Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Side 22
22 DV. FIMMTUDAGUR 28. MARS1985. Söluturn Söluturn til sölu, á góðum stað í Reykjavík. Hafið samband við auglýsingaþjónustu DV í síma 27022 fyrir 31. mars. Styrkir til háskólanáms i Tyrklandi Tyrknesk stjómvöld hafa tilkynnt aö þau bjóöi fram í löndum sem aöild eiga aö Evrópuráöinu fjóra styrki til háskólanáms í Tyrklandi skólaáriö 1985—86. Ekki er vitað fyrirfram hvort einhver þessara styrkja muni koma í hlut Islendinga. Styrkimir eru eingöngu ætlaðir til framhaidsnáms viö háskóla. Umsækjendur skulu hafa gott vald á tyrknesku, frönsku eöa ensku. Sendiráð Tyrklands í Osló (Halvdan Svartes gate 5, Oslo 2, Norge) lætur i té umsóknareyöublöð og nánari upplýsingar, en umsóknir þurfa að berast tyrkneskum stjómvöldum fyrir31.maínk. Menntamálaráöuneytið 25. mars 1985. IMauðungaruppboð Að kröfu innheimtu ríkissjóðs, Gjaldheimtunnar i Reykjavík, bæjarsjóðs Kópavogs, ýmissa lögmanna og stofnana fer fram nauðungaruppboð á bifreiöum og öðrum lausafjármunum laugardaginn 30. mars 1985 kl. 14.00 að Hamraborg 3, kjallara, norðan við hús, Kópavogi. Eftirtaldar bifreiðar veröa væntanlega seldar: R-48459, Simca árg. 1980, Y-5641, Pontiac árg. 1975, Y-11775, VW Passat árg. 1975, Y- 10806, Lada árg. 1974, Y-11544, Lada árg. 1978. Jafnframt verður væntanlega seldur nýlegur 13 feta plastbátur, sjónvörp, hljómflutnings- tæki o.fl. Einnig hefur verið krafist sölu m.a. á eftirgreindum bifreiðum og lausafjármunum: Y-686 Y-8044 Y-10954 Y-11501 Y-12653 Y-753 Y-8171 Y-10454 Y-12104 G-6998 Y-1175 Y-8877 Y-10969 Y-11544 G-7734 Y-2128 Y-9236 Y-11009 Y-11673 R-21135 Y-3130 Y-10248 Y-11133 Y-11780 R-21489 Y-3701 Y-10346 Y-11173 Y-11811 R-48108 Y-3807 Y-10614 Y-11251 Y-11905 R-55341 Y-4462 Y-10891 Y-6070 Grelöist við hamarshögg. Y-11460 Y-12200 R-63112 Bæjarfógetinn í Kópavogi. Smáauglýsingadeild, Þverholti 11. Sími OPIÐ: Virka daga kl. 9—22. Laugardaga kl. 9—14. Sunnudaga kl. 18—22. Kvartanaþjónusta, blaðaafgreiðsla - sími 27022. Opin virka daga kl. 9—20. Laugardaga kl. 8—14. Krómstálgrindur Vorum að fá nokkrar ryðfriar krómgrindur á Range Rover, MMC. Pajero, Isuzu Trooper, Nissan Patroi. Gott verð. (Aðeinsfáargrindurtil.) BÍLDSHÖFÐA 8, REYKJAVÍK, SÍMI 81944 r Ahugafólk um heimshátíð: Boöganga frá Þing- völlum til Reykjavíkur Áhugafólk um heimshátíö skipulegg- ur nú boögöngu í sumar, sólstöðudag- inn 21. júní 1985. Það skorar á alla sem vettlingi geta valdiö að taka þátt í henni eöa því sem fram mun fara á áfangastööum. Ætlunin er aö ganga frá Þingvöllum til Reykjavíkur. Hugmyndin um heimshátíð vaknaöi fyrst hjá Þór Jakobssyni veðurfræð- ingi síöastliðiö sumar. Hefur hann fengiö til samstarfs við sig hóp fólks sem vinnur að undirbúningnum, auk þess sem hafin er kynning á hugmynd- inni í öðrum löndum. Ætlunin er aö koma á boögöngu umhverfis jörðina og liggur leiðin um allar heimsálfur, auk þess sem haldin veröur hátíö vísinda og lista í hverju viðkomulandi göng- unnar. Meö sólstöðugöngunni veröur vakin athygli á heimsgöngunni en hún er engu aö síður sjálfstæður atburöur. Veröur mælst til þess aö einstaklingar og félagasamtök sameinist eina dag- stund um hiö jákvæða í lífinu og tilver- unni. I boðgöngunni mun einn hópur manna taka viö af öörum og ganga hæfilegan spöl, t.d. nokkra kílómetra. Leiðin er öll um 50 km. Unnt veröur að slást í hópinn hvar sem er á leiðinni og aftur eftir hvíld og bílflutning áleiðis til höfuðstaðarins. Á áningarstööunum veröur ýmislegt til skemmtunar og umræðu. I Reykjavík veröur aö lokum dagskrá sem enn er veriö aö undirbúa. Ætlunin er aö endurtaka leikinn næsta ár og síðan árlega til ársins 1989. Yrði þá framhaid göngunnar í ná- grannalöndunum. Aöstandendur von- ast til aö ef heimsgangan hefst þá taki hún nokkra áratugi. Fjöldi félaga og samtaka styöur hug- myndina aö sólstöðugöngunni í sumar og taka sum þeirra meiri eða minni þátt í skipulagningu á þessari frum- æfingu heimsgöngunnar. I fréttatil- kynningu segir aö nýjum stuðnings- félögum og einstaklingum sé velkomið aö kynna sér málin á þessu stigi undir- búningsins. JKH Nýlega var þrjátiuþúsundasta VISA-kortið gefið út hér á landi. Hefur fjölgun korthafa verið mjög ör hér á landi síðan VISA ÍSLAND hóf starf- semi sina fyrir einu og hálfu ári. Korthafi númer 30.000 reyndist vera Ásthildur Kjartansdóttir og var hún heiðruð í tilefni þessa viðburðar. Afhenti Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri VISA ÍSLAND, henni frikort, blóm og flugmiða að gjöf, helgarferð til Evrópu. Myndin var tekin við það tækifæri. -JKH. Eiríksjökulsflugslysið og leit að 3 ungmennum — stærsta verkefni Flugbjörgunarsveitarinnar Góðar kökur á góðu verði Kökubasar Thorvaldsensfélagsins verður haldinn laugardaginn 30. mars nk. aö Langholtsvegi 124. Hefst basar- inn klukkan 14.00 og er fólk hvatt til aö mæta og veröa sér úti um góðar kökur á góöu verði hjá félaginu. Agóðinn veröur notaður til aö styrkja bama- deild Landakotsspítala meö tækja- kaupum. -EH. Iðnaðurinn njóti jafnréttis Félag íslenskra iönrekenda hefur sent frá sér ályktun 51. ársþings félagsins. Þar er bent á aö iðnaður muni gegna lykilhlutverki í gjaldeyris- öflun þjóöarinnar í framtíðinni og beri þannig aö vera í fararbroddi í sókn þjóðarinnar til bættra lífskjara. Lögö er áhersla á aö iönaöurinn veröi aö opna fólki tækifæri til aö takast á við ný viðfangsefni og iðnrek- endum sé skylt að haga rekstri sínum þannig aö hann samrýmist þessu hlut- verki. I niöurlagsoröum segir svo: „öll viöleitni stjórnenda og starfsfólks fyrirtækja til aö skila viöunandi árangri í starfi veröur til h'tils nema takist aö vinna bug á verðbólgu og erlendri skuldasöfnun. Stööugleiki í efnahagsmálum er nauösynleg for- senda iönþróunar og nýsköpunar í at- vinnulífinu. Jafnframt veröa stjórn- völd aö búa iönaöinum eölilegan starfsgrundvöll og hann veröur aö njóta jafnréttis við aörar atvinnu- greinar og sömu starfsskilyröa og erlendir keppinautar.” JKH. Norðausturland: Samtök um vestrænt varnarsamstarf Nýlega voru stofnuö samtök áhuga- fólks um vestrænt varnarsamstarf í fjórum hreppum á Norðausturlandi; Svalbarðshreppi, Þórshafnarhreppi, Sauðaneshreppi og Skeggjastaða- hreppi. Stefna samtakanna er aö vinna aö eflingu friöar og öryggis í heiminum meöal annars með uppsetningu eftir- litsratsjárstöðva á Norðausturlandi. Samtökin eru fylgjandi því að stöðvamar veröi kostaöar að mestu leyti af NATO, reknar á kostnaö Bandaríkjanna en undir stjóm Islend- inga. Samtökin vilja stuöla aö áframhald- andi vem Islands í Atlantshafsbanda- laginu, m.a. með almennum fundum og opinberum ályktunum um þessi málefni. I fréttatilkynningu frá samtökunum segir aö þau séu öllum opin sem áhuga hafa á málefninu. JKH Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík var alls kölluö 15 sinnum út til leitar á síöastliönu ári. Þetta kom fram á aðal- fundi Flugbjörgunarsveitarinnar sem haldinn var nýlega. Vekur athygli aö í janúarmánuði einum vom útköllin sex. Stærstu verkefnin voru leit aö breskri flugvél sem hvarf þann 21. júní og fannst á Eiríksjökli og leit aö þrem- ur ungmennum á jeppabifreiö sem hurfu á svæöinu norður af Laugarvatni í lok nóvember. 1 báöum þessum tilvik- um fundust þeir sem leitaö var aö á hfi. Flugbjörgunarsveitinni bættist ým- iss konar nýr tækjakostur á árinu. Er þar helst aö nefna nýja fjallabifreið og Loran staðsetningartæki sem hægt er að koma fyrir á vélsleöa. A aöalfundinum var kosin stjóm og skipa hana eftirtaldir: Ingvar F. Valdimarsson formaöur, Brynjólfur Wium, Rúnar Nordqvist, Sighvatur Blöndal, Guömundur Oddgeirsson, Kristófer Ragnarsson og Gunnar Hjartarson. Nýkjörin stjórn Flugbjörgunarsveitarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.