Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1985, Síða 13
DV. IJVUGARDAGUR 28. SEPTEMBER1985.
13
„Þessi voðalega
illmælgi um ísland"
„Jón Hreggviösson er kannski ekki
margþátta persónuleiki — en það er í
honum þessi tvískinnungur sem er
kannski sérstakur, íslenskur eigin-
leiki,” sagöi Helgi Skúlason leikari —
hann var aö hlaupa inn á sviö á æfingu,
Islandsklukkan fer á fjalirnar aftur nú
um helgina og á eflaust eftir aö ganga
langt fram á vetur.
„Jón er náttúrlega aö berjast fyrir
lífi sínu — og í leikritinu, eins og skáld-
sögunni, eru ótal ógleymanlegar setn-
ingar,” sagöi Helgi, sem færöist allur í
aukana viö aö rifja upp nokkrar setn-
ihgar: „Múgamaður veit aldrei hvort
hann á þaö höfuö sem hann ber . .
„Sérstæö persóna, Jón Hreggviösson,”
sagöi Helgi — „þessi voðalega illmælgi
um Island, sem hann lýsir sem „bann-
aöri boru” — og snýr svo viö blaðinu
þegar madaman úti í Kaupmanna-
höfn gengur á hann. Þá kemur í ljós aö
hann kann aö lýsa landinu öðruvísi — á
sinn draum um sitt land.”
Larry Hagman kampakátur með mömmu sinni, Mary Martin, sem segir
hann vera algjöra andstæðu ribbaldans J.R. i Dallas.
Islandsklukkan er skyldulesning í
efsta bekk grunnskólans, og væntan-
lega stefna kennarar nemendum sín-
um í leikhúsið.
„Þaö er einkar skemmtilegt aö leika
Jón Hreggviðsson — skemmtilegt aö
taka þátt í þessari sýningu,” sagöi
Helgi — „ekki síst vegna þess að svo
margir þekkja textann, þekkja setn-
ingarnar þegar þær koma og taka
þeim eins og gömlum kunningjum.”
Einhverjar breytingar á sýningu
Þjóðleikhússins frá í vor eru nauðsyn-
legar, m.a. vegna þess aö Hjalti Rögn-
valdsson, sem lék Jón Marteinsson, er
fluttur af landi brott, og Pétur
Einarsson tekur viö af honum. Á
síðasta leikári var „Klukkan” leikin 18
sinnum — og kemur aftur upp nú um
helgina.
-GG.
◄c
Helgi Skúlason —
Jón Hreggviðsson.
Hvers vegna
J.R. þegir á
sunnudögum
Þegar Mary Martin er beöin um
eiginhandaráritun er hún oftast beö-
in að bæta aftan viö aö hún sé
mamma J.R. Er henni sama? Hún
var fræg sjálf á sínum tíma svo henni
gæti fallið illa að þurfa aö bæta ein-
hverju við eiginhandaráritun sína
svo aö hún veröi einhvers virði.
En Mary Martin lætur sér fátt um
finnast og gleðst yfir velgengni son-
ar síns. Mary er nefnilega hin raun-
verulega mamma Larry Hagman
sem flestir ef ekki allir kannast við
sem J.R. nokkurn í bandarísku sáp-
unni Dallas.
Mary var á sínum tíma þekkt leik-
kona, m.a. kom hún fram í þeirri
þekktu mynd „Sound of Music”. Árið
1951 var hún stödd í London og Larry
var þá 18 ára gamall. Hann fór og
skráöi sig í flugherinn en á þeim tíma
var stríö í Kóreu. Mary segist hafa
verið mjög hrifin af því að Larry
skyldi hafa skráö sig í herinn en jafn-
framt undrandi á því hvernig hann
komst inn því hann hefur lélega sjón.
Hann svaraði: „Þú hefðir átt aö sjá
náungann sem beið viö hliðina á mér.
Hann sá mig ekki einu sinni.”
Mary heldur áfram að lýsa vel-
gengni sonar síns. Auövitaö gat
Larry ekki flogið, hann kunni þaö
ekki. Hann var þess vegna settur í
þaö aö skemmta hermönnunum og
þar kynntist hann þessum bransa í
fyrsta sinn. Þarna geröi hann marga
góöa hluti og læröi líka margt sem
hannbýrennþáað.”
Larry er algjör
andstæða J.R.
En hvernig er Larry viö sína raun-
verulegu mömmu, jafngrimmur og
viö Miss Ellie í Dallas?
„Hann segir mér hvaö ég á aö gera
og hvernig ég á aö gera hlutina.
Þetta minnir kannski á J.R., en það
er ekki rétt því hann er algjör and-
stæöa J.R. í daglegu lífi. Ég er fegin
aö frægöin kom á þessum tíma hjá
Larry, ef hún heföi komiö fyrr heföi
hann ekki verið reiðubúinn til aö tak-
ast á viö hana. Larry hefur mikla
kímnigáfu og frægðin hefur síöur en
svo stigið honum til höfuös,” segir
hin stolta móðir.
Larry þegir á sunnudögum
Eins og búast má við af svo þekkt-
um manni sem Larry Hagman þá er
hann mjög upptekinn enda sér hann
orðið aö mestu um Dallas framleiðsl-
una. Mary segir að í fjölskyldunni
séu flestir mjög uppteknir og þegar
fjölskyldan komi saman þá vilji allir
komast að með sín málefni þannig aö
málæðið sé mikiö.
Larry sker sig þó úr hópnum ef
fjölskyldan hittist á sunnudögum því
þá þegir hann þunnu hljóöi af ásettu
ráöi. Hann hvílir nefnilega radd-
böndin einu sinni í viku. Ef á hann er
yrt þá svarar hann meö því aö
blístra. Eitt blístur þýöir aö hann sé
sammála því sem hann er spurður
að en tvö blístur segja nei.
J.R. er orðinn afi
J.R. eöa Larry Hagman hefur ver-
iö giftur sænskri konu, Maj aö nafni,
i tæp 30 ár og eiga þau tvö börn, son
og dóttur. Sonurinn er nýlega búinn
aö eignast barn sem gerir þaö að
verkum að Larry (J.R.) er orðinn
afi. Hann er nú 54 ára gamall og
Dallas hefur veriö í gangi í átta ár,
kannski hann veröi enn að þegar
hann veröur langafi. Viö bíöum
spennt.
ÞýttSJ.
kECKÐli
Q ;»l
VOLVO 244 GL árg. 1984,
sjálfskiptur, grár met., ekinn
12.000 km. Verð kr. 640.000.
VOLVO 244 GL árg. 1983,
sjálfskiptur, blár met., ekinn
31.000 km. Verð kr. 560.000.
VOLVO 244 GL árg. 1979,
sjálfskiptur, gull met., ekinn
66.000 km. Verð kr. 290.000.
VOLVO 244 GL árg. 1979,
sjálfskiptur, brúnn met., ekinn
83.000 km. Verð kr. 270.000.
VOLVO 264 GLE árg. 1980,
sjálfskiptur, rafmrúður o.fl.,
gulbrúnn met., ekinn 93.000 km.
Verð kr. 435.000.
VOLVO 244 DL árg. 1978,
beinskiptur, grænn met., ekinn
114.000 km. Verð kr. 230.000.
VOLVO 345 DLS árg. 1982,
beinskiptur, gulur, ekinn 57.000
km. Verð kr. 335.000.
VOLVO 343 GLS árg. 1982,
beinskiptur, blár met., ekinn
35.000 km. Verð kr. 340.000.
340 PALOMA árg.
VOLVO
1984,
beinskiptur, drapp, ekinn 16.000
km. Verð kr. 425.000.
VOLVO 343 DL árg. 1984,
beinskiptur, drapp, ekinn 21.000
km. Verð kr. 395.000.
ISUZU TROOPER árg. 1982,
4ra gíra, 4x4, silfur-met., ekinn
54.000 km. Verð kr. 600.000.
VOLVO LAPPLANDER árg.
1980,
4ra gíra, 4x4, Ijósgrænn og
dökkgrænn, ekinn 17.000 km.
Verð kr. 480.000.
Opið virka daga frá kl. 9—18, laugardaga frá kl. 13-
VAIMTAR BÍLA Á SÖLUSKRÁ -
TÖKUM ALLAR TEGUNDIR
BÍLA í UMBOÐSSÖLU.
VOLVOSALURINN
Suöurlandsbraut 16 • Sími 35200