Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Page 9
DV. FIMMTUDAGUR 28. MARS1985. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Afnema verslun við Suður-Afríkumenn Skutu blint inn i þvögu Lögregla drap í dag tvo blökkumenn meö því aö skjóta inn í hóp fólks sem var aö ráöast á hús í bæjarfélagi nálægt Uitenhage í Suður-Afríku, eftir því sem lögregla á staðnum segir. Húsið átti móöir svarta bæjarstjórans. Svartir em- bættismenn hafa orðið fyrir miklum árásum annarra blökkumanna sem líta á þá sem samstarfsmenn hvítu Blökkufólk á harðahlaupum undan táragasárás lögreglunnar í Höfða- borg. aðskilnaðarstjómarinnar í Suður- Afríku. Lögregla sagði að múgurinn hefði verið um 2.000 manns. Þeir hefðu hent bensínsprengjum og steinum að lögreglu. Varðmaður og lögreglu- maöur hefðu særst. Eftir að lög- reglan hafði skotið blökkumennina tvo var táragasi dælt á fólkið. Bardagarnir blossuðu upp á sama tíma og réttarhöld hófust vegna dráps lögreglu á 19 manns fyrir ná- kvæmlega viku. Einnig fóm fyrir rétt í gær kirkjuleiðtogar sem fóm í mótmælagöngu gegn kynþátta- aðskilnaðarstefnu stjómvalda í trássi við lög sem banna útifundi. Opna um ísland í Le Monde Frá Friðriki Rafnssyni, fréttarit- araDVíParís: Franska stórblaðið Le Monde birti á föstudag heilmikla grein um Island auk þess sem blaöið birti flennistóra mynd frá Þingvöllum á forsíðu. Greinin í blaðinu náði yfir heila opnu. Hún var stórfengleg lýsing á landi og þjóð þar sem brá fyrir skondnum athugasemdum blaðamanns, eins og þeirri að á landinu byggju eitthvað um tveir víkingar á f erkílómetra. önnur eins landkynning hefur ekki birst á síöum fransks blaðs frá því forseti Islands var hér á ferðinni í hittifyrra. Því má búast viö að Frakkar stefni norður á bóg- inn næsta sumar. — lagt að Norðurlöndum að gera það sama Norska stjórnin birti í gær laga- frumvarp um að takmarka mjög eöa algerlega verslun og viðskipti við Suður-Afríku. Eninn vafi er á því að frumvarp hægri stjórnar Káre Willoch verðursamþykkt. Auk þessa ætlar Sven Stray utan- ríkisráðherra að leggja til við utan- ríkisráðherra hinna Norðurlandanna að Svíþjóð, Danmörk, Finnland og Is- land geri eins. Hann mun leggja þetta til á fundi utanríkisráðherranna sem hófst í Helsinki í morgun. Einnig á að leggja að öðrum þjóðum Evrópu að fylgja fordæmi Norðmanna. Meðal tillagna frumvarpsins er aö skrásett verði öll norsk skip sem flytja olíu til Suður-Afríku. En gagnrýnendur kynþáttastefnu Suður-Afríku halda því fram að norsk olíuskip flytji til Suöur- Afríku allt aðhelmingi oliuþarfa lands- ins. Asbjöm Haugstvedt viðskiptaráð- herra sagði að einnig myndi þurfa sér- stakt leyfi stjómarinnar til innflutn- ings frá Suður-Afríku. Stjórnin myndi einnig íhuga að setja formlegt bann á olíuútflutning til Suður-Afríku. Fyrir er óformlegur samningur um að norsk olía fari ekki til Suður-Afríku. Vestrænir sendimenn segja að mikilvægasta atríöi frumvarpsins sé skrásetning olíuskipanna sem flytja olíu til Suður-Afríku. Norskir skipaeig- endur myndu sennilega hætta viö flutn- inga til Suöur-Afríku af ótta við að missa mikilvæga viðskiptamenn í mið- austurlöndum yrði ljóst að þeir sigldu til Suður-Afríku. Nú fara þessir flptningar fram með mikilli leynd. Oliuskipin sigla undir fölskum nöfnum og koma i hafnir í Suður-Afríku ljóslaus af ótta við að hópar sem berjast gegn kynþáttastefn- unni komi auga á þau. En sendimennirnir sögðu þó að lík- lega myndi Suður-Afríka ekki eiga mjög erfitt með að fá önnur skip til ferðanna. Svíar hætta kolainn- f lutningi frá Afríku Sviar vilja einnig leggja sitt fram í baráttunni gegn kynþáttastefnu Suður- Afríku og stjórnin þar hefur ákveðið að hætta öllum kolainnf lutningi frá Suður- Afríku. Orkumálaráðherra Svíþjóðar, Birgitta Dahl, sagði í gær að stjórnin hefði gert kolainnflytjendum ljóst að hættu þeir ekki innflutningi frá Suður- Afríku af sjálfsdáðum myndi stjórnin skylda þá til þess. Þeir hefðu samþykkt að fara að tilmælum stjórnarinnar. Formaður kolainnflutningsfélags Svíþjóðar, Olle Berg, sagði að félag hans hefði samþykkt samhljóða að f ara að tilmælum stjómarinnar. AIWA AIWA AIWA Fermingarg,söfmeleðut AIWA CA-30 Stórglæsilegt feröatæki meö LB, MB, SB og FM stereo, lausum hátölurum, 2x 14 vatta magnara, tengingu fyrir plötuspilara, hljóðnema og heyrnartól, 5 banda tónjafnari, segulband með lagaleitara, Dolby og fyrir normal-, chrome-og metalspólur. _ , Stgr. vo,ö 16.980,- OpiÖ alla laugardaga fró kl. 10 — 12. Allt tíl hljómfíutnings fyrir: HEIMILID - BÍLIIVN OG DISKÓTEKIÐ D i. .i i\aa io ARMÚLA 38 (Selmúla meginl 105 REYKJAVIK SIMAR: 31133 83177 POSTHÓLF 1366 Stórkostlegt páskatilboð ?||0/ afsláttur á öllum gulum vörum. /O Fermingarsett, jakkar, jogginggallar og bómullarbolir. Aðeins föstudag og laugardag FÍ3EB Laugavegi 41. Sími 22566.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.