Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1985, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1985, Page 15
DV. LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER1985. i o Tískan f rá aldamótum — frá stífum reglum til frelsis Tímarnir breytast og mennirnir meö segir einhvers staöar. Klæðnaöur fólks er einmitt eitt merki breyttra tíma og víst er að fyrir þá sem vilja fylgjast meö tískunni getur þaö verið ansi kostnaðarsamt. Allt um þaö, víst er aö hugsunarháttur á hverjum tíma og aö- stæður í þjóöfélaginu geta haft sín áhrif á tískuna. Viö skulum hér fara í örfáum orðum yfir helstu tískufyrir- brigöin sem einkennt hafa tískuna frá því um aldamót. 1900 Konurnar áttu aö líta út eins og þroskaðar konur, þ.e. barmmiklar en um mjaðmirnar áttu þær að vera grannar eins og strákar. Til aö ná hinni réttu lögun voru notuð lífstykki. 1960 England meö Mary Quant var í broddi fylkingar. Hún olli byltingu með ódýrum fötum sínum. Bítlarnir og Karnaby stræti voru allsráöandi í fata- tísku unga fólksins. 1964 Fyrsta buxnadragtin kemur fram og 1966 urðu skálmarnar víðar, en þannig héldust þær í mörg ár. 1968 Ár stúdentauppþota og tískan var hlutur sem féll ekki í kramiö. Nú voru allir í gallabuxum og blómamussum. Það var tíska út af fyrir sig ekki satt. 1970 Alger ringulreiö í tískuheiminum. Sjöl frá Indónesíu, pelsar frá Afganist- an, hálsbönd frá Perú o.s.frv. Denim og velúr voru vinsælustu efnin á þess- um árum. Klæðnaður karla og kvenna varö nú mjög svipaður. 1980 Allt í óreiðu. Kjólarnir mjög stuttir eöa vel niður fyrir hné. Engar reglur gilda lengur og allir stílar ganga. Tísk- an er annaöhvort afar kvenleg eða þú getur klætt þig eins og karlmaður. Aðalatriðið er að þú klæðir þig eins og þér hentar best. j>ýtt s J. Dæmigert fyrir daginn í dag, siflan hvenær er þessi mynd eiginlega? Jú, hún er ný og stúlkan frjálslega klædd enda gildir það i dag afl klæflast bara eins og maflur vill. 1913 Kjólarnir voru svo þröngir að neðan að helst leit út fyrir að konurnar væru einfættar. Barmurinn átti áfram að vera mikill. Mitt í lífstykkjafárinu kom dansmærin Isadora Duncan fram á sjónarsviðið og var hún ófeimin við að sýna likama sinn eins og hann var í dönsum sínum. 1914 Fyrri heimsstyrjöldin hófst og undir- föt kvenna breyttust. Þau urðu nú teygjanleg og mun þægilegri. Kjólarn- ir voru áfram skósíðir en samt mun þægilegri. Karlmennirnir voru á víg- völlunum og konurnar tóku að sér störf þeirra, þær voru bílstjórar, lestarverð- ir og unnu verk karlmanna þar sem það þurfti. 1920 Kjólarnir voru nú lausir og tími líf- stykkjanna liðinn. Hvorki brjóst né mitti áttu að vera áberandi. I fyrsta skipti kom fram tíska sem höfðaði til kvenna í öllum stéttum. Hárið var stutt og kvenímyndin var strák-stelpa með langa fætur, lítil brjóst, litlar mjaðmir og breiðar axlir. Því hefur verið haldið fram að strákatískan hafi komið fram eftir stríðið vegna þess að karlarnir sem lögðu línurnar höfðu umgengist svo mikið af ungum mönnum á meðan stríöiðstóðyfir. 1925 I fyrsta skipti sem hnén fengu að sjást. Á sama tíma byrjuðu konur að nota síöbuxur en oftast þegar þær voru í einhverjum íþróttum. Pilsin urðu styttri og sokkar og skór urðu mikil- vægari í klæðnaði kvenna en fyrr. 1930 Mittið kom aftur. Axlapúðar voru nú nauðsynlegir í öll föt. Rennilásinn kom til sögunnar og blúndur voru algengar á kjólunum. Buxur þóttu nú sjálfsagö- ur klæðnaður fyrir konur. 1940 Buxurnar orðnar hversdagsklæðnaðui hjá konum. Peysur og þægilegir skór varð algengur klæðnaður kvenna. Föt- in áttu að vera þægileg og alls ekki að þrengja að. Þau voru nú orðin fjölda- framleidd og ódýr. 1945 Stríðið búið og nú áttu konurnar aft- ur að verða kvenlegar. Mjaðmimar áttu að vera breiðar, mittið mjótt og mikill barmur. 1947 12. febrúar þetta ár sýndi Christian Dior „New-Look” línuna í fyrsta sinn. Kjólarnir voru víðir og síðir, svona um miðja kálfa. Hópur kvenna mótmælti nýju síddinni og taldi að frelsi kvenna hefði verið skert þegar innleiða átti aftur síðakjóla. 1950 Áratugur kalda stríðsins og rokksins einkenndist af háum og oddhvössum hælum og örmjóu mitti. Kjólfaldurinn færðist upp á við og stórir og þykkir undirkjólar sáu um að halda pilsunum uppi. 1956 Táningarnir fá í fyrsta skipti sína eigin tísku. Nú áttu unglingsstelpurnar ekki lengur að líta út eins og smækkuð mynd af mæðrum sínum. Sérstakar deildir voru settar upp sem eingöngu seldu föt fyrir unglinga. Dæmi: Opel Kadett LS lækkar úr 436.700 í 379.800! Við vorum ekki fyrr búnir að lækka verðið á Opel Corsa, Opel Kadett og Opel Ascona er tilkynnt var tollalækkun á bílum sem leiðir af sér kærkomna auka-verðlækkun I Þegar svo við bætist tilboð okkar um auðveldari leiðir en áður til greiðslu á nýja bílnum, getum við fullyrt að það hafi aldrei verið hagstæðara að kaupa Opel en einmitt núna! • Verðlækkunin er ótrúleg: Þannig lækkar t.d. Opel Kadett LS úr 436.700 í 379.800!1) Allt að • 30.000kr. staðgreiðsluafsláttur ef bíllinn er greiddur innan 45 daga frá afhendingu. • Gamli bíllinn tekinn upp í Það kemur sér e.t.v. best fyrir þig að setja gamla bílinn upp í. Lítum á dæmi: Nýr Kadett LS (eftir lækkun) kr. 379.800 Sá gamli kostar t.d. kr. 175.000 Þá er útborgun kr. 143.500 og afganginn greiðir þú með jöfnum afborgunum á 5 mánuðum kr. 61.300 kr. 379.800 •» ■ ' .. '* ■" • ' "’T 1) Miðað við gengi 22. sept. '85 • 60% lánað Þú getur líka samið við okkur um lánafyrirgreiðslu. Dæmi: Nýr Kadett LS útborgun 40% Helming eftirstöðva lánum við síðan í 3 mánuði. og afganginn í 12 mánuði • Þínar óskir kr. 379.800 kr. 151.920 kr. 113.940 kr. 113.940 kr. 379.800 Við erum alltaf til viðræðu um aðrar leiðir en þærsem hér hafa verið nefndar. Þú ættir að hafa samband og kanna málið. BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300 • * .. ,-*4, 4 Auglýsingaþjónustan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.