aðrir en sérvitringar aö-
hyliast. Hann ætiar að hætta að vera
kommaflokkur á móti Nato, hann
ætlar að hætta aö vera vondur við
krata, og hann ætlar meira að segja
að hætta að vera að dekra við verka-
lýðshrcyfinguna. Góður og gegn al-
þýðubandaiagsmaður, Björn Arnórs-
son, hagfræðingur ASÍ, hefur nýlega
gengið úr flokknum einmitt fyrir þá
sök, að Alþýðubandalagið sé ekki
lengur í tengsium við hagsmuni og
viðhorf launþega. Þetta er sjálfsagt
alveg rétt hjá Birni enda mun vera
iítt um kærleika milli flokksforyst-
unnar og verkalýðsforystunnar um
þessar mundir.
Þeir siðarnefndu hafa hins vegar
ekki áttað sig á því, að þau sam-
bandsslit eru liður í endurhæfingu
flokksins, sem sé þelrri, að hreinsa
sig af þeirrl pólitík, sem fælir fólkið
frá.
Ekki er að efa að för Svavars for-
manns til Togo er einn þáttur þeirrar
menningarbyltingar sem nú fer fram
í herbúðum Alþýðubandalagsins
enda má margt læra af afrískum
stjórnmálum, þegar byltingar af
þessu tagi eru annars vegar.
Geir Hallgrimsson er í þann mund
að stofna hermálaráðuneyti til að
efla varnir landsins, og spurning er
hvort hann eigi ekki að bjóða ein-
hverjum alþýðubandalagsmönnum
störf í því ráðuneyti, svo þeir geti
framkvæmt þá stefnu sina, að gerast
sem virkastir I Nato. Jón Baldvin
gæti síðan boöið Svavari og kompanii
sæti á framboðslistum kratanna svo
tengsl þeirra við alþjóðasamband
jafnaöarmanna innsiglist. Þá verður
ekki annað eftir en að sækja um inn-
göngu í Varðberg svo endurhæfingin
verði kórónuð. Þar er atkvæða von, í
staðihn fyrir vcrkalýðinn. Dagfari.