Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Qupperneq 31
DV. FIMMTUDAGUR 28. MARS1985. 31 Umsjón: Þórir Guðmundsson og Guðmundur Pétursson Réttarhöldin raikil þrekraun: TREHOLT VER SIG STANDANDI í ALLT AÐ SJÖ TÍMA Á DAG Jón Einar Guðjónsson skrifar frá Osló Frá Jónl Elnari Guðjónssyni, fréttarit- araDVíOsló: A mánudag var nákvæmlega einn mánuður síðan réttarhöldin yfir Ame Treholt hófust í réttarsal 23 í dómshús- inu í Osló. Sem von var vöktu réttar- höldin geysilega athygli. Dómssalur- inn var fullur af blaðamönnum og næst dómaranum og hinum ákærða slógust ljósmyndarar um besta sjónarhornið. Fyrstu daga réttarhaldanna komu tvö norsk blöö, Verdens Gang og Dagblad- et, út með aukaútgáfur. En það var bara fyrstu dagana. Nú er allt mun ró- legra yfir þessu máli. Margir hinna er- lendu biaöamanna sem hér voru eru farnir heim. Norsku blöðin hafa önnur mál á forsíðunni. Þetta stafar sjálfsagt af því að réttarhöldin fara nú fram fyrir luktum dyrum. Einnig hafa verjendur og ákærandi varist allra svara þegar þeir koma út úr réttarsalnum. Neitar að sitja Mestan hluta síðustu viku noíaði sak- sóknari til að yfirheyra Treholt. En Lasse Quigstad neitaði að segja.blaða- mönnum um hvaö hann hefði spurt Treholt. Hins vegar viðurkenndi Quig- stad að Treholt héldi enn fram sakleysi sínu. Undanfamar vikur hafa verið mikil ARGUS4D , SYNIISTG AHUGBUNAÐI FYRIR IBMPC TÖLVUR 28,- Fimmtudaginn 28., föstudaginn 29. og laugardaginn 30. mars n.k. sýna 15 fyrirtæki hugbúnað fyrir IBM PC tölvurnar. Á annað hundr- að mismunandi forrit eru á sýning- unni sem henta bæði einstakling- um með minni rekstur, fyrirtækj- um, skólum og stofnunum. Hér gefst tækifæri til að kynnast á ein- um stað þeim fjölbreytta hugbún- aði sem til er fyrir IBM PC tölvurn- ar.»Þeir sem ætla að fylgjast með láta þessa sýningu ekki fram hjá sér fara. 30. MARS '85 Sýnendur: FRAMSÝN TÖLVUSKOLI H.F. GiSLI J. JOHNSEN HJARNI S.F. HUGBÚNAÐUR H.F. IBM Á ISLANDI ISLENSK FORRITAÞRÓUN S.F. ISLENSK TÆKI MAREL H.F. RAFREIKNIR H.F. SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. STJÚRNUNARFÉLAG ÍSLANDS TÖLVUFRÆÐSLAN S.F. TÖLVUMIÐSTÖÐIN H.F. TÖLVUÞEKKING ÖRTÖLVUTÆKNI H.F. SÝNINGARSTAÐUR: SKAFTAHLÍÐ 24 Opnunartímar: fimmtudag kl. 9—18 föstudag kl. 9—18 laugardag kl. 9—16 Skaftahlíð 24,105 Reykjavik. Simi 91-27700. þrekraun fyrir Ame Treholt. Hann hef-' ur næstum helming þess tíma sem réttarhöldin hafa staðið yfir verið aö svara spurningum dómara og saksókn- ara. Treholt hefur svarað standandi og neitað að setjast. Suma dagana hefur hann þurft að standa í allt að sjö klukkutíma. Honum mun hafa gramist mjög þegar blöðin skrifuðu í síöustu viku að hann hefði verið uppgefinn og orðið að biðja um hlé á réttarhöldun- um. Honum mun vera mikið í mun að sýna að hann sé í góðri líkamlegri þjálfun. Þessi vika Þessa dagana mæta lögreglumenn- irnir sem yfirheyrðu Arne Treholt fyrir réttinum. Lasse Qiugstad sak- sóknari mun leggja mikla áherslu á aö fá fram yfirlýsingar um ástand Tre- holts við þær yfirheyrslur, rétt eftir handtökuna á Fornebu. Treholt hef ur sagt að handtakan hafi verið svo mikið áfail fyrir sig að hann hafi getað viðurkennt hvað sem var. Quigstad mun reyna að sýna fram á að þetta sé ekki rétt. Hingað til hefur almenningur fengiö litla vitneskju um hvers konar sannan- ir það eru sem ákæruvaldið hefur til að sanna að Treholt hafi látið Sovétmönn- um í té upplýsingar sem varði öryggi ríkisins. Samkvæmt upplýsingum, sem komu fram í fréttum norska sjón- varpsins, munu slíkar sannanir vera af skornum skammti. Ákæruvaldið byggi mál sitt upp á alls kyns vísbend- ingum fremur en hörðum sönnunum. Peningarnir Sjálfur hefur Arne Treholt viður- kennt að hafa átt óæskilega fundi með Sovétmönnum, gefið þeim skaðlausar upplýsingar og brotið trúnaðartraust það sem honum var sýnt í starfi. Eitt þaö sem ákæruvaldið reynir nú að nota sem vísbendingu um sekt Tre- holts er peningagjöf sú sem hann á að hafa fengið frá Sovétmönnum og frá Irökum. En Treholt og ákæruvaldið eru liklega ekki sammála um hve háar upphæðir hér er um að ræða. Það er greinilegt að lögreglan telur að hann hafi fengið mun hærri greiðslur en hann hefur viðurkennt í réttarhöldun- um undanfamar vikur. I síðustu viku var talsvert rætt um 30.000 dollara sem Treholt á að hafa fengið frá Titov í Helsingfors í maí 1983. Samkvæmt heimildum, sem norska sjónvaipið telur áreiðanlegar, finnast engar sannanir fyrir því að Treholt hafi fengið þessa peninga frá Gennadí Titov á þessum fundi í Hels- ingfers. Fréttamenn skýrðu hins vegar frá því að einhvem tíma á tímabilinu Treholt neitar að sitja á meðan hann svarar ásökunum saksóknara, [ en hann ó erfitt með að útskýra hvers vegna hann fundaði svo leynilega með Sovétmönnum. maí — ágúst 1983 haf i lögreglan brotist inn í íbúð Treholts og tekið þar myndir af 30.000 dollurum. Samkvæmt heim- ildum sjónvarpsins ætlaði ákæruvaldiö að nota þessar myndir í sínum mál- flutningi í þessari viku. örlagarfk vika Margir hafa velt því fyrir sér hvers konar sannanir lögreglan hafi getað aflað sér með hlerunum. Akæruvaldið mun í lokuöum rétti leggja fram út- skriftir á þeim símahlerunum sem lög- reglan gerði. Ekki munu hins vegar finnast segulbandsupptökur af þeim fundum sem Treholt átti með Sovét- mönnum. Þessi vika getur því orðið ör- lagarik fyrir Treholt. Ef allt gengur samkvæmt áætlun munu sérfræðingarnir í málinu leggja fram sína skýrslu. I hennimunuþeir fjalla um þau skjöl sem Treholt er ákærður fyrir aö hafa afhent Sovét- mönnum og leggja mat sitt á hve mikil- vægar þær upplýsingar voru í raun. En vöm Treholts byggir aðallega á því að upplýsingamar í skjölunum hafi ekki verið mikils virði og hafi jafnvel birst í tímaritum og blöðum. Menn hér bíða mjög spenntir eftir að sjá hvort ungu sérfræðingarnir, sem nýlega voru skipaðir, séu sammála hinum eldri sem voru skipaöir við upphaf réttar- haldanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.