Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Qupperneq 12
12 DV. LAUGARDAGUR19. OKT0BER1985. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 101., 104. og 106. tölublaði Lögbirtingablaösins 1985 á eigninni Engihjalla 9 — hluta —, tal. eign Andrésar Einarssonar, fer fram að kröfu Bæjarsjóðs Kópavogs á eigninni sjálfri þriðjudaginn 22. október 1985 kl. 15.30. Bæjarfógetinn I Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 101., 104. og 106. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1985, á eigninni Engihjalla 11 — hluta —, þingl. eign Guðna Þorsteinssonar, fer fram að kröfu Bæjarsjóðs Kópavogs á eigninni sjálfri þriðjudaginn 22. október 1985 ki. 15.40. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 101,., 104. og 106. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985á eigninni Hamraborg 12 — hluta —, þingl. eign Marbakka hf., fer fram að kröfu Jóns G. Briem hdl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 23. október 1985 kl. 10.40. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var 1101., 104. og 106. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1985á eigninni Hlðarvegi 17, — hluta —, þingl. eign Trausta Hallsteinssonar, ferfram að kröfu skattheimtu rikissjóðs I Kópavogi á eigninni sjálfri mið- vikudaginn 23. október 1985 kl. 11.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 101., 104. og 106. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Hliöarvegi 146, þingl. eign Kristófers Eyjólfssonar, fer fram að kröfu Bæjarsjóðs Kópavogs á eigninni sjálfri miðvikudaginn 23. október 1985 kl. 11.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 101., 104. og 106. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985á eigninni Hófgerði 9, þingl. eign Jakobs Tryggvasonar, fer fram að kröfu Bæjarsjóös Kópavogs og skattheimtu ríkissjóðs í Kópavogi á eigninni sjálfri miövikudaginn 23. október 1985 kl. 11.00 Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 101., 104. og 106. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Kjarrhólma 20 — hluta —, þingl. eign Hildar Garðarsdóttur, fer fram að kröfu Bæjarsjóðs Kópavogs og Tómasar Þorvaldssonar hdl. á eigninni sjálfri miövikudaginn 23. október 1985 kl. 13.30. Bæjarfógetinn I Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 101., 104. og 106. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Kjarrhólma 30 — hluta —, þingl. eign Skúla Thoroddsen, fer fram að kröfu Bæjarsjóðs Kópavogs á eigninni sjálfri miövikudaginn 23. október 1985 kl. 14.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 101., 104. og 106. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Kjarrhólma 16 — hluta —, þingl. eign Guðmundar Magnús- sonar, fer fram að kröfu Veðdeildar Landsbanka Islands á eigninni sjálfri þriðjudaginn 22. október 1985 kl. 11.30. Bæjarfógetinn I Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var 1101., 104. og 106. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1985 á eigninni Borgarholtsbraut 76, þingl. eign Sigurbjörns Bjarnasonar, fer fram að kröfu skattheimtu ríkissjóös i Kópavogi á eigninni sjálfri þriöju- daginn 22. október 1985 kl. 14.40. Bæjarfógetinn I Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var 1101., 104. og 106. tölublaði Lögbirtingablaösins 1985á eigninni Asbraut 3 — hluta —, þingl. eign Brynjólfs Sigurðssonar, fer fram að kröfu Bæjarsjóös Kópavogs á eigninni sjálfri þriðjudaginn 22. október 1985 kl. 11.45. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Framarar sjást hér fagna marki gegn Glentoran. Fagna þeir einnig gegn Rapid Vín? Framarar enn í baráttunni — leika miðdagsleik í Laugardalnum ★ Verður fjölgað í 1. deild? ★ Á laugardaginn kemur fáum við „leynigest” íþáttinn! Það hefur sýnt sig undanfarin ár að það er ekki tekiö út með sældinni fyrir íslensk félagslið að ná árangri í Evrópukeppninni í knattspyrnu. Framarar fá nú að kynnast því. Þeir leika á miðvikudaginn gegn Rapid Vín frá Austurríki í Vínarborg. Síðan verður seinni leikurinn í Reykjavík 6. nóvember og þá jafnvel í hávaðaroki, rigningu eða kannski snjó og frosti. Leikurinn fer fram á Laugardals- vellinum en þar hefur aldrei verið leikið svo seint á grasvelli. Baldur Jónsson vallarstjóri og starfsmenn hans hafa ákveðið að hafa völlinn kláran fyrir slaginn. Það er djarft teflt hjá Baldri en hann er ákveðinn í að sýna enn einu sinni aö það er ýmislegt hægt hér norður í Dumbs- hafi þegar vetur kóngur er kominn á ról. Miðdegisleikur Það er ekki hægt að reikna með mörgum áhorfendum á leik Fram og Rapid Vín í Laugardalnum þar sem leikið verður um miöjan dag, um þrjúleytið. Ástæðan fyrir að leikið er á þessum tíma er að ekki eru fljóð- ljós við aðalvöllinn í Laugardal. Þaö hlýtur að verða næsta skref hjá Iþróttaráði Reykjavíkur að berjast fyrir því að flóðljós verði sett upp við völlinn. Það er orðið tímabært því að landsleikir, Evrópuleikir og leikir í 1. deildar keppninni, sem eru leiknir í september, verða alltaf að byrja fyrr þar sem þá er orðið myrkur snemma kvölds. Nei, það er ekki hægt að búast við að margir áhorfendur mæti á völlinn um miðjan dag þegar Framarar leika gegn Rapid Vín. Menn eru þá almennt að vinna. En ef Framarar standa sig vel í Vínarborg má fast- lega reikna með að knattspyrnuunn- endur taki sér frí úr vinnu til að sjá síðasta stórleik ársins. Samvinna félaga Leikmenn Fram hafa ekki leikið kappleik síðan þeir léku gegn Glen- toran í Belfast á dögunum. Það háir íslenskum liðum mest, er þau kom- ast áfram í Evrópúkeppninni, hvað undirbúningurinn er losaralegur. Is- landsmótið er fyrir löngu búið og þar af leiöandi eru leikmenn í lítilli æf- ingu. Framarar hafa æft vel að und- anfömu en þeir hafa þó ekki leikið kappleiki. önnur félagsliö eru hætt að æfa þannig að ekki er hægt að leika æfingaleiki viö þau. Það er ljóst aö það þarf meiri sam- vinnu félaga — þau þurfa að hjálpa hvort öðru í sambandi við Evrópu- keppnina. Það hefði verið góð sam- vinna, t.d. ef tvö 1. deildar lið hefðu haldið áfram að æfa til að Fram fengi æfingaleiki. Verður fjölgað í 1. deild? Það hafa verið uppi háværar radd- ir um að tillaga komi f ram á ársþingi KSI í Vestmannaeyjum um fjölgun í 1. deildar keppninni í knattspyrnu þannig að 12 félög leiki í deildinni. Utanbæjarfélög, sem vilja nálgast peningana, eru mjög hlynnt þessari tillögu og þá segja menn að Reykja- víkurfélögin Víkingur og Þróttur, sem féllu niður í 2. deild, séu heit fyr- irþessari tillögu. Atvinnumennskan heillar Eins og undanfarin ár fara margir knattspyrnuáhugamenn til útlanda eftir að knattspyrnutímabilinu lýkur hér á landi. Að undanfömu hafa þrír leikmenn farið — Ragnar Margeirs- son til Belgíu og Guðmundur Þor- bjömsson og Janus Guðlaugsson til Sviss. Þá getur svo farið að Akureyr- ingurinn Halldór Áskelsson fari til Belgíu. Þessi þróun — að leikmenn fari ut- an, á örugglega eftir að aukast. Sviss er nú orðið tískuland knattspyrnu- manna en það er ekki langt síðan Svisslendingar opnuöu landið fyrir erlendum knattspyrnumönnum. Það er draumur allra knattspyrnu- manna hér á landi að fá að spreyta sig með erlendum félagsliðum — breyta til og reyna eitthvað nýtt. Það er víkingablóð í æðum Islendinga sem eru alltaf tilbúnir að herja á önnur lönd og leita fanga. Hvíld hjá handknattleiks- mönnum Mikill kurr er í handknattleiks- mönnum hér á landi þessa dagana. Þeir sætta sig ekki við að þeir séu í „fríi”. Það er nú komið þannig að leikmenn 1. deildar liöanna hér á landi eru í fríi i tíma og ótíma vegna verkefna landsliðsins. Þeir benda á að öll spenna í kringum 1. deildar keppnina tilheyri nú fortíðinni. íþróttir í vikulokin SigmundurÓ. Steinarsson Að sjálfsögðu á að efla íslenska landsliðið af öllum mætti en það má ekki gera á kostnað handknattleiks- ins hér á landi. Formaður HSI segir: „Góður árangur íslenskra íþrótta- manna í keppni við landslið stór- þjóöa vekur mikla athygli erlendis og er góð kynning fyrir Island, land, þjóð og útflutningsvöru.” Þetta er allt rétt og satt hjá for- manninum en verða forráðamenn HSI ekki einnig aö hugsa um íslenska handknattleiksunnendur hér heima og leikmenn sem leika hér? Hand- knattleikur á Islandi þrífst ekki nema að leikmennimir hér heima fái verkefni — að þeim sé haldiö við efnið. Það er einnig hægt að segja það sama um áhorfendur. Þeir vilja fá að sjá handknattleik leikinn hér en ekki að hann sé notaður til að kynna íslenskar útflutningsvörur. Dla skipulögð mót og sundurlaus hafa fælt áhorfendur frá handknatt- leik hér á landi undanfarin ár. Það hefur komið fram í vetur að það er erfitt að fá þá áhorfendur til að mæta á ný sem búið er að fæla frá. Það má ekki aðeins horfa á lands- liðið og safna peningum til þess að það geti ferðast sem mest til útlanda til að leika. Þetta er gert á sama tíma og íslensk félagslið berjast í bökkum f járhagslega vegna þess að áhorfendum fer alltaf fækkandi á kappleikjum hér á landi. Forráða- mam HSI og félaganna verða að setjast niður fljótlega og ræða um vandamál handknattleiksins hér heima. Finna lausnir á málum áður en það verður of seint. Með lögum skal... Eg hef áður minnst á það hér að sumir menn hika ekki við að rang- túlka lög og reglur til að stjórna eigin duttlungum. Svokallaðir einræðis- herrar sem ekkert kunna en öllu vilja ráða. Eg hef frétt af ferðum eins af þessum mönnum að undan- fömu. Því ferðalagi mun ljúka hér í dálknum um næstu helgi. Þar til leyf- um við manninum að leika lausum hala. Hann verður „leynigestur” okkar í næsta þætti sem ég mun nefna: „Þaö erkominngestur!” -SOS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.