Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1985, Page 8
8
Ú gáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R.EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNÁS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlASSNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÖNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PALLSTEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn: SfÐUMÚLA 12-14, SlMI 686611
Auglýsingar: SlÐUMÚLA 33, SlMf 27022
Afgreiðsla.áskriftir.smáauglýsingar ogskrifstofa: ÞVERHOLT111 ,SlMI 27022
Slmi ritstjórnar: 686611
Setning.umbrot.mynda- ogplötugerð: HILMIR HF., SlÐUMÚLA 12
Prentun: ARVAKUR H F. - Áskriftarverö á mánuði 400 kr.
Verð I lausasölu virka daga 40 kr. - Helgarblaö 45 kr.
Opin lönd og lokuð
Við höfum daglega aðgang að upplýsingum um hryðju-
verk á vegum stjórnarinnar í Suður-Afríku. Lögreglu-
menn ganga berserksgang í manndrápum og skjóta jafn-
vel börn og unglinga í bakið. Siðrænt gjaldþrot aðskilnað-
arstefnunnar liggur í augum uppi um heim allan.
Við höfum líka daglegar upplýsingar um skipulega mis-
munun og mannréttindabrot af hálfu ríkisstjórnar ísraels
á hernumdu svæöunum vestan við ána Jórdan. Við get-
um, ef við kærum okkur um, kynnt okkur, hvernig arabar
eru annars flokks borgarar í ísrael.
Hvorki Israel né Suður-Afríka enn síður eru lýðræöis-
ríki. Þetta eru ríki kúgunar og sumpart hryðjuverka,
svartur blettur á samvizku hinna vestrænu ríkja, sem
leynt eða ljóst hafa stutt þessi ríki gegn hinum minni
máttar í þjóðfélaginu og í nágrenni þess.
Sum vestræn ríki eru raunar aðeins lýöræðisleg inn á
við, en haga sér eins og hryðjuverkasamtök út á við. 111-
ræmdar eru tundurduflalagnir stjórnar Bandaríkjanna í
höfnum Nicaragua. Ennfremur beinn og óbeinn stuðning-
ur hennar við uppreisnarmenn frá Somoza-tímanum.
Mitterrand Frakklandsforseti er kominn í dilk með
Gaddafi Líbýuleiðtoga. Menn hans stunda hryðjuverk í
erlendum ríkjum. Þegar þetta kemst upp, biðst Mitter-
rand ekki einu sinni afsökunar, en lætur ofsækja þá menn,
sem grunaðir eru um að hafa lekið þessum upplýsingum.
Jafnvel þótt Frakkland og Bandaríkin væru talin til lýð-
ræðisríkja, eru slík ríki ekki nema um 50 í heiminum,
langflest í Vestur-Evrópu. Hin, sem ekki ástunda lýðræði,
eru mun fleiri eða um 110 talsins. Lýðræði er því miður
afar sjaldgæf munaðarvara á jörðinni.
Lýðræðisríkin eru þau, sem virða ákvæði stofnskrár
Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi og upplýsinga-
frelsi. Þessum samtökum er svo aftur á móti núorðið
stjórnað með samblæstri ríkja, sem virða hvorki mann-
réttindi né upplýsingafrelsi almennings.
1 atkvæðagreiðslum standa saman fulltrúar þriggja
afla, Sovétblakkarinnar, arabaríkjanna og einræðisherra
þriðja heimsins. Meðal þess, sem þetta ófélega lið hefur á
heilanum, eru ísrael og Suður-Afríka. Ályktunum gegn
þeim linnir ekki, en önnur ríki eru látin í friði.
1 Sovétríkjunum hefur allur þorri fólks engin borgara-
leg réttindi. Þau eru öll í höndum fámennrar yfirstéttar,
sem til dæmis beitir mannréttindasinna margvíslegu
kvalræði og fremur í Afganistan villimannlegustu hryðju-
verk, sem kunn eru um þessar mundir.
í heild má segja um Sovétblökkina, arabaríkin og
þriöja heiminn, að stjómarfar þar er verra en í Suður-
Afríku og ísrael. Við höfum hins vegar yfirleitt ekki eins
nákvæmar upplýsingar um kúgun og hryðjuverk slíkra
stjómvalda, af því að þetta eru meira eða minna lokuð
lönd.
Israel og Suður-Afríka hafa það umfram slík ríki, að
þau eru opin. Við getum fengið fréttir af ástandi mála og
tekiö afstöðu til þeirra. Við fáum hins vegar stopular
fréttir af æðinu í Afganistan og aðstæöum eða líöan mann-
réttindasinna í Sovétríkjunum.
Við megum ekki verða svo upptekin af óbeit á fram-
ferði ríkisstjórna í opnum ríkjum, að við gleymum fram-
ferði verri ríkisstjóma í lokuðum ríkjum. Og við skulum
muna, að hornsteinn mannréttinda er upplýsingafrelsið.
Baráttan fyrir því er mikilvægasta lóðið á vogarskálina.
Jónas Kristjánsson.
DV. LAUGARDAGUR28. SEPTEMBER1985.
Efstir að
siðferðisstigum
— Þetta var enn einn átakalítill
sigur, sagði hann um leið og hann
slökkti á sjónvarpinu, brosandi út
undir eyru.
Þaö er lítið gaman aö því að horfa
einn á fótbolta og þessvegna fer ég
gjarna í heimsóknir þegar beinar út-
sendingar eru. Þaö er lítiö gaman að
því að horfa á leiki nema maður geti
öskrað á nærstadda: — Sáuð þiö
þetta? Víti! Ekkert annað en víti! Og
útaf með andskotans manninn líka!
Ég hef séð áhorfendur á fótbolta-
leikjum sem standa rólegir og
athugulir láta sér ekki bregða viö
grófustu brot eða fegurstu mörk.
Þeir ræða síöan yfirvegað og af hlut-
lægni um leikinn á eftir, velta fyrir
sér leikkerfinu og hugsanlegum
breytingum á því, ásamt öðrum
tæknilegum hlutum. Slíkir menn
hafa ekkert á fótboltaleiki að gera.
Úr ritvélinni
Ólafur B. Guðnason
hristi útréttan vísifingur hægri
handar til merkis um að hann heföi
ekki talað út um þetta mál.
— Hitt er annað mál að miöað við
fólksf jölda erum við tslendingar með
mun betra lið en Spánver jar.
Hann gerði stutt hlé ,og ég gretti
mig. Mér leiðist fólksfjölda-
argúmentið. Og ég sagði honum það
og bætti viö.
Þú verður að gera betur en þetta,
ég á heimtingu á nýrri röksemda-
færslu, nýrri aðferð við þaö að
breyta ósigri í sigur.
— Bíddu hægur, ég er að koma aö
því. Sjáðu til, þarna sáum við liö
þrautþjálfaðra atvinnumanna sem
gera ekkert annað en leika knatt-
spyrnu og teljast meir en meðal-
menn í faginu, lenda í hinum verstu
erfiðleikum viö að hafa sigur yfir
íslenskum áhugamönnum.
Nautn áhorfenda að fótboltaleikj-
um felst í því að gefa sig hópsálinni á
vald, að skilja sanngirni, réttsýni og
aðrar dyggðir eftir heima. Eina
dyggðin sem fótboltaáhugamaður á
að sýna er trúfesta. Honum ber að
styðja sitt lið, á hverju sem dynur.
(Ef við víkjum hér aöeins að bein-
um útsendingum almennt vil ég
koma hér á framfæri þeirri skoðun
minni aö það eigi að vera fótbolti í
öllum beinum útsendingum. Gott
dæmi um þetta var útsending frá
Noregi nú nýlega þegar fram fóru
kosningar þar í landi. Mestallan tím-
ann, sem útsendingin stóð, sáust á
skerminum nýjustu tölur úr ýmsum
kjördæmum, ásamt tölvuspám um
úrslit. Þetta var auövitað það sem
málið snerist um en samt kvörtuðu
báðir íslensku þulirnir undan því í
sífellu að við værum óheppin með
myndefni, þetta væri ákaflega
óspennandi. Þaö sem þeir voru auð-
vitað að kvarta yfir var að þetta var
ekki fótbolti!)
En semsagt fór ég í heimsókn, til
þess að hafa félagsskap meðan lands-
leikurinn var sýndur í sjónvarpinu á
miðvikudag. Og gestgjafinn hefur
um árabil verið stuðningsmaður Vík-
inga en það er einhver trúfastasti og
bjartsýnasti hópur manna á Islandi.
að vísu veit ég að sumum eldri stuðn-
ingsmanna liðsins var hætt að standa
á sama um velgengni þess, en þeir
hafa nú tekið gleði sína aftur. Þaö
hefur nefnilega lengi verið trú hinna
sönnu Víkinga að það sé hollt fyrir-
sálina að tapa en óhollt að vinna, eða
að minnsta kosti að vinna of oft.
Það kom mér þessvegna svosem
ekkert á óvart aö heyra þennan
stuðningsmann Víkinga kalla ósigur
íslendinga í Sevilla „enn einn átaka-
lítinn sigur”. En ég gat þó ekki á mér
setiö að minnast á eina staöreynd, þó
slíkt sé yfirleitt álitið dónaskapur
þegar rætt er um íslenska landsliðið.
— Spánverjar skoruðu tvö mörk
en Islendingar bara eitt!
Hann brosti vorkunnsamlega til
mín og kinkaði kolli.
— Jú, rétt er það, okkar menn
skoruðu aðeins eitt mark en fengu á
sig tvö. Þú taldir rétt og færð aö laun-
um kókoshnetu.
— Fyrirgefðu, en hafi reglum
FIFA ekki verið breytt stórlega, frá
því ég lærði þær í porti Miöbæjar-
skólans, hefur það lið sigur sem fleiri
skorar mörkin. Ég gat ekki skilið
annaö af orðum þínum og fasi nú
áöan en að þú teldir Islendinga sigur-
vegara í þessum leik. Þú hefur nú
tækifæri til þess að leiðrétta mig,
hafi ég misskilið þig.
— Ég mótmæli því ekki að Spán-
ver jar unnu þennan leik, sé fariö ein-
göngu eftir markatölunni. Og þeir
fara auðvitað til Mexíkó.
Eg ætlaði aö taka til máls en hann
Ég greip nú frammí fyrir honum.
— Langflestir landsliðsmennirnir
eru atvinnumenn í íþróttinni, svo
þetta er haldlítið.
— Satt er það að flestir þeirra þiggja
laun fyrir aö leika knattspyrnu en
knattspyrna er og verður leikur.
Islendingar eru öðrum þjóöum
greindari og skilja þetta vel og taka
knattspyrnu þessvegna ekki alvar-
lega. Það gera drengirnir sem búa
erlendis ekki frekar en aðrir Is-
lendingar. Það er hinsvegar skiljan-
legt aö þeir taki tilboðum um að leika
sér gegn háum launum. Islenska
landsliðið er áhugamannaliö eftir
sem áður.
Hann gerði nú pásu meðan hann
saup á kaffinu og hugleiddi loka-
orðin.
— Ég kallaði þetta átakalítinn
sigur af því aö íslenska landsiiðið
vinnur alltaf sigur. Hver sem úrslitin
eru, í mörkum taliö, eru Islendingar
alltaf hinir siðferðilegu sigurvegar-
ar, eins og lítilmagninn hlýtur alltaf
að vera ef hann bara gerir sitt besta.
Hann leit á mig og sagði af fullri
sannfæringu:
— Við þurfum ekki aö fara til
Mexíkó. Við erum siðferðilegir
heimsmeistarar nú þegar.
Ég játaði mig sigraðan, því slíkan
sannfæringarkraft bíta ekki rök.
Skömmu síðar fór ég heim, en ekki
fékk ég kókoshnetuna.