Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1985, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1985, Page 25
DV. LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER1985. 25 „STRÁKAR, NÚ GET ÉG RENNT MÉR” DV með heimsreisukylf ingum á Akureyri „Strákar, þetta er ekkert mál, nú get ég rennt mér,” sagöi Kínverjinn og heimsreisukylfingurinn Peter Tang um leið og hann veifaöi snjóugri spýtu framan í félaga sína í Hlíðarfjalli í síö- ustuviku. „Bíddu, bíddu, Peter, hægan, viö ætl- um fyrst að taka af þér mynd með skíö- iö.” Síðan var smellt af. En ekkert varö náttúrlega úr bruninu niöur Hlíö- arfjall, lítill var líka snjórinn, þaö haföi rétt gránað í fjallið um morgun- inn. Nú, og svo haföi Peter ekki, frekar en félagi hans, Vincent Tshabalala frá Suður-Afríku, séö snjó áöur. Einu sinni er þó allt fyrst og þaö var í Hlíöarfjalli í þetta skiptið. Kapparnir hafa reyndar séö hvítar litlar kúlur áöur, báöir eru miklir golf- menn. Erindi þeirra til Akureyrar í þetta skiptið er oröiö frægt. Þeir eru í heimsreisuliöi Patrics O’Bryan og komu til aö spila golf á nyrsta golfvelli í heimi, Jaöarsvellinum á Akureyri. Heimsreisukylfingarnir ásamt fylgdarmönnum, kvikmyndagerðar- manni, skoskum golfljósmyndara og blaöamanni golftímaritsins Golf Digest, geröu auövitaö ýmislegt annaö en spila golf á Akureyri. Þeir notuöu daginn líka til aö skoða sig um í höfuö- staö Norðurlands. Þeir byrjuðu á að fara í útsýnisferð upp á Vaölaheiði. Þaðan var haldiö í bæinn, Nonnahús, Laxdalshús og fleiri merk hús skoðuð. Ekki mátti gleyma Hlíöarf jalli, þar komust þeir í tæri viö snjóinn. I miðbænum notuðu þeir tæki- færiö til aö spígspora um og kíkja í verslanir. Þaö var svo í hádeginu þennan fimmtudag sem Patrick O’Bryan stillti þeirri hvítu upp á fyrstu braut á Jaö- arsvellinum. Bingó, hann smellhitti boltann, — heimsreisan var hafin. Syðsti, austasti, vestasti, hæsti og lægsti golfvöllur í heimi bíður þeirra á næstu dögum. -JGH .Strákar, þetta er ekkert mál, nú get ég rennt mér." Kinverjinn Peter Tang mefl „skíflið" sem hann fann í Hliðarfjalli. Peter haffli ekki, frekar en félagi hans, Vincent Tshabalala frá Suður-Afríku, séfl snjó áflur. Á fyrstu braut i útsýnisferðinni, sjálfri Vaðlaheiði. Útsýni til allra átta yfir Eyjafjörðinn og bærinn með nyrsta átján holu golfvöll í heimi blasir vifl. Það er Bandarikjamaðurinn Gerrit Danromond sem stýrir kvikmyndavél- inni. Efnifl sem hann myndar verflur notafl í sjónvarpsþátt um þassa heims- reisu kylfinganna. Vaðlaheiðin var ekki eingöngu notufl til afl skofla Eyjafjörðinn. Hár gantast þeir Bryan Murphy, skoskur og einn frægasti golfljósmyndari heims, og Jim Moriarity, blaðamaflur Golf Digest, vifl leiflsögumanninn Sigrúnu Aðalsteinsdóttur. Jim vildi fá mynd af Sigrúnu þar sem hún væri mefl fing- ur í munni, — skjálfandi af kulda. c * KYNLIFSRAÐGJAFISUERIGEGN Hún er 57 ára, afskaplega lágvaxin og talar ensku meö áberandi hreim. Og Bandaríkjamenn nefna hana þessa dagana í sömu andránni og þeim verö- ur hugsað til kynlífsins. Ruth Westheimer er allt í einu orðin víöfræg og varla hægt aö opna fyrir út- varp eöa sjónvarp án þess aö sjá vin- gjarnlegt andlit hennar, hýrlegt bros. Og hún tekur sér hiklaust í munn öll þau orö varöandi kynlíf sem sjónvarp- iö hefur hingaö til ekki þoraö aö nefna, ekki vitað af. En Ruth Westheimer tal- ar um kynlífiö og kynfærin án þess aö roöna — og öllum finnst þaö sjálfsagt, enginn fer hjá sér, vegna þess aö hún er „bara lítil, fullorðin kona” — ekki nema 140 cm á hæö og svo afskaplega vingjarnleg. Ég held ég geri þetta vel „Þaö var tími til kominn aö hefja kynlífsfræðslu í stórum fjölmiölum,” sagöi hún í viðtali við Reuter um dag- inn og bætti viö: „Eg held aö ég geri þetta afskaplega vel.” Ruth Westheimer hefur undanfarna mánuöi töfrað hvern dagskrárstjórann á fætur öðrum þannig aö þættir henn- ar, sem teknir eru upp á myndband, hafa átt greiða leiö á sjónvarpsskjá- ina. Hún hefur einnig skrifað sérlega aðgengilega og vinsæla bók um efnið, gefið út sjálfstæða myndspólu, útbúiö sérstakt kynlífsspil, komiö fram í aug- lýsingum fyrir ritvélar, gosdrykki og (auövitaö) verjur. Nýlega kom hún til Bandaríkjanna frá Frakklandi, en þar kom hún fram í kvikmynd sem nefnist „Kona eða tvær” ásamt stjörnunum Gerard Dep- ardieu og Sigourney Weaver. West- heimer vonast til að geta bráðlega selt kynlífsþætti sína til sjónvarpsstöðva austan hafsins. Bók hennar, „Dr. Ruth’s Guide to Good Sex” (Leiöbein- ingar dr. Rutar varöandi fullnægjandi kynlíf) hefur verið þýdd á þýsku, frönsku, japönsku og tyrknesku. Ruth er sögð mjög hógvær í fram- komu, þættir hennar eru hvorki rót- tækir né heldur valda þeir nokkrum manni hneykslun — og þaö er sjálfsagt skýringin á vinsældum hennar. Enda segja sjónvarpsstöðvar, sem keypt hafa þessa þætti, að þeir séu gott fræðsluefni — alls ekki til þess fallnir aöespa fólk upp (?). Vandamál verður að leysa „Kannski eru þættimir mínir braut- ryðjandi hvað þaö snertir aö tala hreint út um hlutina, ég taia um mál sem sjaldan eru nefnd opinberlega. En ég er gift. Eg á tvö fulloröin börn. Eg er íhaidssöm... trúuð á að vandamál eigi aö leysa. Sá boöskapur minn kemst greinilega til skila.” Hún heldur að þessi atriöi, sem hún nefndi, séu ástæða þess að siðgæðis- postular og aðrir varðhundar í samfé- laginu hafa ekki séð ástæðu til að am- ast við þáttum hennar — snnþá. „En ég verð aö vera varfærin í orða- vali þegar ég tala í útvarpið svo aö hlustendur aki ekki út í skurö.” Og full- yrðir aö hún noti alls ekki orð eins og tittlingur, píka, snípur og fullnæging til þess eins aö vekja á sér athygli. Hún hefur ákveðnar skoöanir — og er hvergi hrædd aö láta þær koma fram. Hún er sannfærð um réttmæti þess aö gefa fóstureyðingar frjálsar, jafnframt því sem hún talar mjög fyrir getnaðarvörnum. En auk þessa hamrar hún á því aö upplýsingar og umræður um kynlíf leiöi til betra kynlífs. Eitt er þaö sem hefur ýtt undir vel- gengni hennar, en þaö er erlendi hreimurinn í framburöi hennar. „Ameríkönum finnst gott að geta sagt: Nújá! — þaö hlaut að vera, hún er Evr- ópumanneskja og getur þess vegna tal- að um þessa hluti. Og svo kúpla þeir roér sjálfkrafa saman viö Freud.” Ruth er þýskur gyðingur aö uppruna en var send til Sviss þegar gýðingaof- sóknir hófust í Þýskalandi. Þá var hún 10 ára — og hefur ekki síðan frétt af foreldrum sínum. Eftir stríðiö flutti hún svo til Bandaríkjanna og hefur hingað til unniö fyrir sér með kennslu. Hún er eftirsóttur fyrirlesari í háskól- um. Frægö hennar nú hefur fært henni auð — sem hún segist njóta. „Mér finnst gaman að öllum þessum lúxus. Stúdíóin senda iimósínur eftir mér þegar ég fer í eða úr upptöku. Þá nýt ég mín. Og ég er farin að klæöa mig ákaflega vel — ég nýt þess að vera smart.” (Robert Basler/Reuter). Bandarískir frœflsluþættir um kyn- líf hafa nófl miklum vinsældum. ■* OPIV TIL KL4 I UAÚ JIS Jón Loftsson hf. • □CSJDI Hringbraut 121 Simi 10600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.