Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Qupperneq 15
DV. FIMMTUDAGUR 28. MARS1985.
15
Báknið burt með
láglaunastefnu?
GARÐAR
VIBORG
STJORNARMAÐUR
RÉTTARBÓTAR ALDRAÐRA
Hagsmunir borgaranna
HeiLsurækt og útivist þurfa jú fleiri
þegnar borgarinnar en aldraöir,
fatlaðir og öryrkjar. Þeir heilbrigöu
eiga líka sinn rétt og þann rétt eygja
verkfræðingarnir nú með myndar-
hætti. Verkfræðingafélag Islands hafði
fengið byggingarlóð í hinum svokall-
aða „nýja miðbæ” í KringlumýrL
ForystumÖnnum þess þótti það ekki
henta sem skyldi og knúðu því á um, að
fá lóð á öörum stað, nefnilega í
Ásmundarreitnum.
Þetta náði ekki fram í fyrstu, fengu
ekki stuöning í borgarráði. Þá gripu
verkfræðingar til þess ráðs, sem og
fleiri hafa gert, að sækja um lóð í
Kópavogi með jákvæðum árangri.
Þegar sá möguleiki var ljós, að lóð
fengist þar, þá bilaði mótstaðan í borg-
arráði Reykjavíkur. Þeir Kristján
Benediktsson og Sigurjón Pétursson
með stuöningi verðandi og núver'andi
borgarstjóra Davíðs Oddssonar, gegn
andstööu Alberts Guðmundssonar og
Björgvins Guðmundssonar og létu eftir
að nágrenni Asmundarreitar fékkst
sem byggingarlóð fyrir hús
Verkfræðingafélags Islands.
Og það er húsið sem nú er að rísa viö
Suðurlandsbraut mörgum til ama.
Meö byggingu þessa húss hverfur úr
huga og sjón sá unaðsreitur sem græna
byltingin ætlaöi að færa öldruöum,
fötluðum og öllum almenningi til úti-
vistar og heilsubótar. Ég vona að húsið
blessist, þó þrýstivaldi hafi verið beitt,
og okkur auönist að sjá húsráðendur
trimma og skokka um þær grænu
grundir sem eftir verða af því landi
sem græna byltingin ætiaði að vemda,
almenningi til athvarfs og heilsubótar.
Garðar Viborg.
Það er undarlegt aö ríkið skuli ekki
búa betur að starfsfólki sínu. Mörg
fyrirtæki leggja nú aukna áherslu á að
næla sér í gott starfsfólk með menntun
og reynslu, búa sæmilega að því svo að
það tolli og bjóða því jafnvel að fyrra
bragði upp á ýmiss konar endurmennt-
un.
Margir atvinnurekendur hika ekki
lengur við rækilegaryfirborganir til að
fá það starfsfólk sem þeir vilja. Sam-
staöa þeirra um að halda laununum
niðri er brostin í mörgum sérhæfðum
greinum, einkum ýmsum verslunar-
og skrifstofustörfum og sumum tækni-
störfum. Stór hluti atvinnurekenda kýs
samt enn sem áður frumstæðan at-
vinnurekstur sem ekki krefst sérþekk-
ingar. Þeir tíma ekki að skapa starfs-
fólki sínu viðunandi lífskjör. Osérhæft
starfsfólk nær engum kjarabótum
nema með samtakamætti og miskunn-
ariausrí baráttu.
Hægri hönd auðvaldsins
Ríkið er ekki aðeins verkfæri í hönd-
um auðvaldsins heldur samvaxið lík-
ama þess. Engu að síður gegnir það
m.a. hlutverki sem er andstætt lögmál-
um auðsins. Það veitir ýmsa þjónustu
sem þarf lítið eða ekkert aö greiða
fyrir, einkum menntun, heilsugæslu og
almannatryggingar. Sú þjónusta er
árangur af áratugabaráttu og fómfúsu
starfi verkalýðssamtaka og kvenfé-
laga. Ætlunin var aö þeir ríku fjár-
mögnuöu þessa þjónustu með réttlátu
skattakerfi. Sú hefur þó ekki orðið
raunin. Auövaldið reynir margt til að
losna við þennan jöfnunarþátt ríkisins
sem er eins og æxli á líkama þess.
Ríkið hefur frá fornu fari staðiö með
atvinnurekendum á launamarkaönum
og ekki látið sitt eftir liggja að halda
laununum niðri. Það heldur enn sínu
striki þótt sumir atvinnurekendur
skerist úr leik. Nú hefur láglauna-
stefna þess farið út í þvilikar öfgar að
nánast er ómögulegt að ráða aðra en
byrjendur og undirmálsfólk til ríkisins
og stofnana þess.
RQtið er að verða lítiö annað en 1—3
ára þjálfunarbúðir fyrir óþjálfaö skrif-
stofufólk og fólk nýkomið úr námi.
Þegar þjálfuninni er lokið bíða þessa
fólks tvöfait betur launuö störf á hinum
frjálsa vinnumarkaði. Nú eru ríkis-
launin orðin svo lág að mörg pláss í
þjálfunarbúðunum standa ónotuð.
Menntamálaráðuneytið hefur t.d. aug-
lýst tvisvar eftir riturum án árangurs.
Albert hefur gengiö illa að ráða fólk til
skattrannsókna þó þar sé boðið upp á
úrvalsnám í skattalögum og hvernig
hægt sé að sniöganga þau, tilvalið fyrir
tUvonandi bókhaldsmenn fyrirtækja.
Afleiðingar lágra launa hjá
ríkinu
Þessi „fómarstarfsemi” ríkisins
Þorvaldur örn Árnason
LÍFFRÆÐINGUR, STARFAR HJA
menntamálarAðuneytinu.
----------------------
bitnar að sjálfsögöu á afköstum og
gæðum þeirra starfa sem því ber að
vinna. Það pirrar t.d. marga skóla-
stjóra og deUdarstjóra að fá ekki að
halda reyndum starfsmönnum. En
æðstu yfirmennimir láta þetta við-
gangast. Hvers vegna? Hafa þeir eng-
an metnað fyrir ríkisins hönd?
Svarið er nei. Fjármálaráðherra og
fámenn klíka afturhaldsmanna ráða
launastefnunni. Þessir æðstu yfirmenn
ríkisins vilja ríkið feigt, sér í lagi þann
hluta þess sem veitir jafn snauöum
sem ríkum þjónustu. Þeir vUja að rfliiö
standi sig iUa svo þeir geti sagt: Þama
sjáið þið, einkarekstur er betri en opin-
ber rekstur. Lifi frelsið til að græða á
neyöannarra!
Svo geta sjálfstæðir eiginhagsmuna-
seggir að sjálfsögðu stofnað einka-
skóla, ráðið tU sín hæfa kennara, þjálf-
aða í ríkisskólum, og boðið börnum
hinna efnuðu upp á dýra en vandaða
kennslu. Sjúkrahúsin verða í einkaeign
og peningalaust fólk fær aö deyja á
tröppum þeirra í friði eins og í Amerík-
unni. Á endanum veröur kannske
stjórnarráðið lagt niður og starfsemin
boöin út á frjálsum markaði. Kannske
dómstólamirlíka!
Þá veröur Island gósenland þeirra
ágjörnu og riku. Þá ráða miskunnar-
laus lögmál arðsemi og gróöa hvar-
vetna. Þá verður auðgildið allt og
manngddið ræðst af því.
Er það kannske þetta sem við
vUjum? Hvar er allt félagshyggjufólk-
ið í landinu? Búið að gefast upp? Alítur
kannske að félagshyggja sé orðin úr-
elt?
Þorvaldur Örn Árnason
Mýmörg tækifærí
„Við þörfnumst meiri stóriðju studda erlendu fjórmagni þvi hún gefur mikið i aðra hönd. En við eigum
ekki að fá stóriðju stóriðjunnar vegna heldur til að treysta efnahagslif okkar."
að læra það af reynslunni að einhæfni í
atvinnulífi er hættuleg, einnig í stór-
iðju.
Um aUt þjóöfélagið úir og grúir af
hugmyndum um nýja framleiðslu,
sumpart meira að segja í tengslum við
stóriðjuna. Þar er járnblendiverk-
smiðjan á Gmndartanga lflriega ljós-
ast dæmi. En flestar slikar hugmyndir
virðast til þess eins fæddar að deyja í
okkar fjármagnshungraða verðbólgu-
þjóðfélagi, þar sem atkvæðaafls er
neytt til þess að kría peninga út úr
kerfinu.
Það úir og grúir
af hugmyndum
Um allt þjóðfélagið úir og grúir af
hugmyndum um nýja framleiðslu.
Ekki eru þær allar þess eðlis að þær
skipti sköpum fyrir þjóöarbúiö hver og
ein. En flestar eiga þær það sameigin-
legt að bjartsýnin ein dugar ekki til
þess að hrinda þeim í framkvæmd. Og
þær eiga einnig annaö sameiginlegt.
Þær komast sjaldan fyrir augu alþjóð-
ar nema sem nokkurs konar sérviska,
sem einhver fjölmiölamaöurinn segir
af náð sinni frá.
Hvemig væri að einhver góður fjöl-
miðill tæki sig til og kynnti þjóðinni
kerfisbundið allar þær hugmyndir sem
eru á sveimi vítt og breitt um þjóðfé-
lagið um nýja framleiðslu og aukna
verðmætasköpun, sem ein getur í raun
leitt til bættra lifskjara í landinu.
Skelfing væri það notaleg tilbreyting
frá öllu bölmóðsrausinu í sumum
áhrifamiklum fjölmiðlum sem helst
geta engu komið frá sér nema hörm-
ungumogóáran.
Bölmóður fjölmiðla
Vissulega er afstaða f jölmiðla ólík til
þeirra manna sem enn eiga eitthvað
eftir af bjartsýni og framkvæmdavilja.
En það er eins og sumir fjölmiölar sjái
ekkert nema svartnætti í kringum sig.
Hvert tækifæri er gripið til þess að æsa
upp alla óánægju og minnimáttar-
kennd og stundum virðast tilefnin kær-
komnari eftir því sem þau eru í raun
ómerkilegri. Ef fólk ætti í raun aö taka
fréttaflutning þeirra alvarlega myndi
það flykkjast í stórum stíl til útlanda.
Og hvað skyldi slíkur fréttaflutningur í
raun hafa orðið mörgum ofviða?
Eg held að einhverjum fjölmiðlinum
væri alveg óhætt að snúa við blaðinu.
Eg held að almenningur sé í raun orð-
inn hundleiður á öllu bölmóðsrausinu,
því hann veit vel að þaö er lífvænlegt á
Islandi og sá fréttaflutningur sem gef-
ur aðra mynd er ósannur fréttaflutn-
ingur.
En til þess að okkur vegni vel hér „á
skerinu” eins og menn segja á stund-
um, þarf ýmsilegt að breytast, satt er
það. Ekki bara viðhorfin til aukinnar
og nýrrar framleiðslu. Númer eitt, tvö
og þrjú er að verðbólgan verði hamin,
annars getum viö gleymt þessu öllu í
bili. Við þurfum einnig aö koma á rétt-
látri skattheimtu, þannig að hvorki
komist menn undan því að gjaida keis-
aranum það sem keisarans er né held-
ur sé mönnum refsað fyrir dugnað. Og
við megum heldur ekki einblina á hin
veraldlegu verðmæti eins og við höfum
skilgreint þau hingaö til. Við búum í
dásanflegu landi sem opnar faöm víð-
áttu sinnar hverjum þeim sem hvíldar
er þurfi. Við þurfum að gæta þess vel
að varðveita hreinleika þess, jafn-
framt því sem við nytjum þessi
náttúrugæði þess eins og önnur. Við
þurfum þar — rétt eins og í stóriðju-
málum — að gæta aö skrefum okkar og
fylgjast vel með. En hvorki í þeim efn-
um né öðrum megum við láta óttann og
heimóttarskapinn hindra okkur í því
að stíga skref f ram á við.
Magnús Bjarnfreðsson.