Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1985, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1985, Qupperneq 6
6 DV. LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER1985. Böðvar Bragason, nýskipaður lögreglustjóri og varaþingmaður Framsóknarflokksins: „tg er kunningi dómsmála- ráðherra” „Þó svo ég væri yfirlýstur stuön- ingsmaöur Alþýöubandalagsins hefði mér þótt eðlilegt aö ég fengi lögreglustjóraembættiö. Við veitingu slíkra embætta er megin- reglan sú að menn fái tilflutning eftir stærö embætta og hæfni í starfi. Þaö eru 20 ár síðan ég lauk lagaprófi og undanfarin 15 ár hef ég veriö sýslumaöur og bæjarfógeti í Neskaupstaö og í Rangárvallasýslu. Ég gerði mér því einhverjar væntingar um starfiö,” segir Böðvar Bragason, nýskipaður lög- reglustjóri í Reykjavík og varaþing- maöur Framsóknarflokksins. Hugarsveiflur ráðherra Böövar Bragason skipaði 3. sætiö á framboöslista Framsóknarflokks- ins í Suöurlandskjördæmi í síðustu alþingiskosningum. I fyrsta sætinu sat Þórarinn Sigurjónsson og í ööru sætinu, á milli hans og Böðvars lögreglustjóra, ,var enginn annar en sjálfur Jón Helgason dómsmála- ráöherra sem nú hefur gert vara- þingmann sinn aö lögreglustjóra í Reykjavík. „Ég æfi mig ekki í þeim hugar- sveiflum sem fara fram í höfðum handhafa veitingavaldsins er embættum er úthlutaö né þá aö ég spái í hugrenningar ráöherra viö slíkar aöstæður. Ég taldi mig hæfan til starfans og geröi mér vonir um að fá embættið.” — En ertu ekki vinur Jóns Helga- sonar? „Ég er kunningi dómsmálaráö- herra.” Launamál lögreglustjóra Þaö var í kvöldfréttum útvarps á þriöjudaginn aö tilkynnt var aö Böövar Bragason, sýslumaður Rangæinga, heföi veriö skipaöur lögreglustjóri í Reykjavík. Þá sat sýslumaðurinn á heimili sínu á Hvolsvelli en hann er kvæntur og á tvö börn. Sjálfur segist hann hafa vitaö þetta fyrr, venja sé aö láta menn vita hvort þeir hafa fengið embætti eöa ekki áöur en rokið er með tilkynningar í fjölmiöla. Ekki segist hann vera svo viss um aö hækka eitthvað í launum þó svo hann taki viö nýju embætti, sig minni aö lögreglustjórinn í x Reykjavík hafi samkvæmt úrskuröi Kjaradóms um 5—6 þúsund krónum meira í mánaöarlaun en sýslu- maöur í góöri sýslu. Á móti koma svo ýmsar sporslur sýslumanna, svo sem þóknun fyrir setu í sýslu- nefndum, þannig að sá munur jafnast út. „Aftur á móti ætti ég ef til vill aö geta haft eitthvað upp úr því aö flytja í bæinn því hingað til hef ég haldið tvö heimili: eitt á Hvolsvelli og annað í Reykjavík. Hita- kostnaður minn á Hvolsvelli er tvöfaldur á viö það sem ég greiði í Reykjavík, þannig að segja má aö ég hafi kynt upp þrjú hús fyrir eigið fé. Svo hef ég þurft aö hafa tvo síma,” segir Böövar Bragason og virðist ekki hafa allt of miklar áhyggjur af veraldarvafstrinu enda er hann líkari landflótta rithöfundi, dýralækni eöa trúboöa en lög- reglustjóra í höfuöborg Islands. Berir leggir Bryndísar Schram Enda kemur á daginn að hann hefur mikinn áhuga á myndlist, segist bera mikla virðingu fyrir þeim mönnum sem standa í slíkri framleiöslu. Og hann kaupir málverk. Ekki þarf lengi aö skima upp um veggi á heimili Böövars viö Tómasarhagann í Reykjavík til að reka augun í bera leggi Bryndísar Schram eins og Sverrir Haraldsson málaöi þá hér áöur fyrr. Á veggjunum kennir ýmissa grasa og ekki er úrvalið, aö sögn, minna á sýslumannsheimilinu á Hvolsvelli: „Af íslenskum málurum eru þeir Jóhannes Geir og Sverrir Haraldsson í mestu uppáhaldi hjá mér, sérstaklega eldri myndir Sverris. Ungu málarnir höföa ekki eins til mín enda er varla mögulegt aö vera alæta á myndlist. Maöur veröur fyrir mestum áhrifum á aldrinum frá 20—25, þau áhrif greypast inn í mann og veröa síöar nokkurs konar viömiöun á hvaö manni þykir gott — alla vega í myndlist.” — Má búast viö aö lög- reglustjórinn komi sér upp trönum og fari aö mála á efstu hæð lög- reglustöðvarinnar við Hverfis- götuna á rólegum morgni? „Þaö held ég ekki. Ég hef ekki gefið mér tíma til að fást sjálfur viö myndsköpun en ég held aö ég geti teiknað. Ég er handlaginn.” Að skipta um skoðun Það gæti eins fariö svo að Böövar Bragason skipti um skoðun og færi aö mála svona í framhjáhlaupi. Hann hefur skipt um skoðun áöur, snerist aöeins í pólitíkinni og breyttist úr sjálfstæöismanni í framsóknarmann, svona eins og sumir breytast úr sýslumanni og varaþingmanni í lögreglustjóra í höfuöborginni. „Þjóöfélagiö er í stööugri þróun og allar breytingar kalla á ný viöbrögö. Þetta er stöðug framþróun og ef hægt væri aö stööva þennan leik þá væri margt öðruvísi. Til dæmis þyrftum viö ekki kosningar, menn gætu verið sömu skoðunar allt lifiö — um alla eilífð þess vegna. Mér þykja þaö aftur á móti ágæt mannréttindi aö fá aö taka þátt í þessari framþróun og einn angi þess er aö fá aö breytast úr sjálfstæðismanni í framsóknarmann. Þaö sem gerðist í mínu dæmi var aö ég fluttist úr Reykjavík og austur á land. Þegar öllu er á botninn hvolft er maöur ekkert annaö en móttakari um- hverfisáhrifa. Ég skipti um umhverfi og varö fyrir öörum áhrifum. Maöur, sem ekki breytist við það að flytja af einum staö til annars, er varla merkilegur,” segir Böövar Bragason og bætir því viö í framhaldi aö á sama hátt geti hann ekki lofað því aö hann haldi áfram aö vera framsóknarmaöur um ævi og aldur: „Ef flokkur kastar öllu fyrir róöa nema nafninu á maöur þá aö halda áfram aö styöja hann?” Böðvar Bragason: — Listelskur lögreglustjóri á heimili sinu i Reykjavík. DV-mynd GVA. Varaþingmaður óskast? Böövar Bragason segist vera hættur afskiptum af stjórnmálum. Þaö samræmist ekki starfi lög- reglustjóra aö vera aö vasast í pólitík. Dómsmálaráöherra þarf því aö finna sér nýjan varaþingmann á Suöurlandi. „Ég hef setið nokkrum sinnum á þingi og meira aö segja flutt eitt frumvarp. Þaö fjallaði um breyt- ingar á lögum um sveitarstjórnir á þann veg m.a. aö sýslumenn hættu aö sitja sýslunefndarfundi. Meö því var ég í raun aö reyna aö leggja niöur hluta af eigin starfi. En það fór eins fyrir því máli og mörgum öörum í sölum Alþingis; þaö var sett í kæli. Annars var gaman aö vera á þingi. Alþingi er ákaflega merkilegur vinnustaöur og engum öðrum líkur. Þangaö hafa allir gaman af aö koma sem á annað borö eru með augu og eyru opin. Þó er Alþingi í eðli sínu ákaflega íhaldssöm stofnun og hefur á vissan hátt orðið fyrir barðinu á þeim breytingum sem orðiö hafa í fjöl- miðlaheiminum aö undanförnu. Þaö sama má segja um Framsóknar- flokkinn. En ég er sáttur við aö gefa stjórnmálin upp á bátinn. Annars heföi ég ekki sótt um starf lögreglustjóra í Reykjavík.” Hernaðarlegur blær Þegar Böövar Bragason tekur viö lögreglustjóraembættinu í Reykjavík, þegar 24 dagar eru til jóla, mun hann leggja á þaö ríka áherslu að samband lögreglu viö borgarana sé gott, að lögreglan hafi traust borgaranna. „Viö megum ekki rugla saman her og lögreglu. Hér á landi er enginn her, þannig aö lögreglan veröur aö sjálfsögöu aö taka aö sér ýmis verkefni sem í öörum löndum myndu lenda á heröum hersins. En ég held aö þaö skipti ákaflega miklu máli aö íslensk lögregla hafi ekki yfir sér hernaðarlegan blæ.” Eftir aö hafa eytt 1/3 af ævi sinni á Akureyri, þar sem Böövar er fæddur og uppalinn, 1/3 í Reykjavík og síöan 1/3 í Neskaupstað og á Hvolsvelli er sýslumaöurinn og nýskipaöur lögreglustjóri nú aftur kominn til höfuöborgarinnar þar sem spillingin er mest og fólkið flest. Hann rétt missti af því aö fá aö framfylgja reglugerð kunningja síns, dómsmálaráðherrans, um bann viö sölu á bjórlíki. Bjór og nasistar „Ég hef aldrei smakkaö bjórlíki á þessum bjórstofum og get því ekki um þaö dæmt. Aftur á móti hef ég drukkiö pilsner blandaöan meö vínanda og er síöur en svo spenntur fyrir slíkri blöndu. Utlenskur bjór þykir mér hins vegar góöur en mér er ljóst að þaö verður aö fara varlega í sakimar. Eg gleymi því seint hvaö ég varö hroðalega timbraöur í Kaupmannahöfn fyrir um 20 árum þegar ég hellti í mig bjór eins og Islendingur. Enda kunnum viö ekki aö drekka. Hvernig ætti líka að hafa þróast einhver vínmenning hjá þjóö sem er tiltölulega nýskriöin úr moldar- kofum? Um miöja 19. öld voru landsmenn jafnmargir og áriö 1000. I því ljósi veröur svo ótal margt aö skoðast hér á landi,” segir Böövar Bragason um leiö og hann bregður sér í símann og hringir í eigin- konuna á Hvolsvelli. Hann biður hana um aö taka upp þættina Þjóöverjar og heimsstyrjöldin siöari sem sjónvarpið hefur veriö að sýna aö undanförnu. — Er lögreglustjórinn nasisti? „Nei, nei, nei! Eg hef bara gaman af sagnfræöi.” -EIR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.