Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1985, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1985, Page 14
14 DV. LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER1985. Bubbi i sænsku óperunni. Hann fer aftur til Sviþjóðar um mánaðamót- in október — nóvember. bassaleikarínn Cristianístúdíó Þaö kemur fram á öörum staö á Rokkspildunni í dag aö Bubbi Morthens hefur stofnað hljómsveit. En Bubbi er með fleira í deiglunni. Um mánaðamótin október — nóvember ætlar Bubbi til Sviþjóöar. Þar ætlar hann aö taka upp nýja plötu ásamt bassaleikara sænsku hljómsveitarinn- ÍSLENSKT- SÆNSKT SAMSTARF — Bubbiog Allir eru stjömur í Hollywood sagöi eitt sinn í auglýsingaslagorö- inu. Það getur svo sem vel verið. Séu menn aftur á móti stjörnur fyrir er viöbúiö aö þeir skíni bjartar en aörir á slikum staö. Hljómsveitin Skriöjöklar er stjarna frá því í Atlavík í ágúst. Þeir félagar sigruöu þar í hinni árlegu hljómsveitakeppni og slógu eftir- minnilega í gegn. Skriðjöklar mjök- uðu sér á suðvesturhornið á dögiui- um og komu nokkrum sinnum fram, bæði á tónleikum og dansleikjum. Og hljómsveitin var einmitt í Hollywood á sunnudaginn var. Skriðjökla í salinn Efri hæöin í Hollywood er ekki kjörinn staður fyrir hljómleika. Þaö hef ég áður sagt. Eins og mig haföi grunaö þá var sviöiö/dansgólfiö allt- Possibillies tóku upp lag á dögun- um ásamt stúlkunni Ingu Eydal. Rétt til getið, hún er dóttir Ingi- mars. Ingameð StefániogJóni Possibillies kalla þeir sig og gáfu út plötu í sumar. Þeir félagar, Jón og Stefán, hafa samt ekki látið þar við sitja. Þeir hafa að undanfömu leikið í einu af öldurhúsum borgarinnar og á dögunum fóru þeir í stúdió. Þar var tekið upp eitt lag, sem kannski er ekki í frásögur færandi, nema af því aö um sönginn sá Inga nokkur Eydal. Sú er dóttir Ingimars Eydal og hefur áöur sungiö með hljómsveit fööur síns fyrir norðan. Upptökur þóttu takast vel og jafnvel er í myndinni aö lagiö komi út á safn- plötu. Ekkert hefur þó verið ákveðiö enn í því sambandi. -ÞJV. SUÐUR MED SJO of lítiö fyrir gleöihljómsveit á borö viö Skriðjökla. Þetta eru kátir dreng- ir sem fyrir utan fimm hljóöfæraleik- ara skarta þrem söngvurum. Þar af sjá tveir mestmegnis um dans og aörar leikfimiæfingar. Því hefði verið nær aö láta gesti fara meö stóla sína á sviðið og leyfa Skriöjökl- um aö djöflast í salnum. En svona grínlaust, þá voru áhorfendur mjög fáir og sem fyrr voru flestir ekki komnir í þeim tilgangi að hlusta á neins konar tónlist. Steini — toppurinn innan skamms Skriöjöklar gengu fram um tólf- leytiö og tóku kynningarlag. Efnið, sem fylgdi í kjölfariö, var mestallt frumsamiö. Og þó. „Næsta lag er eft- ir hljómsveit sem viö höfum spilað mikiö með, Talking Heads.” Þeir kýldu á Psykho killer og tóku þaö barasta nokkuö vel. Skriöjöklar eru langt frá því aö vera bestu hljóöfæraleikarar sem heyrst hefur í. Slík smáatriöi skipta heldur ekki öllu máli: Gamaniö, gleö- in, er í fyrirrúmi og hlutunum er tek- iö létt. Reyndar viröist manni hljóm- sveitin skiptast nokkuö í tvo hópa hvað varðar hressa sviösframkomu. Söngvararnir þrír og annar gítar- leikarinn voru á útopnu en hinir fjór- ir, á bassa, trommur, gítar og hljóm- borð, hins vegar dálítiö til baka, næstum feimnir. Hljómsveitin endaöi prógrammið sitt á laginu sem sýnt var í Skonrokki ekki alls fyrir löngu. Steini á Akur- eyri er nú orðinn landsfrægur maö- ur. Eg spái því að þetta lag eigi eftir að verða topplag hér innanlands þeg- ar þar aö kemur. Atlavíkurstemmning Núna er spurning hvenær platan kemur út. Skriöjöklar munu eitthvaö hafa leitað fyrir sér um útgefendur en fengiö skrýtin svör. Einn sagði nei af því að hann taldi enga möguleika á aö hægt væri aö gefa plötuna út í Bretlandi eöa Bandaríkjunum (?). En þó að hljómsveitin sé nú á leið í frí munu þeir piltar ákveönir í aö gefa plötuna út, meö öllum tiltækum ráöum. Steini var sem sagt lokalag Skriö- jökla á sunnudagskvöldiö og um leið endapunkturinn á ferö þeirra suöur. Þeir kvöddu sveittir og drifu sig bak- sviös. Gestir klöppuðu lítið fyrir þessari skemmtilegu sendingu aö noröan. En nokkrir af ætt Brynjólfs gamla, sem þarna voru staddir, fóru ánægöir heim. Atlavíkurstemmning- in haföi veriö upplifuö í annaö sinn. -ÞJV Mezzoforte á sviflinu í St. Galler. Eins og sjá má eru áhorfendur nokkuð fleiri en i MS forðum. „Eins og eldgos í Surtsey” Hljómsveitin Mezzoforte hélt tón- leika í Háskólabíói á dögunum í tengslum viö Jazzvakningu. Þaö er skemmst frá því aö segja að ekki lögöu margir íeið sína í Háskólabíó þaö laugardagssíödegi. Á vorum timum, þegar spámenn eru hvaö óvinsælastir í sínum heimalöndum, er kannski að bera í bakkafullan læk- inn að tala um vinsældir Mezzoforte erlendis. Ekki verður samt þrætt fyrir vinsældir strákanna þar. Noröurlöndin ku taka þeim vel og þýskumælandi þjóöum mun þykja nokkuö til þeirra koma. Allavega átti þýskur blaöamaður, sem var á tón- leikum þeirra í St. Galler í Austurríki í júlí, vart orö til að lýsa hrifningu sinni. „Mezzoforte — eldflaugadýrö tónlistarinnar. Opinberunartónlist sem jafnast á viö gos eldfjallsins Surtseyjar. ” Þaö var nefnilega þaö. Annars er þaö helst af Mezzo aö frétta aö þeir félagar hafa nýlega gefið út lagið This is the night. Eru miklar vonir bundnar viö uppgang þess í Bretlandi og til aö fylgja vænt- anlegri velgengni eftir hefur verið gert myndband meö laginu. Þetta mun vera vandaöasta tónlistar- myndband sem gert hefur verið hér á landi til þessa. Söngvari meö, Mezzoforte í umræddu lagi er náungi aö nafni Noel McCalla. -ÞJV ar Imperiet. Cristian heitir sá. Utkoman úr því íslensk-sænska sam- starfi ætti að geta orðið forvitnileg og um leið góð tónlistarkynning fyrir bæði löndin. -ÞJV. V &V & V V V & HUÓMSVEIT BUBBA FULLMÖNNUÐ Loforöiö frá síöasta laugardegi skal nú efnt. Hér kemur meira af hljóm- sveitinni hans Bubba. Nú er komiö á hreint hvernig hijóm- sveitin verður mönnuö, allavega fram að tónleikum sem fyrirhugaðir eru í október. Bubbi sér um sönginn, Jakob Magnússon leikur á bassa, Guömund- ur Þ. Gunnarsson á trommur og Jens Hansson á saxófóninn. I þennan hóp hafa svo bæst þeir Ásgeir Jónsson úr Baraflokknum, og einn Tappa tíkar- rassmeðlimurinn til, Eyjólfur Arnalds. Þessi nýja hljómsveit mun eitthvað vera á hrakhólum hvaö varöar æfinga- húsnæöi en eins og kemur fram hér aö ofan er stefnt aö tónleikum í október. Hefur mánaöardagurinn átjándi verið nefndur í því sambandi. -ÞJV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.