Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Síða 10
10 DV. FIMMTUDAGUR 28. MARS1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Dómarinn sem verður næsti forseti Grikklands Cristos Sartzetakiz, hæstaréttar- dómarinn sem aö öllum likindum verður næsti forseti Grikklands, ólst upp í fátækt og andrúmslofti of- sókna. Það ól upp í honum um leið ríka réttlætiskennd og nær ákafa. Sartzetakis fæddist í Salonika í norðurhluta Grikklands 1929 og starfaöi sem iögfræðingur um hríð áður en hann varð dómarafulltrúi fyrir 29 árum. Hann varð hæstarétt- ardómari 1982. Kom á óvart Hann hefur aldrei sóst eftir frægð eöa veriö mikið fyrir að hampa sjálf- um sér og varð sjálfur jafnundrandi og aðrir landsmenn hans þegar Andreas Papandreou, forsætisráö- herra og leiðtogi grískra sósíalista, bað hann áð gefa kost á sér til for- setaembættis. ,,Það kom auðvitað fullkomlega fiatt upp á mann sem aldrei hefur tekið virkan þátt í stjómmálum," sagði Sartzetakis. „Þótt ég að sjálf- sögðu fylgist meö stjómmálum þá hef ég aldrei tengst neinum stjórn- málaflokki. Dómarastörf mín mein- uöu mér þaö og þau hafa ávallt ráðið mestu um gtróir mínar.” Skyldmenni hans segja að Sartze- takis viti lítið af sér og aö hann hafi tekiö uppástungu Papandreou sem „mikinn heiöursvott”. Frægur af rannsókn á pólitísku morði Athygli almennings beindist fyrst að Sartzetakis 1963 þegar hann stjórnaöi dómsrannsókn á morði vinstri-þingmannsins Grigoris I.am- brakis sem drepinn var á útifundi í Salonika. Háttsettir foringjar í lög- reglunni reyndust viðriðnir málið og stjómmálamenn, en þótt málið yröi yfirvöldum töluveröur álitshnekkir þótti Konstantín Karamanlis (núver- andi forseti), sem þá var forsætis- ráöherra hægristjórnar, sleppa frá því með hreinan sk jöld. Lambrakis-málið varð heimsfrægt vegna verðlaunakvikmyndarinnar „Z” meö Yves Montand í aðalhlut- verki. Þar var Sartzetakis leikinn af Frakkanum Jean-Louis Tritignant. Yannis, bróðir Sartzetakis, en hann er stærðfræðiprófessor, minn- ist enn þess að honum og Cristos var margsinnis hótaö lífláti á meðan á rannsókn Lambrakis-málsins stóð. — ,,Oft þorði Cristos ekki að skilja við sig mikilvæg málskjöl og faldi þau jafnvel undir rúmi á meðan hann svaf,” segir Yannis Sartzetakis. Ofsóttir af valdhöfum Á valdaámm ofurstastjórnarinnar 1967-74 var Sartzetakis sviptur emb- ætti, handtekinn og sætti pyndingum vegna frjálslyndisskoöana. Hann var þó látinn laus aftur fyrir alþjóð- legt átak júrista sem fordæmdu þess- ar ofsóknir gegn virtum dómara í starfi. Hann minnist þess enn að föður hans, sem var lögregluforingi, var vikið úr starfi 1935 fyrir að styðja uppreisn lýðveldissinna innan hers- ins, en Grikkland var þá konungs- veldi. Það var upphaf þess að fjöl- skyldan, þar sem fyrirvinnumar höfðu ýmist verið í hemum eða lög- reglunni, sneri sér að borgaralegum störfum. Sartzetakis las lög við há- Þrir Grikkir sem mest hafa verið í fréttum undanfarnar vikur: Andreas Papandreou forsætisráðherra (lengst til vinstri), Cristos Sartzetakis sem verður að likindum næsti forseti og forveri hans, Konstantin Karamalis, sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs í forsetaembættið þegar hann hafði ekki stuðning sósial- ista. skóla Salonika og þótti með snjallari námsmönnum. Grískt dagblað hefur eftir Yannis bróöur hans í viðtali: „I Cristos sameinaðist í eitt iðjusemi, fróðleiksþorsti og skyldurækni. ” Skyldan ofar öllu Sartzetakis er sagður samvisku- samur í skyldurækni sinni og ósveigjanlegur í heiðarleika sínum. Þegar skyldan kallar annars vegar gæti hann ekki einu sinni fengið sig til að hlífa nánasta vini sínum. Hann þykir nánast hafa átrúnað á heiðar- leika, réttlæti og lögunum. Hann er maður kvæntur og eiga þau hjónin eina dóttur. Gleraugu, sem hann þarf að ganga með, gefa honum strangt yfirbragö en á móti dómaralegu alvörunni vega síðan æöi litrík hálsbindi sem hann jafnan gengurmeð. í þágu réttlætis og lýðræðis I yfirlýsingu sem hann gaf, þegar hann varð viö tilmælum Papand- reous, sagði hann meðal annars: ,,Ég tek áskoruninni vel meövitandi um hina miklu ábyrgð sem fylgir því embætti og þá aðallega vegna þess aö það er hafið yfir stjórnmálaflokk- ana. Ég gef kost á mér svo lengi sem ' ég get þjónaö hagsmunum landsins, frelsi, réttlæti og lýðræði eða öðru því sem mannúð grundvallast á. ” Húsaleiga tilefni hryðjuverka Eitthvert mesta hitamál sem brunniö hefur á vörum manna í Portúgal síðan í eftirmálum blóma- byltingarinnar 1974 er húsnæðis- vandinn, sem hefur verið ólæknandi, og húsaleigumálin. Eftir langar umræður fékk loks samsteypustjóm Mario Soares for- sætisráðherra. samþykki þingsins fyrr í þessum mánuði fyrir nýjum húsaleiguiögum. Vonast sósíalist- amir til þess að þau geti orðið fyrsta skrefið til lausnar vandanum. Frum- varpið hefur aö vísu ekki verið af- greitt annaö en til nefndar en gæti tekið gildi sem lög í október í haust. Niðurfelling 40 ára verðstöðvunar Frumvarpið mætti harðri and- stöðu frá kommúnistum sem eru þriðji stærsti stjómmálaflokkur Portúgals. Þeir töldu það ótímabært núna í óðaverðbólgu og miklu at- vinnuleysi samfara þröngum kjörum og kröfum um aukinn spamað. Én frumvarpið felur meðal annars í sér að aflétt verði verðstöðvun á húsa- leigu sem hefur veriö í gildi í nær fjörutíu ár. Sósíalistar og bandamenn þeirra, sósíaldemókratar, nutu liðveislu kristilegra demókrata í stjórnarand- stöðunni tii þess að koma frum- varpinu fram. Það þykir að vísu ekki fela í sér fullkomna lausn en vonir um að þar sé fundin byrjun á því að útrýma þessu félagslega vandamáli. Vantar 700 þúsund hús I umræðunni í þinginu voru nefnd- ar tölur sem gefa til kynna við hvað er að glíma. Það vantar um 700 þúsund hús til að leysa vanda hús- næöislausra en samt standa um 300 þúsund hús auö og þaö fást ekki kaupendur aö 40 þúsund nýjum heimilum. Leigjendur í tveim stærstu borgum Portúgals, Lissabor og Oporto, hafa greitt húsaleigu sem hefur verið fryst frá því aö lög voru sett um það löngu fyrir byltinguna og tóku þau til alls landsins. Eftir 1981 átti frystingin þó ekki að taka til nýrra leigusamninga. Við þá breytingu skapaöist undarlegt ástand. Um 17% leigjenda í miðbæ Lissabon og um 30% leigjenda annarra borgarhluta greiða húsa- leigu sem er undir 500 escudos á mánuöi (115 ísl. kr.). Én margir Portúgalar greiða um 12 þúsund krónur á mánuði (um 50 þúsund escudos). Utlendingar greiða langt- um hærri leigu. Verð á nýju húsnæði er langt fyrir ofan það sem flestir Portúgalar ráða við. Þaö er ætlað aö um 3,9% húseig- enda séu undir fertugsaldri. 842% hækkun húsaleigu Lissabon-blaðið Diario de Noticias sagði í grein nýlega að leigu- frystingin hefði fælt marga húseig- endur frá því að leigja eignir sínar þar sem leigan stóð ekki undir viöhaldskostnaði. Blaðið sagði aö um 16 þúsund hús biðu niðurrifs vegna þess að þeim hefði ekki verið haldið viö. Frumvarpið felur í sér hækkun húsaleigu, misjafnlega mikiö eftir því hvenær leigan hófst. En leiga á húsnæði, sem leigt var út fyrir 1955, gæti hækkað um 842%. Þaö er gert ráð fyrir verðbólgutryggingu húsa- leigunnar um allt að tvo þriðju hluta verðbólgunnar á ársgrundvelli, en hún hefur verið um30%. 3 milljónir manna ■ leiguhúsnæði Vonin er sú að þetta hvetji menn til þess að fjárfesta í íbúöarbyggingum eða í viðhaldi leiguhúsnæðis. Leigjendasamtök hafa hins vegar mótmælt hástöfum ráðagerðum um hækkun leigunnar. Það er talið að um þrjár milljónir manna búi í leigu- húsnæði. Hryðjuverkasamtök vinstri öfga- afla, sem kalla sig FP—25, stóðu fyrir sprengjuárás við aðalskrif- stofur húseigendafélagsins í Lissa- bon á meðan umræður um húsaleigu- frumvarpið stóðu yfir í þinginu. Sögðu þau sprengjutilræðið mótmæli við frumvarpið. *»ÉMa _____ Praca do Rossio i Lissabon, en i miðbænum er húsaleigan sums staðar afieins 115 krónur á mánuoi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.