Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1985, Page 9
DV. LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER1985.
Kjötinnflutningur er ekki leyföur
til íslands en mér skilst að hann sé
leyfður til Keflavíkur, segir Albert
Guðmundsson fjármálaráðherra í
viðtali við DV í vikunni. Landsmenn
hafa af áhuga fylgst með baráttu
ráðherrans í sumar gegn því að
varnarliðiö á Keflavíkurflugvelli
flytji inn hrátt kjöt til neyslu og
gangi þannig gegn lögum um gin- og
klaufaveiki.
„Keflavík — útlent ríki"
I bili virðist svo sem f jármálaráð-
herrann hafi orðið undir í þessari
baráttu sinni. Hann hefur beitt þeim
ráðum sem honum eru fær, í því
ráðuneyti sem undir hann heyrir.
Eftir að tollgæsla fór sérstaklega aö
fylgjast með kjöti, sem kom sjóleið-
ina, brugðu Bandaríkjamenn á það
ráð að flytja sitt kjöt með flutninga-
flugvélum sínum, beint til Keflavík-
urflugvallar. Þar með losnuöu þeir
við afskiptasemi fjármálaráð-
herrans. Keflavíkurflugvöllur heyrir
nefnilega undir Geir Hallgrímsson
utanríkisráðherra og flokksbróður
fjármálaráðherra. En hann er ekki
sama sinnis og Albert og ber fyrir sig
ákvæði varnarsáttmálans, sem
heimilar kjötinnflutninginn. Sátt-
málinn stangast þannig á við lög sem
fyrir voru í landinu.
Fjármálaráðherrann er svo upp-
gefinn að hann lítur á Miðnesheiöina
sem fylki í Bandaríkjunum. „Ég hef
engar leiðir til þess að stööva kjöt-
innflutning í þetta útlenda ríki,
Kefiavík,” segir ráðherrann í fyrr-
nefndu DV-viðtali.
Sýkt kjöt í Bandaríkjunum
Það hefur komiö fram í fréttum
DV að undanförnu að kjöteftirlit í
Bandaríkjunum er úrelt og ekki hef-
ur verið komiö í veg fyrir sýkingar
og efnamengun í bandarísku kjöti.
Vitnað er til vísindaritsins Science,
en í skýrslu, sem birtist nýlega í rit-
inu, er fullyrt að skemmt kjötmeti sé
orsök helmings allra alvarlegra til-
fella matareitrunar sem upp komu í
Bandaríkjunum á árunum frá 1968 til
1977. Kjöteftirlit í Bandaríkjunum
hefur ekki bolmagn til þess að fylgj-
ast meö framleiðslu á hinum ýmsu
tegundum kjötmetis svo sem eftirlit-
inu ber samkvæmt þarlendum lög-
um. Urbætur eru taldar kostnaðar-
samar þannig að óraunhæft sé aö
reikna með bót á næstunni.
Vandi Bandaríkjamanna er sá að
þeir hafa leyft nolkun fúkkalyfja,
sýklalyfja og hormóna í fóöri eins og
komið hefur fram hjá Páli A. Páls-
syni yfirdýralækni. Lyfjaleifar finn-
ast í kjöti og kjötskoöun nær ekki aö
útiloka þetta kjöt. Hér mun einkum
vera um að ræða svínakjöt, kjúkl-
ingakjöt og kálfakjöt.
Þegar yfirdýralæknir var spurður
um smithættu af innfluttu hráu kjöti,
sagði hann að hættan væri alltaf yfir-
vofandi ef kjötið kæmi nálægt skepn-
um. Slys hafa sem betur fer ekki orö-
ið vegna þessa, a.m.k. ekki í seinni
tíð.
Lögfræðilegur ágreiningur
Lögfræðingar fjármálaráöuneytis-
ins hafa haldiö því fram að innflutn-
ingur varnarliðsins á hráu kjöti
brjóti í bága við lög frá árinu 1928.
Lögfræöingarnir Sigurgeir Jónsson
og Árni Kolbeinsson geröu úttekt á
kjötinnflutningi varnarliðsins árið
1976. Niðurstaöa þeirra var sú að inn-
flutningurinn bryti í bága við lögin.
Ágreiningur Geirs Hallgrímssonar
og Alberts Guðmundssonar byggist á
því að í viðbæti viö varnarsamning
islendinga og Bandaríkjamanna frá
árinu 1951 stendur: „Hervöld Banda-
ríkjanna mega flytja inn tollfrjálsan
útbúnað handa liði sínu og hæfilegt
magn vista, birgða og annars varn-
ings til nota fyrir liðsmenn eina og
L(Hiq<ird(K]spisti!l
Jónas Haraldsson
fréttastjóri
skyldulið þeirra svo og fyrir verk-
taka Bandarikjanna og menn i
þeirra þjónustu, sem eigi eru íslensk-
ir þegnar.” Með lögum frá Alþingi
frá 1951 var varnarsamningnum og
viðbætinum veitt lagagildi. Þá hefur
það komið fram í álitsgerð Benedikts
Sigurjónssonar, fyrrverandi hæsta-
réttardómara, að innflutningur á
vegum varnarliðsins sé í samræmi
viðgildandilög.
Á þessu byggir utanríkisráðherra
afstöðu sína, en fjármálaráöherra
telur hins vegar aö þar sem ekki sé
tekið fram í viðbæti varnarsamn-
ingsins að hann sé lögunum frá 1928
yfirsterkari þá standi það að inn-
flutningur á hráu kjöti brjóti í bága
viö lög. „Þau lög voru sett til að
varna því að smit bærist til lands-
ins,” segir fjármálaráðherra. „Þaö
er því í hæsta máta furðulegt ef þaö
er aöeins hættulegt ef tslendingar
flytja inn kjöt,” bætti hann við.
Alþingi verður að taka af-
stöðu
Þarna er komið að kjarna málsins.
Alþingi Islendinga verður að taka af-
stöðu til þess í vetur hvort það sé
hættulegt að flytja inn hrátt kjöt til
landsins eða ekki. Ef það er niður-
staðan þá verður jafnt yfir alla að
ganga. Breyta verður lögum og gera
það klárt að hvorki Islendingar né
Bandaríkjamenn flytji inn slíkt kjöt.
Smithættan er sú sama. Verði niður-
staðan hins vegar sú að Bandaríkja-
menn megi flytja inn hrátt kjöt þá er
heldur ekki hægt að meina Islending-
um það. Sjálfsagt er þá að Islending-
ar flytji inn sitt kjöt frá þeim löndum
sem ábyrgjast heilbrigði kjötsins.
Geti Bandaríkjamenn ekki sýnt fram
á heilbrigði síns kjöts verða þeir ann-
aðhvort að kaupa það hérlendis eða
flytja það frá þeim löndum sem
ábyrgjast gæði kjötsins.
Verði það ákvörðun þingsins að
halda fast í bann á innflutningi á
hráu kjöti verða Bandaríkjamenn að
sætta sig við það að leggja sér til
munns íslenskt kjöt. Ekki verður séð
að þar sé í kot vísað. Islendingar
framleiða ágætt svína- og nautakjöt
og islenskir bændur hafa nýlega sýnt
fram á það að þeir geta boðið varnar-
liðinu mun ódýrara nautakjöt en þeir
neyta nú. Hérlendis eru stór kjúkl-
ingabú þannig að enginn vandi ætti
að vera að fullnægja eftirspurn frá
varnarliðinu. Þá má ekki gleyma ís-
lenska lambakjötinu. Nóg er til af
því. Islendingar státa sig af því að
framleiða besta dilkakjöt sem fáan-
legt er. Seljum það til varnarliðsins.
Það er alkunna að menn, sem dvelja
í öðrum löndum en sínu heimalandi,
semja sig að siðum í nýju landi. Á Is-
landi borða menn ágætt lambakjöt.
Bjóöum það gestum okkar, hvort
sem þeir eru varnarliösmenn eða
aðrir.
Breytingar á samningi
Varnarsamningur Islendinga og
Bandaríkjamanna er gerður á jafn-
réttisgrundvelli. Komi í ljós galli á
þeim samningi verða þjóöirnar að
breyta samningnum. I þessu tilfelli
felst hætta á sýkingu klaufdýra á Is-
landi. Við það verður ekki unað.
Breytinga er þörf og það fljótt.
Bandaríkjamenn eru á Islandi með
leyfi íslenskra stjómvalda. Þeir
verða að fara að þeim leikreglum
sem gilda. Hér gildir ekki afstaða
stórveldis til smáríkis.
Ríkisstjórnin hefur verið í hálf-
gerðum vandræðum með þetta kjöt-
mál í sumar og ekki vitað hvaö gera
skal. Niðurstaða var sú að fá bænda-
samtökin til þess að fá úrskurð dóm-
stóla á réttmæti kjötinnflutningsins.
Mikil vandkvæði eru á slíku. Ráð-
herranum þarf að stefna fyrir lands-
dóm og til þess þarf sérstaka heimild
Alþingis. Bændur hafa því eðlilega
hafnað þessari leiö sem ófærri. Af-
staöa Þorsteins Pálssonar, formanns
Sjálfstæðisflokksins, er rétt í þessu
máli. Eftir að ríkisstjórnin hafði
ákveðið dómstólaleiðina sagði Þor-
steinn: „Ef ágreiningur er um hvað
eru rétt lög í landinu þá hefur ríkis-
stjórnin öruggan meirihluta á þingi
til að kveða skýrt á í því efni. ”
„Ég veit ekki hvort Alþingi vill úr-
skuröa um hvort umrædd lög séu enn
í gildi eða hvort varnarsamningur-
inn hafi ýtt þeim til hliðar,” segir Al-
bert Guðmundsson fjármálaráð-
herra í viðtali við DV í fyrradag og
vísar þar til margumræddra laga um
smithættu frá árinu 1928. Ráðherr-
ann vill ekki svara því í sama viðtali
hvort hann muni leita eftir sUkum
úrskurði eftir að þing kemur saman.
Rétt er að hvetja ráðherrann til þess.
Skynsamlegrar niöurstöðu er þörf.
-Jónas Haraldsson
KJÖTK)
INN Á MNG