Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Qupperneq 14
14
Frjálst.óháö dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍOUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI
27022.
Afgroiósla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12.
Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarvorð A ménuði 330 kr. Verð i lausasölu 30 kr. Helgarblað 38 kr.
Gæludýri fiskeldi
Einn tryggasti vagnhestur Sambands íslenzkra sam-
vinnufélaga, Jón Helgason kirkjuráöherra, hefur gefið
stórveldinu rétt á heitu og köldu vatni úr landi Staöar viö
Grindavík. Sambandið á aðeins að borga um 25 aura fyrir
tonnið, en samkeppnisaöilar þurfa að borga 26 krónur.
Að vísu veröur kostnaður Sambandsins meiri, af því að
þaö þarf sjálft að bora eftir heita vatninu. Og ráðherra
fullyrðir, aö öðrum fiskiræktendum standi þessi kjör til
boða. En ekki hefur komið fram, að þeir eigi kost á þátt-
töku í borholu Sambandsins.
Samningur Jóns við SÍS er ekki á hans ábyrgð eins, þótt
hann hafi ekki sagt ríkisstjórninni frá honum fyrr en að
honum undirrituðum. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins
geta ekki þvegið hendur sínar, því að þeir lögðu ekki einu
sinni f ram mótmæli, hvað þá að þeir færu í hart.
Ef til vill á verkaskipting stjórnarflokkanna að vera sú,
aö kirkjuráöherrann gefi gælufyrirtæki Framsóknar-
flokksins vatn í Grindavík og iðnaðarráðherrann gefi
gælufyrirtæki Sjálfstæöisflokksins vatn á Reykjanesi.
Aðrir fiskiræktendur verði að sit ja úti í kuldanum.
Þótt ekki sé um slíka verkaskiptingu að ræða, er ljóst,
að stjómarsamstarf, sem leyfir óhæfuverk af þessu tagi,
er án innihalds. Ráðherrarnir halda bara í það vegna
sinnar persónulegu stöðu og kæra sig kollótta um tjónið,
sem þeir valda flokkum sínum og þjóöinni.
Mikil áhætta er tekin með þjóðargjöfinni til Sambands-
ins. í áliti frá Orkustofnun kemur fram, að ekki sé hægt
að spá um skaðann af töku 350 sekúndulítra af fersku
vatni. Þaö er 30% meira magn en Hitaveita Suðurnesja
tekur. Og ferskvatn er ekki takmarkalaust á Reykjanes-
skaga.
Athyglisvert er, hvemig mál þetta hefur verið rekið.
Fyrst samdi Sambandið við Hitaveitu Suðurnesja, allt að
undirskrift, um ákveðið verð, en frysti síðan málið,
meðan gengið var frá samningum við ráðherrann og þeir
undirritaðir. Þessi aðferð lyktar fremur illa.
Þá er málið rekið af slíku offorsi, að Sambandið er
þegar byrjað að bora, þótt bæjarstjóm Grindavíkur hafi
ekki verið spurð ráða. Má þó ljóst vera, að gjafabréf
kirkjuráðherrans tekur ekki gildi, nema það nái staðfest-
ingu bæjarstjórnarinnar. Og hún er ekkert hrifin.
Eina afsökunin, sem fremjendur verknaðarins gætu
haft sér til málsbóta, er, að Hitaveita Suðumesja hefur í
skjóli einokunaraðstöðu sinnar reynt að kúga fé út úr
fiskiræktendum á einokunarsvæðinu. Hún lét Fjár-
festingarfélagið borga 26 krónur á tonnið eöa um 70% af
almennumtaxta.
Skynsamlegt væri að veita Hitaveitu Suöurnesja sam-
keppni, til dæmis með því að heimila fiskiræktendum að
stofna sameiginlegt fyrirtæki til borunar eftir vatni og
virkjunar þess. Stofnað yröi opið fyrirtæki um holuna við
Grindavík og annað umholuna á Reykjanesi.
Nauðsynlegt er að hvetja til framtaks í fiskirækt
fremur en að letja það. Þess vegna verður að hindra
hvort tveggja í senn, að einokunar-hitaveita haldi uppi of
háu verði á vatni og að pólitísk gæludýr fái forréttindi,
sem lami framtak annarra í fiskirækt.
Rikisstjómin hafði ekki döngun til að stöðva óhæfuverk
kirkjuráðherrans. En tveir aðilar geta hvor um sig
stöðvaö málið, bæjarstjórn Grindavíkur og svo sjálft Al-
þingi. Þessir aðilar þurfa að tryggja, að sameiginlegt
fyrirtæki fiskiræktenda verði stofnað um Staðarbor-
holuna. Jónas Krist jánsson.
DV
DV. FIMMTUDAGUR 28. MARS1985.
Skipulagsafglöp
Ef þiö akið eöa gangið um Suöur-
landsbraut, hafið þiö veitt athygli því
geipilega jaröraski sem orðið er gegnt
Hótel Esju. Trúlegt er aö svo sé. Þessi
grein er skrifuö sem hugleiðing um
Ihvaö þar er aö gerast og hveiju sú
I bygging breytir í útivistarmálum sem
græna byltingin lofaöi borgarbúum.
Útivistarsvæði
Samkvæmt áöur birtu svæöa-
skipulagi í Reykjavík, sem afmarkast
af Suöurlandsbraut, Kringlumýrar-
braut, Sigtúni og Reykjavegi, átti aö
vera útivistarsvæði meö gang- og
trimmbrautum og útisundlaug. Þetta
svæöi átti auk þess aö tengjast húsum
öryrkja, fatlaöra og ellisjúkra viö Há-
tún. Innan þessa svæðis átti aö rísa
heilsuvemdarstöð, meö æfingasölum
og innisundlaug.
Utivistarsvæðið átti auk alls þessa
aö tengjast listaverkasvæöi Ás-
mundarsafns og þaðan átti að koma
göngubraut í Laugardalinn. I fáum
oröum sagt, hér var sú hugmynd að
koma til móts við aldraða, fatlaöa og
heilbrigða sem vildu njóta útivistar.
Þessi gagnmerka hugmynd var hluti
af grænu byltingunni sem risti hjörtu
ráöamanna borgarinnar og þeirra sem
vildu ná að stjórna Reykjavíkurborg
þegar síöast va r kosiö.
Nú er langt í kosningar og gömul
fyrirheit gleymd og þau eins og mörg
önnur loforð hafa orðið innlyksa í kjör-
kössunum. Fyrrnefnt jarörask er
grunnur að heljarstórri höll Verkfræð-
ingafélags Islands.
Milljónahöll með breiðgötum sem
sundurskera þaö útivistarsvæöi sem
ég hef verið aö lýsa en þaö sem þá
stendur eftir verður einkasvæði hallar-
eigenda og gesta þeirra. Hvemig geta
slíkir hlutir gerst? Var í raun fyrmefnt
útivistarsvæði og aðrir þeir
möguleikar sem svæöið bauö upp á of
gott til að gamlingjar, fatlaðir og elli-
hrumir mættu njóta þess til heilsubót-
ar? Þaö er þversögn og hrein óhæfa að
ætla stéttarfélagi aö byggja upp fé-
lags-, ráðstefnu- og skrifstofúbyggingu
inni á útivistarsvæði, þaö getur ekki
fariö saman.
Eg vil til glöggvunar rifja upp
umsagnir og skrif sem er aödragandi
þess sem nú er aö gerast við
Suðurlandsbraut. Á sínum tíma fékk
Heilsuræktin í Reykjavík hinn heims-
fræga arkitekt Alvar,Aalto til aö teikna
heilsuræktarhús hér í Reykjavík og
gera tillögur um nánasta umhverfi
þess í fullu samráöi viö þáverandi
borgaryfirvöld og aöra ráðamenn.
Mannvirki Heilsuræktarinnar var og
er ætlaður staöur á homlóö á mótum
Sigtúns og Kringlumýrarbrautar við
hlið Blómavals. En samkvæmt
staðfestu skipulagi frá 1967 var
ákveöið opiö grænt svæði aö Suður-
landsbraut. Þá var græna byltingin í
fullu umtali og stefnumál stjómmála-
flokka í borginni. Svo liðu dagar og
dagar uröu aö árum. Sjónarmið og
hagsmunir breytast einsog árin.
Þessum tillögum aö húsum og útivist
vildu verkfræöingar ekki una og töldu
að hér mætti betur gera, kannski lika
fyrir þá. Og það er þaö sem nú er að
gerast. Þá sögu ætla ég ekki aö rekja
aðsinni.
HÚS HEILSURÆ.KTAR
ÁSMUNDARSAFN
KRINGLUMVRARBRAUT
SIGTÚN
A M»vi. hm M.- Mhr hmM (wt i frMwn éitHam. mi kli, Inar Mr
HMMraturkaar mwt iMakfi Hn ranlnaal , Ahtn
AaMo. LMké or yflr nall* M Mfni AmmwmIm twMmim t—lMfér. *
«n» •r4*mh*9 Btómsvete. «n vUwtra nMfln rié hm ,
*t w KrlnfUmrýrarbraMt krawt h6a IWlNrnklarlaaar M
Igranl rki K i it»f iMaf frrkrailklk. —rk jUHk fktkl ' |
ryi
li
cr~y'tf- *
Ak«. tkr«rM trrkk*MaaaM I | a^arl.k.. mu —M (toTktmm,
„Þessi gagnmerka hugmynd var hluti af grœnu byltingunni sem risti hjörtu ráðamanna borgarinnar og
þeirra sem vildu nó að stjórna Reykjavikurborg þegar siðast var kosið."
vt
Þegar núverandi rikisstjóm var
mynduö og raunar alla tíð síöan hafa
forsvarsmenn hennar talaö um aö
meginverkefni hennar væru tvö. I
fyrsta lagi að ná tökum á verðbólgunni
og hins vegar aö reisa íslenskt atvinnu-
líf úr rústum hennar.
Þrátt fyrir mikla ósérhlífni vissra
forystumanna í stjórnarandstööu viö
aö viðhalda veröbólgunni hefur tekist
að draga verulega úr henni. Óveðurs-
ský hrannast aö vísu upp og vera kann
aö úrskurður kjaradóms á næstunni
verði ein olíuskvettan enn á verðbólgu-
báliö. Engu aö síður er ljóst að vem-
lega hefur úr veröbólgunni dregiö frá
þvísemáður var.
Hins vegar finnst mér stjóminni
hafa orðið minna ágengt við nýsköpun
atvinnulífsins. Ekki veit ég meö neinni
vissu hvaö veldur og kannski vita
stjómarherrarnir það ekki sjálfir.
Vera kann þó að skýringar séu næsta
einfaldar og auösæjar.
Fjármagnsstreymi hefur hingaö til
einkum verið beint til tveggja atvinnu-
vega, sjávarútvegs og landbúnaöar.
Kjallari
á fimmtudegi
MAGNÚS
BJARNFREÐSSON
Nú er það svo aö báöir þessir hefö-
bundnu atvinnuvegir okkar berjast í
bökkum, bæði vegna þess aö móðir
náttúra setur þeim býsna þröngar
skoröur og svo einnig vegna þess aö
framleiöslukostnaður okkar er svo hár
aö vörur okkar þola illa samkeppni viö
vörur annarra þjóöa. Dæmin sanna
okkur samt að þeir eru enn býsna
þurftarfrekir á þaö fé sem við getum
varið til uppbyggingar atvinnuveg-
anna. Það leiðir aftur af sér aö lítiö er
eftirfyriraðra.
Stóriðja — eða ekki?
Eitt af því sem fyrst kemur í hugann
þegar rætt er um nýsköpun atvinnulíf s-
ins er orkufrek stóriöja. Mér finnst aö
því miður einkennist umræður um
hana af nokkrum öfgum. Það er eins
og sumir sjái enga lausn nema orku-
freka stóriöju, aörir hafa allt á homum
sér þegar á hana er minnst. Skyldi nú
ekki meöaihófið vera nokkuð gott hér
sem endranær? Auðvitað er stóriðja
nauösynlegur þáttur í atvinnuupp-
byggingu okkar. Þótt ýmsilegt megi aö
því finna hvemig við sjálf höfum staðið
okkur viö eftirlit meö stóriöjufyrir-
tækjum er fráleitt aö láta ágreining
um þaö eitra framtíð okkar. Við þörfn-
umst meiri stóriöju sem er studd
erlendu fjármagni, því hún gefur mik-
ið í aðra hönd. En við eigum ekki að fá
stóriöju stóriðjunnar vegna heldur til
þess aö treysta efnahagslíf okkar, þvi
veltur á miklu að vel sé til hennar
vandað og arösemi tryggö eftir því
semtökeruá.
En fleira er matur en feitt ket, segir í
gömlu máltæki. Viö megum ekki ein-
blína svo á tvo eða þrjá stóriðjumögu-
leika að viö gleymum fjölmörgum
öörum kostum. Viö ættum að vera búin
0 „Það er eins og sumir sjái enga
lausn nema orkufreka stóriðju,
aðrir hafa allt á hornum sér þegar á
hana er minnst. Skyldi nú ekki meðal-
hófið vera nokkuð gott hér sem endra-
nær.”