Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Síða 11
DV. FIMMTUDAGUR 28. MARS 1985. 11 Fiskvinnslufólk frá Bæjarútgerfl Reykjavíkur, Ísbirninum og fleiri fiskvinnslustöðvum fjölmennti á þing- palla. „Við stöndum alltof lítið saman, en nú yfirgáfu allir vinnustaði sina," sagði einn úr hópnum. DV-mynd S. Fiskvinnslufólk fjölmennti á þingpalla: , HÆRRILAUN - EKKIDUSU Fiskvinnslufólk fjölmennti á þing- palla þegar frumvarp sem Sighvatur Björgvinsson og Guðmundur J. Guðmundsson eru flutningsmenn að var til umræðu á mánudaginn. Það er um breytingar á tekju- og eignar- skatti til frádráttar af tekjum fisk- vinnslufólks. I frumvarpinu segir að frádráttur- inn skuli nema 10% af beinum tekjum ófaglærðs verkafólks, fag- lærös starfsfólks í fiskiönaði og verk- stjómarfólks í fiskiðnaði. Guðmundur J. kvaðst vonast til, en hann mælti fyrir frumvarpinu, að þingmenn bæru gæfu til að afgreiöa þetta frumvarp fljótt og undan- bragðalaust. Karvel Pálmason, sem hefur tekið aftur sæti sitt í þingsölum eftir veikindi (varamaður hans var Sighvatur), sagði að nauösynlegt væri aö leiðrétta áratuga misrétti fiskvinnslufólks. En spurning vakn- aði hvort með lækkun tekju- og eignaskatts rétta sporið væri stigiö eöa hvort þetta skref væri nógu stórt til úrbóta fyrir fiskvinnslufólk og öryggi þess. Guðrún Helgadóttir tók þátt í umræðum og gagnrýndi verkalýðs- félögin í landinu harðlega fyrir að þau hefðu ekki fariö réttu leiðina fyrir launafólk. Veriö væri að bæta til bráðabirgöa launamál eins hóps í þjóðfélaginu. Þaö væri atvinnurek- andanna að greiða þessu fólki og öðrum mannsæmandi laun. Guðrún taldi rangt að taka einn hóp út úr eins og hér væri verið að gera — hvað með prjónakonurnar og saumakonumar í landinu? spurði hún. „Hvers vegna hefur verkalýðs- forystan í landinu ekki séö til þess að þetta fólk fái sómasamleg laun? Þetta fólk á að fá hærri laun en það á ékki að setja það á einhvem ölmusu- bekk eða stinga upp í þaö dúsu,” sagöi þingmaöurinn Guðrún Helga- dóttir. Klappað var á þingpöllum fyrir ræöumönnum en forseti neðri deildar bað áheyrendur um aö virða þingreglur og láta af slíku. Fleiri tóku til máls um málið, m.a. Albert Guömundsson fjármálaráðherra. -ÞG. Munum nota yfirlýsingu Steingnms — í næstu samningum, segir formaður BSRB „Eg tel mjög gott að fá þessa yfir- lýsingu frá forsætisráðherra, að opinberir starfsmenn eigi að fá laun í samræmi við launakjör í landinu. Eg tel að þetta styðji okkar kjarabar- áttu og viö munum nota okkur þessa yfirlýsingu í næstu samningum,” sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB. Sem kunnugt er gerði ríkisstjórnin sérstaka samþykkt síöastliðinn fimmtudag vegna kennaradeil- unnar. Þar segir á einum stað að tryggja verði eðlilegt samræmi í kjörum ríkisstarfsmanna og manna í sambærilegum störfum á hinum al- menna vinnumarkaði. I bréfi til launamálaráðs BHM síðastliðinn laugardag áréttaði forsætisráðherra þessa skoðun sína með þessum orðum: „Yfirlýsingar ríkisstjómar- innar ber aö skilja svo aö ætlunin er að tryggja ríkisstarfsmönnum sömu heildarkjör og menn hafa við sambærileg störf og ábyrgð, m.a. að dagvinnulaun verði hin sömu þegar borin eru saman laun, sem eru fyrir fulla dagvinnu aðeins og tekiö tillit til hlunninda hverskonar.” I síðustu aöalkjarasamningum fékk BSRB eins launaflokks hækkun vegna launaskriðs á almennum vinnumarkaði sem fjármála- ráðuneytið viðurkenndi aö næmi 3 til 4%. Kristján Thorlacius sagði að þaö væri vitað mál að þetta launaskriö hefði veriö enn meira eftir þann tíma sem metinn var til hækkunar hjá BSRB en ekki væri auðvelt að fá það upp á yfirboröið. En yfirlýsing Stein- gríms væri siðferðilegur styrkur fyrir komandi samninga. BSRB getur óskað eftir viðræðum um kaupliði gildandi kjarasamnings eftir 1. júni næstkomandi. Ef ekki næst samkomulag fyrir 1. júlí er heimilt aö segja upp samningnum fráogmeðl.september. -ÓEF. wmm Með þessu tilboði okkar viljum við óska þér til hamingju með ferminguna. Við bjóðum tvær samstæður úr gullnu línunni frá Marantz á sérlega hagstæðu verði. Staðgreiðsluverð á ódýrari gerðinni er aðeins 27.980 krónur eða gegn 7.000 króna útborgun og eftirstöðvár greiðist á 8 mánuðum. SAMSTÆÐA I Utvarpsmagnari: 2 X 30 vatta (8 ohm hátalarar) eða 2X40 vatta (4 ohm hátalarar) FM, MW og LW útvarpsbylgjur. Segulbandstæki: Með samhæfðu og léttu stjórnkerfi og dolby- suðeyði. Plötuspilari: Hálfsjálfvirkur, reimdrifinn með vökvalyftu og léttarmi. Hátalarar: 2X50 vatta góðir hátalarar. Skápur: Tækjunum góðu er haglega komið fyrir í skáp á hjólum. SAMSTÆÐA II Með samstæðu II kemur SÉR-MAGNARI 2X33 vatta (8 ohm hátalarar) eða 2X43 vatta (4 ohm hátalarar) og SÉR-UTVARP með FM, MW og LW bylgjum. Þetta er kraftmeiri samstæða með meiri fjölbreytni. Plötuspilari, segulbandstæki, hátalarar og skápur em sömu og fylgja samstæðu I. Stað- greiðsluverðið er 31.980 krónur. eða, með þægilegri 7.000 kr. útborgun og eftirstöðvar greiðist á 8 mánuðum. Skipholti 19, Reykjavik, S: 29800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.