Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Blaðsíða 43
DV. FIMMTUDAGUR 28. MARS1985. 43 indinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Ragnheiður Viggósdóttir spilastokkasafnari: Söfnuninni fylgir mikil spenna ogánægja Ragnheiður Viggósdóttir er spila- safnari, þótt hún sé ekki Akureyringur. Hún saf nar spilastokkum. Hér á árum áður voru fremstir í flokki spilastokkasafnara þeir sr. Ragnar Fjalar Lárusson og Guðbrand- ur Magnússon, kennari á Siglufirði. Þeir hafa nú báðir selt söfn sín. Ragnheiöur á því í dag eitt besta spilastokksafn á Islandi. „Eg byrjaði að safna spilastokkum fyrir u.þ.b. 30 árum. Þannig var að ég sá í búðarglugga spil sem ég hafði ekki séð síðan ég var krakki. Eg keypti þessi spil og datt í hug aö gaman væri að saf na öllum þessum gömlu spilum. Eg fór að kaupa þaö sem ég gat feng- iö héma innanlands og keypti líka stokka þegar ég fór til útlanda. En fyrir 10 árum komst ég yfir heimilis- föng erlendra spilasala sem senda út verðlista til safnara. I þessum listum er bæði hægt aö kaupa spilastokka sem verðlagðir eru fyrirfram og bjóða í stokka. Þá er gefið upp lágmarksverð, maður gerir tilboð og svo kemur bara í ljós hvort maður á besta boð. I gegnum þessi sambönd komst ég líka í samband við erlenda spilasafn- ara og fór aö býtta við þá bréfleiðis. Þá fór söfnunin að ganga.” Einungis spilastokkar Eins og kom fram hér aö ofan safnar Ragnheiöur einungis spilastokkum. „Eg hef ekkert gaman af bakasöfnun- inni þ.e.a.s. að safna einstökum spil- um. Það sem er aftur á móti gott við bakasöfnunina er að hún örvar spila- sölu þannig að meira er prentað af nýj- umspilum.” Söfnunarárátta „Eg á í dag rúmlega 600 spilastokka. Þetta eru spil frá öllum löndum og frá Ragnheiður Viggósdóttir spilastokkasafnari með eitt albúmið sitt. Ragnheiður raðar mannspilum, ásum jókerum og bakhlið hverrar spila tegundar inn i albúm. Til vinstri er opna með dönskum spilum frá ca 1880 og til hœgri sjást þýsk Dondorfspil frá árunum 1920 — 30. ýmsum tímum. Elsti upprunalegi pakkinn er frá 1830. Eg á öll íslensku spilin og svo á ég líka mjög gott safn af dönskum spilum. Sennilega á ég eitt besta einkasafn sem til er í heiminum í dag af þeim. Ragnheiður geymir sýnishorn úr safni sínu í plastmöppum. Hún hefur mannspil, jókera, ása og eina bakhliö saman í opnu. Afganginn af stokkun- um geymir hún sér. Jafnframt því aðsafna spilastokkum safnar hún kortum frá aldamótum og framyfir 1940. Hvers vegna þessi mikla söfnunarár- átta? „Ég hef einfaldlega gaman af að safna. Eg er að safna sömu hlutum núna og þegar ég var barn. Ætli barnið blundi bara ekki ennþá í manni? Það fylgir þessu svo mikil spenna og ánægja, og manni finnst maður allt- af geta bætt meiru við safnið.” — Spilarþúáspil? „Nei, ég geri lítið að því. Áhugamál- iö er aö safna þeim,” sagði Ragnheiður Viggósdóttir. vlli Nýtt rúm fyrir páska Ji AM.tlJQUi; m Munið okkar hagstæðu greíðsluskilmáfa Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Simi 10600 Verð frá kr. 24.900,- með dýnum, náttborðum, útvarpi og rúmteppi Við bjóðum fjölbreyttasta úrval landsins af rúmum. Verð við allra hæfi. uppbúin rúm í húsgagnadeild okkar á annarri hæð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.