Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1985, Qupperneq 44
FRÉTTASKOTIÐ
Sími ritstjórnar: 68 66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá í
sima 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku.
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1985.
Vandræði á
Borgarspítalanum:
Vantar 30%
sjúkraliða
—ogl3%
hjúkrunarfræðinga
„Það er rétt, við erum með verulega
skertan rekstur hér,” svaraði Jóhann-
es Pálmason, framkvæmdastjóri
Borgarspítalans, í viðtali við DV í gær.
Hann sagði að það vantaði 13% í
stöðugildi hjúkrunarfræðinga sem
Borgarspítalinn og útibú hafa.
Skortur hjúkrunarfræðinga skapar
gífurlegt álag hjá þeim sem störfin
inna af hendi. Hjúkrunarfræðinga-
skorturinn er mikill en enn meiri er
skorturinn á sjúkraliðum. Að sögn
framkvæmdastjórans vantar 60
sjúkraliða til starfa eða um 30% i þau
stöðugildi sem heimild er fyrir.
Verið er að gera ákveðnar skipulags-
breytingar á deildum spitalans og taka
þær gildi 1. okt. Vonast forráðamenn
' spítalans til að þær breytingar laði
fleiri til starfa. Helsta ástæðan fyrir
þessum starfsmannaskorti eru launa-
málin.
Endurskoðun kjarasamninga hjúkr-
unarfræðinga stendur yfir í fjármála-
ráðuneytinu. -ÞG
Ríkið hef ur
sótt sig í spari-
fjárslagnum
Ríkissjóður hafði í júlílok 4.973 millj-
ónir króna að láni af sparifé gegnum
spariskírteini og 369 milljónir að auki
gegnum happdrættisskuldabréf. A
fyrstu sjö mánuðum ársins seldi ríkið
spariskírteini fyrir 812 milljónir en inn-
leysti á sama tíma bréf fyrir 1.093
milljónir króna.
ft—*• Þetta er ekki sá árangur sem að var
stefnt því í fjárlögum var reiknað með
að ríkið færi slétt út úr þessum við-
skiptum á árinu. Á hinn bóginn er þetta
mikil breyting frá í fyrra því þá seldi
ríkið spariskírteini fyrir 583 milljónir
allt árið en innleysti önnur fyrir 1.418
milljónir króna.
HERB
EINANGRUNAR
GLER
666160
Sjúklingur á Borgarspítalanum:
A Borgarspítaianum iiggur nú
karlmaður sem talið er að haldinn
sé forstigseinkennum alnæmis
(AIDS). Samkvæmt upplýsingum,
sem DV hefur aflaö sér, leíkur grun-
ur á að ekki hafi fundist sambærileg
einkenni fyrr hér á landi. Endanleg-
ur úrskurður i þeim efnum liggur þó
ekki fyrir þar sem blóðsýni úr mann-
inum eru nú til rannsóknar erlendis.
Vitað er um einn fslending til við-
bótar sem forstigseinkenni alnæmis
hafa greinst hjá. Þá hefur mótefni í
blóði greinst hjá fáeinum einstakl-
ingumhérálandi.
„Eg neita þessu ekki, ég játa þessu
ekki. Þannig verður mitt svar að
vera,” sagði Haraldur Briem, læknir
á Borgarspítalanum, er DV spurði
um manninn sem nú liggur á spítal-
anum.
„Þaö er stefna heilbrigðisyfir-
valda og lækna að gefa ekki upplýs-
ingar um einstaka sjúkdómstilfelli
meðan alnæmi hefur enn ekki fundist
hér á landi,” sagði Guðjón Magnús-
son, settur landlæknir, er DV ræddi
málið við hann.
Sérfræðingar skipta sjúkdómsþró-
un alnæmis í ákveðin stig. Hið fyrsta
er þegar mótefni myndast í blóói.
Gefur þaö vísbendingu um aö smit
hafi átt sér stað en þýðir alls ekki aö
viðkomandi sé meö eða fái sjúkdóm-
inn.
Hin eiginlegu forstigseinkenni eru
svo hitavella, þreyta, slen, niður-
gangur og eitlastækkanir. Er talið að
mikill minnihluti þeirra sem fá þessi
einkenni veikist af alnæmi. Enginn
hefur, enn sem komið er, veikst af al-
næmi hér á landi svo vitaö sé.
-JSS
Grunnskólanomar afndu til íþróttahátíðar i Laugardalnum i Reykjavík i gær og var þar margt um mann-
inn. í upphafi hátíðarinnar sýndi fimleikafólk listir sinar og var myndin tekin við það tækifæri. Sjá einnig á
bls. 2. DV-mynd GVA.
Messar
sr. Gunnar
á morgun?
„Vil ekki tjá mig,”
segir hann
„Eg vil ekki tjá mig um þetta mál að
svo stöddu,” sagði séra Gunnar
Björnsson er DV spurði hann í gær
hvort hann hygðist messa í Fríkirkj-
unni á morgun, sunnudag.
Safnaðarstjórn Fríkirkjusafnaðar-
ins hefur sem kunnugt er sagt sr.
Gunnari upp störfum frá og með 25.
september sl. vegna samstarfsörðug-
leika.
Sr. Gunnar hefur dregið í efa heimild
safnaðarstjórnarinnar til uppsagnar-
innar. Telur hann aö söfnuðurinn sjálf-
ur eigi að ráða í þeim efnum.
Sr. Gunnar hefur auglýst messu i
Fríkirkjunni á morgun kl. 14. Því
svaraði safnaðarstjórnin með því að
skipta um lás á útidyrum kirkjunnar.
Dómkirkjusöfnuðurinn hefur hins veg-
ar auglýst messu í Fríkirkjunni kl. 11 á
morgun og verður það sameiginleg
guösþjónusta safnaðanna beggja.
Safnaðarstjórn hyggst svo boða til
almenns safnaðarfundar innan tíðar.
þar sem framhald þessa máls verður
ákveðið. Ekki náðist í Ragnar Bern-
burg, formann safnaðarstjórnarinnar,
ígær. -JSS
Tollgæslan
lagði hald á
hrátt kjöt
Á miðvikudaginn lagði tollgæslan
hald á 280 kíló af hráu kjöti sem kom
með skipi Eimkips, Reykjafossi, og
átti að fara til Varnarliðsins. Þetta er í
fyrsta skipti sem tollgæslan leggur
hald á hrátt kjöt til Varnarliðsins síðan
fjármálaráðherra fyrirskipaði að allt
hrátt kjöt, sem hingað kæmi með skip-
um, skyldi gert upptækt.
Að sögn tollgæslustjóra, Kristins
Olafssonar, var hér um að ræða kjöt af
ýmsum tegundum. Eitthvað var af
skinku, spægipylsu og reyktu svína-
kjöti af ýmsu tagi.
Eins og kunnugt er hefur allt kjöt
undanfarið komið með flugi frá Banda-
ríkjunum tU Varnarliðsins. Ástæðan
fyrir því að þetta kjöt lenti í klóm toll-
gæslunnar er liklega sú að kjötið kom
aðþessusinnifráDanmörku. APH