Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Side 20
20 DV. FIMMTUDAGUR 28. MARS1985. REKTORSFRAMBJODENDUR Á FUNDI: HÁSKÓUNN í ÚLFAKREPPU HÁSKÓLINN VINNUSTAÐUR YFIR FIMM ÞÚSUND MANNA. VANTAR HUNDRAÐ MILUÓNIR Á ÁRI í FIMM ÁR í BYGGINGAR. LÁNAR RÍKIÐ HÁSKÓLANUM ÞJÓÐ ARBÓKHLÖÐU N A? Félag háskólakennara hélt fund um málefni Háskóla íslands fimmtudag- Inn 21. mars sl. Framsögu höfðu þeir prófessorar sem flest atkvæði fengu í prófkjöri fyrr í mánuðinum: Jónatan Þórmundsson, Július Sólnes, Páll Skúlason, Ragnar Ingimarsson og Sig- mundur Guðbjarnason. Margt var á fundinum, sem haldinn var í Hátíðar- sal Háskólans. Formaður félagsins Jón Bragi Bjarnason dósent setti fundinn og skip- aði Þóri Kr. Þórðarson prófessor fundarstjóra. Ræðumenn töluðu i staf- rófsröð. Jónatan Þórmundsson prófessor gagnrýndi reglur um rektorskjör, taldi þær löngu úreltar, hann hefði lagt til breytingar á þeim fyrir tólf árum. Kjósa bæri um stefnur og hæfni til stjórnunarstarfa. Rektorsembættið væri eitt erfiðasta starf í landinu. Há- skólinn ætti nú í kreppu vegna þjóð- félagsástands, þessi kreppa væri reyndar alþjóðleg. Fólk efaöist um gildi þekkingaröflunar og vitrænnar umfjöUunar vandamála. Samfara þessu væru gerðar auknar kröfur á há- skólana, sem væri eðlilegt, því annars yrði stöðnun. Háksólinn ætti að móta almenna menntastefnu í landinu. Jónatan fjaUaöi síðan um þrjá mála- flokka: Stjórnsýsiuna, heUdstæða menntastefnu og tengsl háskólans við umhverfið. Hann sagði stjómsýslu háskólans víða ábótavant og stjórnkerfið úrelt. Starfsemin yrði að ganga greitt fyrir sig, úrlausn ágreiningsefna yrði aö fást og lausn mála skólans út á viö einnig. Léleg launakjör starfsmanna háðu stofnuninni, öU gagnavarsla væri í molum og störf sköruðust innan stofn- unarinnar. Gera yrði heUdarúttekt á háskólanum, deUdum hans og stjórn- sýslu. Glögg skU yrðu að vera á miUi sérmála og heildarmála auka ætti stjórnunarþátt í vinnuskyldu kennara og endurskipuleggja rektorsembættiö, sbr. skýrsiu Þróunarnefndar, bls. 98. Rektor mætti ekki loka sig af, hann yrði að treysta á aðra að vinna frum- vinnuna. Þá hét Jónatan samráðsfund- um viö Félag háskólakennara ef hann næði kosningu og endurmati á störfum háskólaráðs. Jónatan taldi enga almenna menntastefnu nú mótaða í háskóian- um. HáskóUnn ætti að hafa áhrif á námsframboð í menntaskólunum. Hann lýsti sig mótfaUinn almennu undirbúningsnámi en auka ætti fjöl- breytni í námsvaU og blanda menntunarmöguleika meira þvert á deUdarmúra, t.d. í viðskiptafræði og verkfræði. AtvinnuUfið sárvantaði sér- menntað fóUc. Þá sagðist Jónatan hafa lagt áherslu á það í störfum sínum í stjórn Háskólabíós, að byggöir yrðu stórir fyrirlestrarsaUr og lýsti áhuga sínum á viðgangi grundvaUarrann- sókna í háskólanum. Um tengsl háskólans við umhverfið sagði Jónatan að hann mætti ekki verða neinn fílabeinsturn. Stofnuninni yrði aldrei rétt eitt eða neitt á silfur- fati, þótt þátttaka i sjálfstæöum at- vinnurekstri yrði honum aUtaf vanda- söm. I Bretlandi væri t.d. skipulega unnið að kynningu á háskólastarfi, sUkt yrði að taka upp hér. Samstaða aUra starfsmanna háskólans um efl- ingu hans yrði honum drýgst tii lengdar og aUir væru þeir frambjóð- endur samherjar. JúUus Sólnes prófessor talaöi næst- ur og sagði f járveitingar til háskólans hafa orðið hornreka hjá ríkisvaldinu. Hann spurði hvort menn heföu reynt að gera sér grein fyrir því, hvað yrði um íslenska menningu ef háskóUnn Uö- aðist í sundur. Stofnunin ætti vissulega rétt á meh-i f járveitingu. Vinnubrögðin innan skólans væru einnig furðuleg viö fjáröflunina. Fyrst semdu deUdir vandaðar fjárveitingartillögur, sem væri búiö að skera niður eins og hægt væri á deUdar- og skorarfundum. Þá kæmi tU einhver samstarfsnefnd, sem háskólinn ætti aðild aö, og skæri enn niður áður en hagsýslustofnun og fjár- málaráðuneyti fuUkomnuðu enn verk- ið fyrir fjárveitinganefnd og Alþingi. Július sagði kjör og aðbúnað starfs- fóUcs við háskólann afar léleg. Kjara- samningar færu nú í hönd og háskólinn væri ein ríkisstofnana sem greiddi ekki fasta ómælda yfirvinnu. Yfirstjóm há- skólans gæti vissulega bætt hér úr. Stjómvöld yrðu að gera sér grein fyrir því aö annaðhvort væri hér háskóli eða ekki, nú væru tímamót í þessum efn- um. Auðvitað væru ýmsir tekjuöflunar- möguleikar fyrir háskóiann, í Banda- ríkjunum stunduöu háskólar t.d. það að selja ölkrúsir og háskólaboli. Auka mætti starfsemi happdrættis Há-« skólans og hrein fásinna væri að 20% af tekjum happdrættisins rynni beint í ríkissjóð út á eitthvert einka- ieyfisgjald. Bætt stjórnun yrði einnig aö koma tU innan háskólans sjálfs, enda væri starfsemi háskólaráðs aUt of mUcið bundið smámunum. Sjálfræði deUda þyrfti aö stórauka og þær sjálf- ar ættu aö fara með fjárráð sín. Deildarforsetar fengju aukin völd og meiri umbun vinnu sinnar. Núna forðuðust menn að taka þetta starf að sér eða skorarst jórn. Deildarforseta ætti aö kjósa til lengri tíma, t.d. þriggja ára en ekki tveggja eins og nú er og þá ætti að endurkjósa minnst einu sinni. Þá gætu þeir gert mUcið gagn. Erlendis væm heUu skólarnir stórfrægir af einstökum Fjölmenni var á fundinum. deildum sínum einum, sUkt gæti einnig orðið hér með auknu sjálfstæði deUda. HáskóU Islands væri vinnustaður hvorki meira né minna en yfir fimm þúsund manna og hagsmunir starfs- fóUcs og stúdenta fæm algjörlega saman. Ræddi JúUus síöan hugmynd sína um háskólasamféiag sem nú þegar væri svo margmennt að reka mætti banka og kjörbúö á svæðinu. Furðulegt fannst JúUusi að Happdrætti Háskólans skyldi ekki hafa útibú á há- skólalóðinni. Hann sagði ríkisvaldið hafa svikið stofnunina í byggingarmál- um, alUr sem tengdust háskólanum þyrftu að standa saman og stúdentar, kennarar og starfsUð þyrftu að auka samskipti sín á milli. Háskólaútvarp kæmi til greina ásamt heUdarblaði fyrir háskólann, sem innihéldi bæði Stúdentablaðið og Fréttabréf háskól- ans. Blaðið gæti komið út á háifs mánaöar fresti og verið málgagn stofnunarinnar. 1. desember ætti skU- yrðislaust að vera stórhátíðisdagur Háskóla Islands. JúUus ræddi síðan um deildir háskólans og taldi þær um margt óUkar. Sumar deildir væru með engU- saxneska kerfið, þ.e.a.s. B.A. nám plús meistaranám, aðrar deildir væru með langt nám tU lokaprófs, þ.e. eldra kerf- ið. JúUus taldi engilsaxneska kerfið henta betur öUum deildum. Fólk í erfiöum deildum gæti þá frekar söðlað um án erfiðleUca. Þannig gætu tU dæmis B.A. nemendur í læknisfræöi haldið áfram í Uffræði og haft fuUt gagn af námi sínu til lokaprófs. HáskóUnn ætti aUs ekki að opna nýjar námsbrautir nema framhaldsmenntunarmöguleik&r væru fyrir hendi. Framhaldsnám væri æski- legt og nemendur þar bestu aðstoöar- menn prófessora við vísindarannsókn- ir og fræðastörf. Furðulegt væri t.d. að hér á landi vantaöi kerfisbundiö fram- haldsnám í íslenskum fræðum, þótt menn hefðu reyndar útskrifast héðan með doktorspróf í greininni. Þá vant- aði nám í listgreinum. Aö lokum lýsti JúUus þeirri skoðun sinni að sér fyndist verðbólga vera hlaupin í hugtakið háskóU. Fimm skólar í landinu að minnsta kosti teldu sig nú veita menntun á háskólastigi. Skipta ætti háskólamenntun í tvennt, þ.e. til B.A. prófs, sem aUir gætu kennt, og svo framhaldsmenntun, sem færi fram í háskólanum einum í tegnsl- um við vísindastarfsemi, þótt launa- kjörm hömluðu vissulega grundvaUar- rannsóknunum. JúUus varpaði einnig fram þeirri hugmynd hvort ekki mætti timabundiö leysa húsnæðisvandamál háskólans með að rikisvaldiö fæli honum forsjá Þjóðarbókhlöðubygging- arinnar, sem elckert yrði notuð hvort sem væri fyrr en um aldamót. Starf- semi háskólans færi nú fram á mUU tíu og tuttugu stöðum víðs vegar um borg- ina í tæplega 30 þúsund fermetra plássi og Háskólabókasafn væri hreint á hrakhólum. Þjóðarbókhlaðan ein væri um helmingur þessa pláss og gífurlegir möguleikar ef háskóUnn fengi eitthvað að nýta hana enda væri sífeUt verið að segja upp leiguhúsnæöi því sem háskóUnn yrði aö búa við hér ogþar. PáU Skúlason prófessor sagði aö há- skóUnn væri honum hugsjón, okkar sameigmlega hugsjón. Þessi samstaða um háskólann gerði hann sterkan. Hann sagðist hafa samið greinargerð um málefni háskólans sem hann myndi senda öUum í Félagi háskóla- kennara. Þar myndi hann fjaUa nónar um höfuðþætti málflutnings síns, þ.e. stjórn Háskóla islands, menntastefnu, rannsóknir, Háskólabókasafn, kjör starfsmanna og húsnæðis- og bygg- ingarmál. Páll sagði lýðræðislega stjórnar- hætti skipta öUu máU fyrir háskólann. Góðir stjórnsiðir væru þeir að ÖU mál væru leyst eftir skýrum reglum. Sérhver starfsmaður á aUtaf að vita hvar hann stendur. Hann sagði vísindi og menningu þann grunn sem mennta- stefnan byggðist á. Við hefðum ekki efni á því að ala upp ómermtaða sérfræöinga. HáskóHnn ætti ekki að vera Qölbrauta- skóB á háskólastigl. Aukin samvinna viö Rfldsútvarpiö kæmi tfl greina. Almenn menntastefna væri fólgin í agaðri hugsun. Tiyggja þarf rannsóknarfrelsi, hvetja ætti tfl rannsókna, skapa aöstöðu og útvega fé. Rannsfknir efla atvinnuvegi landsmama og kynna einnig háricólarm. Leita bæri skipulega að fjóröflunarieiðum, bæöi erlendis og innanlands. Gott Háskólabókasafn væri nauösyn- legt vegna rannsókna og kennslu. Á Háskólabókasafni ríkti nú hreint neyöarástand. Kjaramál starfsmanna háskólans væru nú á svo alvarlegu stigi aö háskóUnn sem heUd yrði að beita sér. Yfirvinnukerfiö væri drag- bítur á rannsóknir. Hagsmunir eins væru hagsmunir aUra. Húsnæðis- og byggingarmál væru í alvarlegu ástandi og virkja þyrfti stjómvöld og fyrirtæki fyrir háskólann. PáU sagðist aö lokum gera sér grein fyrir því að ýmsir teldu heimspekinga frekar menn oröa en athafna. Hinn frægi faðir heimspekinnar, Thalos frá Mílos, hafði á sínum tima verið mikiö skammaður fyrir að glápa á stjörnurnar en sjá ekki fram fyrir fæturna á sér. Þó kom einu sinni að þvi aö gríski herinn stóð frammi fyrir fljóti sem hann komst ekki yfir. Thalos var kaUaöur til og sagði þeim einfaldlega að færa fljótið. Sem þeir og gerðu og gátu haldið áfram aö stríða. Ragnar Ingimarsson prófessor sagöist myndu halda sig mest viö byggingar- og húsnæðismál háskólans enda hefði hann unnið aö þeim málum samfeUt í tíu ár fyrir yfirstjórn skólans. Hann sagði að þá þegar heföi veriö ljóst að enginn möguleUci væri á að fuU- nægja húsnæðisþörf að óbreyttum fjár- veitingum. Ræddi hann síöan um byggingaráfanga hinna ýmsu deilda en hver áfangi hefði verið um átján hundruð fermetrar. Ræddi síðan um störf byggingaraefndarinnar, sem hann hefur veitt forstöðu. Hann sagði það þó ekki á verksviði nefndarinnar . að afla fjármuna tU bygginga auk þess sem Innkaupastofnun ríkisins hefði að mestu séð um daglegar framkvæmdir. Ragnar ræddi næst einstakar byggingarframkvæmdir og sagði að áriö 1978 hefði dr. Maggi Jónsson arki- tekt hafið teikningu á Hugvísindahúsi. Framkvæmdir hefðu svo byrjað tveimur árum seinna en tafist mikiö vegna erfiöleika verktaka. Fyrst í vetur heföi það verið tekið í notkun. Framkvæmdir á Landspítalalóð hefðu hafist árið 1977 og mUcið fé hefði fengist beint frá ríkinu umfram happ- drættisfé til framkvæmda. Svokölluð bygging 7 væri nú risin aö stórum hluta en fé vanfaði til tækjakaupa og innrétt- ingar fyrir læknadeUd. Byggingin væri því ekki enn nýtt að fuUu. A þessu ári færu um tólf milljónir í Hugvísindahús og unnið væri af kappi við byggingu húss verkfræði- og raun- vísindadeUdar. Um hundraö mflljónir vantaöi tU þess að ljúka þeirri byggingu, af því mætti búast viö 50 til 60 milljónum frá happdrættinu. Ragnar taldi útlitið dökkt í byggingarmálum stofnunarinnar, hús- næði vantaöi tilfinnanlega og starf- semin væri dreifð út um aUan bæ. Hann taldi það dapurleg örlög, ef fariö yrði út í byggingu ódýrra smáhýsa a háskólalóðinni til þess að spara nokkur prósent. Byggmgarhraðinn væri nú mUcUl við verkfræði- og raunvísinda- deildarbyggingu. Ragnar sagöi nú vanta 100 milljónir til byggingar 7 á Landspitalalóö og annaö eins í verkfræði- og raunvísinda-; deUdaráfangann. 70 mUljónir vantaði í Hugvísindahús og í Líffræðihús vantaöi 100 milljónir. Þá vantaði mUcið fé í stækkun húss um 500 fermetra á lóð verkfræði- og raunvísindadeUdar og nýir kvUcmyndasaUr viö Háskólabíó væru í hönnun. I raun vantaði stofn- , unina um hundrað mUljónir á ári í j fimm ár frá rikinu tU þess aö hægt væri aö halda áfram byggingum með eðU- legum hraða á háskólalóðinni. Ekki væri þó tekið á því stefnuleysi sem rikti í byggingarmálum Háskólabóka- safns. Ragnar taldi þetta mUciö fé en í samanburði við margt annað væri það ekki svo gífurlegt. Þetta væri sem svaraði hálfum skuttogara á ári i fimm ár eða einu stykki saltverksmiðju. Þetta væru þó fjármunir sem skiptu sköpum fyrir Háskóla Islands. Sigmundur Guðbjarnason prófessor rakti i upphafi máls síns þá úttekt sem gerð hefði verið á málefnum Háskóla Islands undanfarin tíu ár. Fyrir þremur árum hefðu verið kynnt drög um úrbætur á rannsóknum við stofn- unina, nefnd hefði verið skipuð um þessi mál í hittifyrra og langtíma- áætlun væri til um rannsóknir við há- skólann. Þetta væru allt góð gögn til að vinna eftir en spurningin væri bara hvemig þeim væri komiö í fram- kvæmd. Það ríkti ályktunargleöi en f ramkvæmdir vantaði. Vandi háskólans væri fyrst og fremst ófullnægjandi aðstaða og skilyrði. Þetta væri ekkert nýtt og Sigmundur sagðist sífellt dást aö þeim sem byggöu skólann í upphafi við nánast engar aðstæður. Honum væru minnisstæð fyrstu árin í sinni deild. Húsnæði heföi vantað, kennara hefði vantað og allar rekstrarvörur. En bjartsýnin hefði verið óþrjótandi, dugnaðurinn og krafturinn. Þetta hefðu verið erfiðir tímar og oft miklar vökur en þetta hefði þó fyrst og fremst verið skemmti- legt. Þeir heföu einnig verið illa launaðir þrátt fyrir þrotlausa vinnu. Nú væri þessi tími orðinn hluti af þróunarsögu háskólans og allir þeir sem tengdust háskólum gerðu sér grein fyrir því að háskólastarf væri ekki venjuleg vinna. Fyrst og fremst væri þetta varðveisla, miðlun og öflun þekkingar. Háskólinn veitti allri þjóðinni mikilvæga þjónustu. Hann gæti enn bætt þessa þjónustu. Opinn háskóli kæmi til greina og virkja mætti sjónvarp og útvarp til kennslu. Þjóðin gæti þannig enn frekar notið þekkingar, vísinda og lista. Auka mætti símenntun og fullorðinsfræðslu. Háskólinn ætti að hafa meira frum- kvæði í þróun kennslumála bæði í grunnskólunum og menntaskólunum. Gott samstarf aUra aðUa væri mikU- vægt, sbr. áUt tengslanefndar frá árinu 1976. Sigmundur taldi sumar deUdir mega fækka fyrirlestrum en auka sjálfsnám. Mikilvægt væri aö fylgjast með þróuninni erlendis. Án rannsóknar- starfs myndu kennararnir staðna smám saman og þá brygðist háskólinn þjóðinni og nemendunum. Ágæti kandidata og vísindastörf þeirra sköpuðu háskólanum viröingu. Kynna þyrfti því rannsóknarstarfsemina og efla hana. Nú væri nýsköpun í atvinnulífi þjóðarinnar. Háskólinn þarf að eiga þama þátt. Aðstæður væru nú hag- stæðar til þess aö efla rannsóknir og nýtingu þeirra. Háskólinn á að eiga frumkvæðið við fyrirtækin. Þar kæmi tU bæði nýstofnað Þróunarfyrirtæki og samvinnuverkefni. Samvinnuverkefnin væru mikilvæg og háskóUnn ætti að innheimta aðstöðugjald af þjónusturannsókn- unum. Virkja þyrfti aUa háskóla- kennara í öUum verkefnum. Nýta þyrfti sem best reynslu manna. Nú væru t.d. vinnunefndir háskólaráðs tvær en þeim þyrfti að fjölga upp í fimm. Forsendur fyrir auknu starfi væruj auðvitaö viðunandi laun. Nú væri há- skólastarfið beinUnis í hættu vegna lé- legra launa. Sigmundur minnti að lokum á aö við stæðum á heröum forvera okkar. Bæta þyrfti og byggja upp til auðgunar menningu og atvinnulífi þjóðarinnar. Hvetja þyrfti og styrkja þá ungu og há- skólamenn þyrftu að kynnast betur innbyrðis og kynna betur verk sín út á viö. Þá hófust frjálsar umræöur og tóku til máls Araór Hannibalsson, Einar Sigurðsson, Jónas Eliasson, Ágúst Kvaran, Jón Torfi Jónasson og Björa Þ. Guömundsson. Þótti fundurinn takast hið besta og skýra þau mál sem heitast brenna á háskólanum, auk þess aö gefa glögga mynd af viðhorfum frambjóðendanna til þeirra. G.T.K. Ljósm. G.T.K.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.