Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1985, Blaðsíða 2
2
DV. LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER1985.
Það voru hressir krakkar sem tóku þótt i skrúðgöngu ó iþróttahótið i Laugardalnum. Hér mó sjó hóp-
inn streyma inn ó iþróttasvœðið.
Krakkar
í leikjum
Mikil útihátíð var í Laugardalnum
þegar um 3000 grunnskólakrakkar
komu saman og héldu svokallaða
ólympíuleika í krakkaleikjum.
Hátíðin var haldin samkvæmt til-
lögum nemendaráðs grunnskólanna
í Reykjavík. Var þarna keppt í öllum
mögulegum og ómögulegum leikj-
um.
Hátíðin er haldin í tilefni árs æsk-
unnar.
SMJ
Rœðumenn ó hótíðinni fengu virðulega fylgd. Hór koma ræðumenn
sitjandi i kassabilum.
Boðhlauð var vinsæl keppnisgrein ó hótíðinni og
það er ekki annað að sjó en að vel sé tekið ó.
Keppnin i „limbó" var ekki sú léttasta, það var
hreint ótrúlegt hvað sumir gótu fett sig.
,L*i,
Fiskveiðistjórnun næstu 3 árin:
FRUMVARP LAGT
FRAM Á ALÞINGI
HIÐ FYRSTA
Sjávarútvegsráðherra, Halldór Ás-
grímsson, mun á næstu dögum leggja
fram drög aö frumvarpi um fiskveiði-
stjórnun næstu þrjú árin fyrir ríkis-
stjórn og þingflokka. Fulltrúar hags-
munasamtaka innan sjávarútvegsins
eru sammála því aö frumvarpið verði
lagt fram á Alþingi hið fyrsta en
ítreka þó að það verði ekki samþykkt
áður en samtök þeirra hafa fjallað um
það.
Jón Sigurðsson, formaður ráðgjafar-
nefndar um fiskveiðistefnu, sagði að
megintilgangur þessa frumvarps væri
sá að með því yrði öllum gildandi
reglum um fiskveiðar komið í eina lög-
gjöf.
1 frumvarpinu er gert ráð fyrir,
eins og í ár, að hægt verði að velja milli
aflakvóta og sóknarkvóta. Þá á
frumvarpið að gilda í næstu þrjú ár. Á
blaðamannafundi í gær lýstu allir
fuUtrúar heildarsamtakanna, nema
Kristján Ragnarsson framkvæmda-
stjóri LIÚ, að þeir væru persónulega
andvígir svo löngum gildistíma en
bentu jafnframt á að samtökin myndu
taka endanlega afstöðu tU þess á aðal-
fundum þeirra sem verða á næstunni.
I frumvarpinu er einnig gert ráð
fyrir aö sjávarútvegsráðherra leggi ár
hvert fram frumvarp á Alþingi um
hversu mikiö megi veiða úr helstu
botnfiskstofnum á komandi ári.
Þá er, samkvæmt frumvarpinu,
heimilt að flytja 10 prósent af afla yfir
á næsta ár og 5 prósent af næsta ári á
yfirstandandi ár.
I frumvarpinu er gert ráð fyrir aö
sömu reglur gildi áfram um framsal
kvóta. Hins vegar veröur ekki leyfilegt
að selja aflakvóta með skipum sem eru
seld.
Hvað snertir báta undir 10 tonnum er
gert ráð fyrir að þeir geti sótt veiðar
215 daga á ári. I því sambandi er
kveðið á um ákveðin tímabil sem ekki
er heimiltaðveiða.
„Eg tel að þetta ákvæði frumvarps-
ins sé tilræði gegn smábátaeigendum
og sé veruleg skerðing frá því sem
verið hefur,” sagði Arthúr Bogason,
formaður samtaka smábátaeigenda.
Hann skilaöi séráliti í ráðgjafar-
nefndinni þar sem hann mótmælir
alfarið þeirri grein frumvarpsins sem
fjallar um sókn smábáta.
I áliti ráðgjafarnefndarinnar er
undirstrikað að enn séu ýmis álitamál í
frumvarpinu, s.s. gildistími, heildar-
aflamark, reglur um veiðar smábáta
og framsal kvóta. Um þessi atriði
verður væntanlega rætt á næstunni í
samtökum hagsmunaaöila og á
Alþingi. APH
Samdráttur í ullarframleiðslunni:
Mikill verkefna-
skortur hjá sauma
stofunum þegar
— stef nir í lokun hjá nokkrum þeirra
Verkefnaskortur blasir nú viö hjá
mörgum saumastofum sem annast
hafa framleiðslu á ullarflíkum fyrir út-
flytjendur. Ekki hefur enn þurft aö
koma til uppsagna starfsfólks. Hvort
til þess þarf aö grípa mun koma í ljós
á næstu vikum. Þá er einnig vitað til
þess að nokkrar saumastofur eru
alvarlega að hugleiða hvort þurfi
aö loka.
„Það er ekki ofsögum sagt að
ástandið hjá saumastofunum er alvar-
legt. Skýringar á þessu eru margar.
Nú eru til stórir lagerar og líklega var
framleitt of mikið í fyrra. Þá er einnig
minna um endurpantanir í ár,” segir
Reynir Karlsson, formaður Lands-
sambands sauma- og prjónastofa, í
viðtaliviðDV. ■
Samkvæmt upplýsingum DV virðist
ástandið vera verst hjá Álafossi. Þar
er búist við um 15 prósent samdrætti í
framleiðslunni í ár. Þetta hefur það í
för með sér að saumastofur, sem unnið
hafa fyrir Álafoss, fá ekki verkefni í
haust.
Hjá Hildu hf. fengust þær upplýsing-
ar að ekki væri búist við samdrætti en
kannski heldur minni framleiðslu en í
fyrra.
Margar saumastofur hafa undan-
farið þurft að keyra framleiðsluna á
hálfum afköstum. Reyndar hafa þær
fengið nokkuð af verkefnum fyrir
Rússlandsmarkað. Hins vegar verða
þær að taka þá framleiðslu í neyð
vegna þess að veröið á flíkum á þann
markað er mjög lágt. Algengt er aö
þær séu hreinlega framleiddar með
taP‘- APH.
Snilldarleikur Kasparovs tryggði jafntef li
Níunda skákin í heimsmeistara-
einvíginu var tefld áfram í gær eftir
aö hún hafði fariö í bið í flókinni
stöðu. Eftir næturlangar rannsóknir
stórmeistara í Moskvu var jafntefli
tahð líklegustu úrslitin en staða
Karpovs þótti þó íviö betri. Er tekiö
var til við biðskákina var Kasparov
hins vegar fljótur að slá Karpov út af
laginu. I þriðja leik skellti hann e-
peði sínu fram og Karpov hugsaði
um svarleik sinn í 28 mínútur. Fram-
haldið var nánast þvingaö og eftir
átta leiki tU viðbótar tókust skák-
meistararnir í hendur og sættust á
jafntefli. Kasparov notaði aðeins
þrjár mínútur á leiki sína eftir bið.
Peðsleikur Kasparovs vakti al-
menna hrifningu áhorfenda og vafa-
laust er áskorandinn ánægður með
aö hafa komið Karpov og aðstoðar-
mannasveitinni í opna skjöldu. Karp-
ov þurfti að leysa vandamálin yfir
borðinu en það gerði hann náttúrlega
óaðfinnanlega. Lokastaðan var á
borði stórmeistaranna i blaða-
mannaherberginu löngu áður en hún
kom upp í skákinni sjálfri.
Staðan í einvíginu er þá 5—4 Karp-
ov í vil. Hann hefur unnið tvær skák-
ir, Kasparov eina en sex hefur lokið
með jafntefli. Til þess að sigra þarf
Karpov að vinna f jórar skákir til við-
bótar og eru jafntefU þá ekki talin
með, eða hljóta 12 vinninga samtals,
með jafnteflum. Þeir tefla mest 24
skákir og Karpov heldur titihium á
jöfnu.
Biöstaðan var þessi, Karpov
(svart) lék biðleik:
HEIMSMEISTARA-
EINVÍGIÐ:
abcdefgh
42. — cxb4 43. hxg6+
Eftir 43. Dc4 strax leikur svartur
best 43. — gxh5! ogmáþá vel viðuna.
43. — fxg644.Dc4h5 45. e5! ’
Sennilega er jafntefli að fá með 45.
Rxd4 Bxe4 46. Rxe4 Dxe4 47. Re6! því
aö ef 47. - Dxc4 48. Bxc4 Rc6 þá 49.
Rg5+ og þráskákar og annars ættu
mislitir biskupar að sjá um sitt.
Textaleikurinn er aftur á móti mun
öflugri og kom Karpov gjörsamlega
á óvart.
David Goodman, fréttaritari DV á
einvíginu, spurði Dorfman, aðstoðar-
mann Kasparovs, hvað væri að ger-
ast. „Þú verður að bíöa og sjá,” var
svariö.
45. — Bxf3 46. gxf3 Bxc5 47. f4! Bxf4
Eftir 47. — Bg7 48. f5 er hvíta sókn-
in hættuleg.
48. Dg8+ Kh6 49. Bc2! Dg7!
Hann verður að gefa mann því að
ef 49. — Df6? þá 50. Re4! og vinnur.
50. Dxd8 Bxg3 51. fxg3 De5 52. Df8+
Kg5 53. Kg2
Og hægri hendurnar tókust sam-
tímis á loft og mættust á miöri leið:
Jafntefli. Hvítur kemst ekki hjá
drottningakaupum og síðan leikur
svartur h5-h4 og skiptir upp á síö-
asta peðinu.
JLÁ.
Skák
lón L. Ámason