Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Síða 7
DV. LAUGARDAGUR19. OKTÖBER1985. 7 „Konur, hvað nú?” Kvennafrídagurinn þann 24. október fyrir 10 árum vakti heimsathygli. Og þeir sem á einhvern hátt tóku þátt eöa uppliföu þann dag gleyma honum sennilega seint. Enda snerti sá dagur líf ótrúlega margra Islendinga — kon- umar margar köstuöu frá sér sínum daglegu störfum, hvort sem var á vinnustöðum ellegar á heimilum og hittust um borg og bæ til aö ræða um sína stöðu, njóta skemmtiatriða — marséra í þágu málstaöar. Kvennafrídagurinn markaöi upphaf svonefnds „kvennaáratugar” Samein- uöu þjóöanna — þess áratugar sem ver ja skyldi til aö bæta samfélagsstöðu kvenna á ýmsa lund — og vekja okkur til vitundar um jafnrétti kynjanna. Þann 24. okt. nk. veröur tíu ára afmæl- is kvennafrídagsins minnst með út- komu bókar sem hefur aö geyma yfir- lit yfir stöðu kvenna þennan áratug. Bók þessi skiptist í 14 kafla og skrifa sérfróöir höfundar (allt konur, auövit- að) hver sinn kaflann. Kaflarnir fjalla um listsköpun kvenna, lagalega stööu kvenna, menntun, atvinnu- og launa- mál, félagslega stööu, konur í forystu- störfum, heilbrigði kvenna og heilsu- far. Ritstjóri bókarinnar er Jónína Margrét Guönadóttir cand. mag. Konur, hvað nú? Það er ’85 nefndin, sem svo kallast, sem stendur aö útgáfu bókarinnar — sem heitir Konur, hvað nú? „Það er reynt að meta þaö í þessari bók hvort eitthvað hafi áunnist í jafn- réttismálum kynjanna þennan kvenna- áratug,” sagöi Jónína Margrét. „Og vissulega má nefna ýms mál þar sem sjáanlegur árangur hefur náöst. Mér dettur fyrst í hug jafnréttislögin sem sett voru 1976. Fram aö þeim tíma voru engin jafnréttislög til — og þessi jafnréttislög voru svo endurskoðuö og endurbætt í ár, sett ný lög sem tóku gildi þann 19. júní sl. En þótt jafnréttislög hafi verið sett er ekki þar meö sagt aö málstaðnum miði áfram — þótt vissulega megi líta á þaö sem ávinning að til er jafnréttis- ráö og til þess má vísa málum og leita þannig leiöréttingar. Nú er félags- málaráöherra skyldugur til að leggja fram áætlun til f jögurra ára varðandi framkvæmd jafnréttislaga — og endurskoða síðan þá áætlun og gera nýja á f jögurra ára fresti.” Erfitt að vera kona En hefur staöa kvenna breyst á þessum tíu árum — er auðveldara aö verakona? „Það er aö ýmsu leyti erfitt að vera kona núna. Þjóðfélagið kemur mjög lítið til móts viö konur á vinnumarkaði. Og langflestar konur vinna utan heim- ilis — ásamt meö uppeldis- og heimilis- störfum. 80% kvenna vinna utan heim- ilis. Og þrátt fyrir þennan fjölda kvenna á vinnumarkaöi þá eru konur í stjómunar- eöa áhrifastöðum tiltölu- lega fáar. Þaö sést m.a. af launamis- munun kynjanna. Háskólamenntaöar konur í starfi hjá ríkinu eru aöeins með 65% af launum karla.” Jónína Margrét sagði að þótt konur væru þannig settar skör lægra á vinnu- markaði en karlar þá heföi margt færst til betri vegar undanfarin 10 ár. „Kjör Vigdísar Finnbogadóttur var aö sjálfsögðu mikill ávinningur fyrir okkar málstaö. Eg held aö framboö konu til forsetakjörs heföi jafnvel verið óhugsandi aöeins 5 árum fyrr. Þaö hef- ur lika haft breytingar í för með sér á Alþingi. Fyrir 10 árum voru aöeins 3 konúr á þingi. Nú eru þær 9. En þaö segir lika sína sögu aö þessi fjölgun kvenna í þingsætum er alfariö úr nýjum stjómmálahreyfingum — gömlu flokkarnir eru íhaldssamir í þessum efnum.” Mest breyting í listgreinunum Bókin Konur, hvaö nú? skiptist í 14 kafla og aö auki fylgir formáli eftir rit- stjórann og aftast í bókinni er útdrátt- ur kaflanna á ensku. Kaflarnir fjalla um konur út frá ýmsum sjónarhomum og málaflokk- um, en helmingur þeirra er um konur og listsköpun. Jónína Margrét taldi óhætt aö segja að áhrif kvenna á lista- sviðinu hefðu aukist mikiö. Og nánast sama hvaða listgrein væri tilnefnd — alls staöar heföu konur sótt á. „Sem dæmi má nefna aö 7 af síðustu 15 is- lenskum leikritum, sem hér hafa verið frumsýnd, eru eftir konur.” Þessi framsókn kvenna á listasvið- inu helst eflaust í hendur við bætta menntun kvenna. Konur eru almennt miklu betur menntaðar nú en fyrir 10 árum. I upphafi kvennaáratugar voru konur til dæmis 20% útskrifaöra kandídata í Háskólanum. Nú 45%. Og sl. tvö ár hafa kvenkyns nemendur í mennta- og fjölbrautaskólum veriö fleiri en karlkyns. -GG. Jónína Margrét Guðnadótt- ir, rit- stjóri Konur, hvað nú?: — „Það er að ýmsu leyti erf- itt að vera kona núna." (Mynd KAE). J! a tinprt) ab erö luntn Crla Snorrabraut 44. Simi 14290 Tvær myndir á einum púða. Til í gulu, bláu og bleíku. Stærð: 37 x 38 cm. Verð kr. 295,- Púðar úr mjúku þvottekta akrýli. Verð kr. 346,- au"1 m/«u nr. 1 Veiðiferð nr. 2 Gönguferð nr. 4 Skógarferð nr. 3 Vinarferð nr. 6 Snúlli nr. 5 Dúlla l|WRÖMWyi!L Margar stærðir af tilbúnum römmum og úrval rammalista. Póstsendum. Snorrabraut 44. Sími 14290 Pósthólf 5249. Pardus -stál prýdir húsin Stallað þakstál á aðeins 440 fermetrinn . í brúnu og svörtu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.