Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Side 9
DV. LAUGARDAGUR19. OKTOBER1985.
9
Frð fyrstu dögum Bandalags jafnaðarmanna. Tilraun ssm misheppnast?
Pólitískir timburmenn
1 ólgusjó stjórnmálanna að undan-
fömu hefur ófriðurinn innan Banda-
lags jafnaðarmanna vakið hvað
mesta athygli.
Þegar Vilmundur Gylfason skýrði
frá því á fundi í Sameinuðu Alþingi
18. nóvember árið 1982 að hann hefði
sagt skilið við Alþýðuflokkinn og
myndi standa að stofnun nýrrar
stjómmálahreyfingar, Bandalags
jafnaðarmanna (BJ), komst hann
svoaðorði:
„Viö myndum bandalag gegn
flokkunum. Þetta er tilraun sem
kannski heppnast, kannski mis-
heppnast. Það verður að koma í
ljós.”
Vilmundur var einn þeirra stjóm-
málamanna sem tókst að laöa til
fylgis við sig fólk úr ólíkum áttum.
Það nægði til þess að skila inn á Al-
þingi fjögurra manna þingflokki.
Það eitt út af fyrir sig er nokkurt af-
rek, og reyndar helsta minnismerkið
um pólitiska baráttu Vilmundar.
En það tókst lakar til með að fylgja
þeim sigri eftir. Það sem tókst í
fyrstu atrennu viröist því nú vera að
renna út i sandinn.
Satt best að segja kemur það ekki
á óvart eins og allt er í pottinn búiö.
Hannibal og Vilmundur
Oft er sagt að sagan endurtaki sig.
Það er gjarnan rangt.
Engu aö síður má oft sjá svipi frá
liðinni tíð í atburöum samtímans.
Ferill BJ minnir þannig nokkuð á
sögu Samtaka frjálslyndra og vinstri
manna (SFV).
Þótt þessir tveir flokkar hafi verið
um margt ólíkir svipar þeim saman
aðýmsuleyti.
Freistandi er að halda því fram að
BJ sé á hraöri leið til sömu endaloka
og' SFV: að stefnumótið við
pólitískan dauðadag nálgist óðfluga
og sé óumflýjanlegt.
Þessir tveir flokkar voru báðir
öðru fremur stofnaðir kringum einn
sterkan forystumann.
SFV um Hannibal Valdimarsson.
BJ um Vilmund Gylfason.
Þessir tveir stjórnmálagarpar
voru að vísu harla ólíkir. Eitt áttu
þeir þó sameiginlegt: hæfileikann til
að tala beint til fólksins og sópa að
sér fylgi á örlagastundum.
Báðir mynduðu þeir „bandalag
gegn flokkunum”. Flokkar þeirra
áttu að verða allt öðruvísi en „gömlu
flokkarnir”.
Sundrung á miðju
kjörtímabili
I fyrstu kosningum sínum fengu
SFV og BJ svipað fylgi — SFV fimm
þingmenn en BJ f jóra.
Kosningasigurinn varð þessum
flokkum hins vegar harla ólíkt vega-
nesti. SFV fór beint inn í ríkisstjóm.
BJ hefur verið og er í stjórnarand-
stöðu.
Þrátt f yrir það eiga flokkarnir það
sameiginlegt aö á miðju kjörtímabili
er allt komið í upplausn.
SFV klofnaði þegar Bjarni Guðna-
son sagði skilið við samþingsmenn
sína og hóf pólitíska eyðimerkur-
göngu með nánustu skoðanabræðr-
um sínum. Þeim svipar um margt til
andófshópsins, „fornaldarkrat-
anna”, innan BJ nú.
I BJ rífast menn opinberlega um
grundvallaratriði og nær sá ágrein-
ingur gegnum þingflokkinn miðjan.
Stofnaö er til andófsfélags og hótun-
um um brottrekstur og hreinsanir
veifað.
Ástandið er reyndar orðið svo
slæmt að sumir forystumenn BJ tala
um það opinskátt að verið sé að
ganga af flokknum dauðum.
Hvers vegna?
Þótt SFV tækist að lifa tvennar al-
þingiskosningar varð ekki hjá því
komist að flokkurinn sundraöist í
frumeindirsínar.
Orsakir þeirrar þróunar eru næsta
augljósar. Og þeim svipar um margt
til þeirra staöreynda sem nú eru að
reynast BJ um megn.
Lítum aðeins á þrjár ástæður þess
að SFV hvarf af vettvangi stjómmál-
anna.
Foringinn, sem flokkurinn var
öðru fremur stofnaður um, dró sig í
hlé.
Það meginmál sem flokkurinn
taldi ætlunarverk sitt í stjómmálun-
LAUGARDAGS-
PISTILL:
Elías Snæland
Jónsson
AÐSTOÐARRITSTJORI
um, sameining vinstri manna,
reyndist óframkvæmanlegt.
Fylgismennimir, sem uppruna-
lega höfðu sameinast um litríkan for-
ingja og sameiningarmálið, höfðu í
flestum málum gjörólíkar skoðanir.
Þegar hveitibrauðsdögum kosninga-
sigursins lauk komu þær andstæður
greinilegaíljós.
Þessir pólitisku timburmenn urðu
banamein Samtakanna.
Að mörgu leyti er þessu eins fariö
meðBJ.
Foringinn er fallinn fró. Samein-
ingarátakið er ekki lengur til staðar.
Meginmál BJ, kjarninn í boðskap
þess og Vilmundar í kosningabarátt-
unni — stjómkerfisbreytingin — hef-
ur engan pólitískan hljómgrunn í
landinu og er því dautt mál.
I daglegu pólitísku starfi hefur
komið í ljós að í flestum málum hafa
þeir, sem flykktu sér um Vilmund í
hita baráttunnar, mjög ólíkar skoð-
anir.
Þannig er sá klofningur og ófriður,
sem brotist hefur út innan BJ, auö-
skýranlegur. Og líklega óhjákvæmi-
legur eins og hverjir aðrir timbur-
menn.
Ein fær leið?
BJ var hugsað í upphafi sem mjög
lítt skipulögð hreyfing.
Gömlu flokkarnir hafa yfirleitt
viðamikið flokksskipulag og sveit
kontórista til að halda við bakland-
inu. Allt þetta kerfi miöar að því að
ala á þeirri tilfinningu flokksfólksins
aö það hafi einhver áhrif í flokknum
á mótun og framkvæmd stefnumála,
og virkja það til atkvæðasmölunar í
kosningum.
BJ og „popuiískar” hreyfingar af
svipuðu tagi hafa engu slíku bak-
landi að sinna. Þingmenn BJ hafa
væntanlega litla hugmynd um hverj-
ir kusu þá. Fyrir nú utan það að kjós-
endur BJ í síðustu kosningum voru
almennt ekkert að Hjósa persónulega
núverandi þingmenn: þeir voru að
kjósa Vilmund.
Það eru því rangar baróttuaöferö-
ir slíkrar hreyfingar að eyða pening-
um og orku í skipulegt flokksstarf á
gamla mátann. Eina færa leiðin er
að tala beint til fólksins — á vinnu-
stöðum og gegnum fjölmiðlana. En
þá verða menn líka að hafa eitthvað
að segja sem snertir fólkið, og segja
það á réttan hátt.
Þrátt fyrir góðan vilja í þessa átt
hjá sumum forystumönnum BJ hef-
ur þetta ekki tekist sem skyldi.
En það er ekki öll nótt úti.
Ef BJ bæri gæfu til að fylkja sér
um forystu sem gæti talað um mikil-
væg stefnumál beint til fólksins af
því hispursleysi í orðavali, sem eftir
væri tekið, væri kannski von um
framhaldslíf. Að minnsta kosti fram
yfir næstu alþingiskosningar.
I því efni skiptir framboö BJ í
Reykjavík höfuömáli. Með því að
velja þar i efsta sæti frambjóðanda
af því tagi sem hér hefur verið lýst
gæti BJ hökt gegnum næstu þing-
kosningar. Og slíkur frambjóöandi
er sýnilega fyrir hendi. Spurningin
er hvort flokksmennimir hafa áhuga
á slíkri lífgjöf eða vilja ófram geys-
ast blindandi til stefnumótsins í Sam-
arra.
Skiptir það máli?
Svo má auðvitaö spyrja sig þeirrar
spurningar hvort það skipti í raun
og veru nokkru máli fyrir íslensk
stjómmál komandi ára hvort BJ lifir
eða deyr.
Margir munu svara þeirri spum-
ingu neitandi.
A hitt má benda að gömlu flokk-
amir hafa mjög gott af því að búa við
aðhald frá gagnrýnum smáflokkum.
Það er alltof rík tilhneiging til þess
hjá forystu að minnsta kosti sumra
þessara gömlu flokka að líta á tsland
og Islendinga sem eins konar heim-
anmund. Hagsmunir flokksgæðinga
sitja í fyrirrúmi. Fyrirgreiðslupóli-
tík og hvers konar spilling er út-
breidd. Gagnrýnin stjómmálaöfl
geta þar haft hlutverki að gegna.
Þau geta haft hemil á flokkseigend-
unum — sýnt þeim fram á að þeir
eigi ekki landið og þjóðina.
Það er misskilningur, sem oft er
haldiö fram, að þaö þurfi endilega aö
vera slæmt að hafa marga flokka.
I eins flokks þjóðfélögum telja
valdhafamir stórhættulegt að hafa
fleiri en einn flokk. Það eru þeirra
hagsmunir.
Forystumenn fjórflokkanna hér
hafa einnig allt á hornum sér ef fleiri
flokkar koma til sögunnar. Það eru
þeirra hagsmunir.
Hagsmunir þjóðarinnar eru hins
vegar að sem flest sjónarmið, sem á
annað borð hafa sæmilegan hljóm-
grunn, fái að koma fram í stjóm-
málaumræðunni. Það er eðli lýðræð-
isins. Þaö er þess vegna síður en
svo keppikefli í sjálfu sér að flokkur
eins og B J lognist út af ef hann hefur
eitthvað fram að færa sem móli
skiptir í þjóðfélagsumræðunni.
-ESJ