Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Side 45

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Side 45
DV. FIMMTUDAGUR 28. MARS1985. 45 Sviðsljósið Sviðsljósið Anna vöru- bílstjóri??? Eins og fyrri daginn er konungs- f jölskyldan í Bretlandi mikið í fréttum. Fyrir skemmstu kom Anna fram í sjónvarpsviötali. Þar sagöi Anna aö þau hjón, Anna og Mark Phillips, heföu próf til aö aka þungaflutningatækjum og notuðu þaö er þau ækju þess háttar tækjum á búgaröi sínum. Anna, sem er dóttir drottningarinnar, sem kunnugt er, sagöi aö ef fyrirkomulag þaö sem ríkir í Bretlandi nú og hefur gert um aldir, þ.e. konungsríkið, veröi lagt niöur geti hún vel hugsað sér aö starfa sem flutningabílstjóri. „Þaö er alltaf þörf fyrir fólk sem getur ekiö hestaflutningabílum, fólk þetta verður að þekkja hvaö er fram og hvaö er aftur á skepnunni og ég tel aö ég geri þaö,” sagöi prinsessan. Anna harmaði aö hafa ekki komist til aö vera viö skímina á ööm barni ríkiserfingjans Karls og konu hans, Díönu. En aö hún skyldi ekki koma varð vatn á myllu þeirra sem vilja halda fram aö alvarlegt ósætti sé í fjöl- skyldunni. Anna sagöist skammast sín mikið fyrir aö hafa ekki komist en tók jafnframt fram aö ósætti milli þeirra Díönu væri ekki til nema í blöðum. Mönnum þótti dálítið kostulegt aö af öllum störfum skyldi Anna nefna þetta sem hugsanlegt starf. Sennilega er þaö vegna karlrembuhugsanagangs þeirra. Húrra fyrir Önnu. Anna og maður hennar, Mark Phillips, konunglegir vörubílstjórar. Bjössi kominn í fatahönnun líka Björn með Janniku fögru á tiskusýningu í Frakkaríki. „Hátt hreykir. Viö höfum oft minnst á afþreyingu manna hér. Eins og menn vita er hún af mörgu tagi, mismerkilegu þó. Sumir stunda eitthvaö gagnmerkt í frí- stundum sínum. Aðrir eru aö fást viö það sem fæstir sjá tilgang í. Þessi hefur af einhverjum óskiljanlegum á- stæöum séð sig knúinn til aö klífa þessa íssúlu. Kannski vill hann geta sagt eins og í kvæöinu. „Þama varég.” En hann veröur að drífa sig því brátt fer aö vora og súlan verður aö vatni. Ástin blómstr- ar víða Þaö er sönn ást á milli þeirra Ferdinants Marcos, forseta Fil- ippseyja, og konu hans Imöldu. Imalda samdi ástaróð til manns síns er hún var stödd viö útför Tjernénkos í Moskvu fyrir skemmstu. Talsmenn forsetans segja aö þau hjón séu enn sem ástfangnir unglingar eftir 30 ára hjónaband. Hvorugt megi sjá af hinu og ef annað fer í burtu séu eilífar bréfa- skriftir, og ekki aðeins af hendi eigin- konunnar, forsetinn ku enginn eftir- bátur frúarinnar. Hann skrifi henni bréf, yrki henni ljóö og fleira í þeim dúrnum. Þaö er virkilega ánægjulegt aö fá slíkar fregnir af fyrirmönnum landa víöa umheim. Marcos Filippseyjaforseti. Lítt grunaöi menn þegar Bjöm nokkur Borg lagði fyrir sig módel- og sýningarstörf aö hann hæfi framleiðslu og hönnun upp á sitt eindæmi. Hann hefur hafiö hönnun á svokölluðum sportlegum fatnaöi fyrir menn sem líkar ekki aö vera í stífpressuðum fötum, vilja vera fr jálslegir og prúöir í fasi. Hann hefur lagt dálítið upp úr aö sýna fatnaðinn sjálfur og hefur þaö óneitanlega verið góö auglýsing. Hann gengur einnig dags daglega í fötum sinum og er þá nánast sem gangandi auglýsing. Menn hafa velt fyrir sér hvers vegna hann hafi lagt fyrir sig fatahönnun og í upphafi sýningarstörf. Ekki hefur hann veriö að drýgja tekjurnar, svo mikiö er víst. Af þeim hefir hann víst nóg. Menn em helst á því aö hann hugsi sér þetta sem at- vinnu í framtíðinni er hann hefur lagt spaðann á hilluna, því eins og menn vita geta menn ekki stundað íþróttir og keppt til eiUfðamóns. Já, hann er vel hugsandi, strákurinn. Hún er aldeilis ekki létt á brún og brá hún Margrét Dana- drottning þessa dagana. Hennar konunglegi bílstjóri hefur orðið uppvís að því að hnupla sykri úr konunglega cldhúsinu og hcfur gert það að sögn um árabil til að drýgja tckjur sínar. Ekki gott til afspurnarþað. Muniði Colombu, leynilög- regiuna sieipu i sjónvarpinu? Maöurinn bak við Colombo heitir Pcter Falk. Falk kallinn á um sárt að binda um þessar mundir. Eftir 7 ára hjónaband ákvað hin huggulega kona hans að yfirgefa hann. Svona getur þetta verið. Við sendum blóm og kort. Norska leikkonan Liv U llmann hefur verið sæmd heiðurs- verölaunum í Frakklandi fyrir þátttöku sína í kvikmyndum, sem rithöfundur og fyrir manneskjulega framkomu. Óþarft er að gcta að Liv var ánægð með þetta. Sögunni fylgdi að ekki voru fleiri scm komu til greina við verðlaunaafhcndingu þcssa. Tom Selleck, sem menn hafa nefnt nýjasta karlkynstáknið í Hollywood, hefur lýst yfir að hann hafi áhuga á að keppa um það hnoss að fá hlutverk James Bond í framtíðinni. Ljóst þykir að margir eru um hituna og ekki vist að Seileck fái. Við skulum s já tu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.